1. gr.
Almennt.
1.1. Með fallhlífarstökki er í þessari reglugerð átt við það, þegar stokkið er úr loftfari án þess að um neyðartilvik sé að ræða.
1.2. Við fallhlífarstökk skal farið eftir reglum, sem Flugmálafélag Íslands hefur sett í samræmi við reglur F. A. I. (Federation Aeronautique Internationale), eða hliðstæðum erlendum reglum.
Eigi má stökkva fallhlífarstökk nema flugmálastjórn hafi veitt leyfi sitt til þess. Þeir, sem hafa gilt skírteini útgefið í samræmi við reglur F. A. L, þurfa ekki sérstakt leyfi.
1.3. Eigi má stökkva fallhlífarstökk í flugstjórnarrými nema hlutaðeigandi flugumferðaþjónustudeild hafi i hverju tilviki veitt samþykki sitt fyrst.
1.4. Leyfi flugmálastjórnar þarf til þess að mega þjálfa fallhlífarstökkvara.
2. gr.
Búnaður.
2.1 Eigi má stökkva fallhlífarstökk nema stökkvarinn hafi tvær fallhlífar tengdar sömu ólum. Varafallhlífin skal vera af viðurkenndri gerð og tengsli hennar við ólar aðalfallhlífarinnar mega engin áhrif hafa á hana að neinu leyti.
2.2 Við framleiðslu, breytingar, skoðanir, viðhald og notkunarskráningu fallhlífa skal fara eftir reglum sem flugmálastjórn fyrirskipar.
2.3 Loftför, sem notuð eru við fallhlífarstökk, skulu vera viðurkennd af flugmálastjórn til slíkrar notkunar.
Ath.: Þegar loftfar er viðurkennt fyrir fallhlífarstökk þá má skrá athugasemd þar að lútandi í lofthæfiskírteini eða flughandbók hlutaðeigandi loftfars ef eigandi óskar þess.
2.4 Farið skal eftir reglum framleiðsluríkis þegar gerðar eru á loftfari breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að nota það fyrir fallhlífarstökk.
3. gr.
Starfslið.
3.1. Flugstjóri loftfars, sem notað er fyrir fallhlífarstökk, skal hafa skráðan a.m.k. 200 klst. flugtíma. Hann skal einnig vera viðurkenndur til starfans af ábyrgum aðila í fallhlífaklúbbum eða af yfirflugstjóra flugrekandans. Enn fremur skal stökkstjórinn hafa kynnt flugstjóranum hvernig fljúga skal loftfari þegar það er notað fyrir fallhlífarstökk.
3.2. Við fallhlífarstökk mega auk flugliða vera um borð í loftfari aðeins þeir, sem þar þurfa að vera við framkvæmd stökksins svo og nemendur sem eru í þjálfun fyrir fallhlífarstökk.
4. gr.
Skipulagning, lágmarkskröfur o. fl.
4.1. Fallhlífarstökk má aðeins fara fram undir umsjón stökkstjóra sem viðurkenndur er af F.m.Í. og eftir reglum F.m.Í.
Ath.: Flugmálastjórn getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði.
4.1.1. Stökkstjórar skulu sjá um að stökkvarar hafi tilskilinn búnað við fallhlífarstökk.
4.2. Stökksvæði skal vera svo sem hér greinir og hafa verið skoðað og viðurkennt af stökkstjóra. Leyfi landeiganda skal einnig liggja fyrir.
4.2.1. Stökksvæði skal vera því sem næst hringlaga með 200 m radíus.
4.2.2. Utan stökksvæðisins skal vera öryggissvæði, a.m.k 200 m breitt þar sem ekki er djúpt vatn, raflínur, byggingar hærri en ein hæð né álíka hindranir.
4.2.3. Fyrir björgunarþjónustu skal vera nærtækt við stökksvæði t. d. sími, bíll, börur. bátur o.s.frv. eftir því sem við á.
4.3. Lágmarksopnunarhæð fyrir fallhlíf er 1650 fet frá jörðu ef hún er sjálfvirk en 2000 fet ef stökkvarinn opnar hana sjálfur.
4.4. Stökkvari skal nota súrefni í stökkinu ef stokkið er úr 1650 feta (5000 m) hæð eða meira. Nota skal súrefni um borð í flugvélinni í klifri upp í stökkhæð meðan flogið er í meiri hæð en 10 000 fetum.
4.5. Fallhlíffarstökkvari skal ganga úr skugga um ríkjandi vinda, áður en stokkið er, t. d. með því að senda upp loftbelg.
Ekki má stökkva ef vindstyrkur er meiri við jörð en 8m/sek fyrir karlmenn og 6m/sek fyrir konur.
Ef stokkið er ofan í vatn má vindur við jörð ekki vera minni en 2m/sek og ekki meiri en l0m/sek.
4.6. Þegar stokkið er ofan í vatn skal stökkstjóri sjá um að dýpi og botnlag skapi ekki hættu.
4.7. Þegar stokkið er ofan í vatn eða í nágrenni vatna eða sjávar skulu stökkvarar vera búnir björgunarvestum.
4.8. Ef stökkva á í myrkri skal sérstaklega sótt um það til flugmálastjórnar með a. m. k. 2ja vikna fyrirvara.
Ath.: Upplýsingar um fallhlífarstökk í myrkri skal tilkynna í NOTAM, með hliðsjón af hugsanlegri flugumferð á svæðinu.
5. gr.
Fallhlífarstökk á flugsýningum.
5.1. Þegar stokkið er á flugsýningum skal einnig farið eftir ákvæðum reglugerða um flugsýningar og flugkeppnir.
6. gr.
Refsiákvæði.
6.1. Brot gegn reglugerð þessari, varða sektum eða varðhaldi allt að 6 mánuðum enda taki eigi önnur refsiákvæði XIII. kafla laga nr. 34 21. maí 1964 yfir atferlið.
7. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 188. gr. laga um loftferðir nr. 34 21. maí 1964 til að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytið, 28. desember 1976.
Halldór E. Sigurðsson.
Birgir Guðjónsson.