Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Samgönguráðuneyti

285/1972

Reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Grímsey, nr. 120 14. sept. 1959, sbr. reglugerð nr. 148 26. maí 1970. - Brottfallin

Yfirskrift VII. kafla falli niður. 20. gr. orðist þannig:

 

1. gr.

Um gjöld til hafnarinnar.

Öll skip skulu greiða hafnargjöld til hafnarsjóðs, er þau koma inn fyrir tak­mörk hafnarinnar.

Öll gjöld til hafnarinnar greiðast af brúttóstærð skipanna eins og hún er mest, meðan skipið hefur viðdvöl í höfninni. Undanþegin lestagjaldi og bryggjugjaldi eru herskip, skemmtiferðaskip, íslenzk vitaskip og varðskip.

 

2. gr.

21. grein orðist þannig:

Lestagjöld.

a. Öll farmskip, önnur en strandferðaskip, og öll fiskiskip, stærri en eða jafnt og 400 brúttórúmlestir skulu greiða lestartjald, kr. 3.00 á brúttórúmlest.

b. Strandferðaskip greiða kr. 1.50 á brúttórúmlest.

c. Fiskiskip undir 400 brúttórúmlestum greiða kr. 3.00 á brúttórúmlest, þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

d. Heimabátar. minni en 10 brúttórúmlestir, greiða lesta- og bryggjugjald einu sinni á ári, kr. 200.00 af hverri brúttórúmlest. Lágmarksgjald skal vera kr. 1000.00. Gjalddagi er 1. apríl, eftir að skipið hefur verið gert út frá höfninni í 3 mánuði.

 

3. gr.

22. gr. falli niður og breytist röð eftirfarandi greina í samræmi við það.


4. gr. 28. gr., sem verður 27. gr., orðist þannig:

 

Vörugjöld.

1. fl.: Gjald kr. 70 00/tonn:

a. Vara flutt í lausu máli í miklu magni, meira en 100 tonn í farmi, t, d. benzín, brennsluolíur, kol, korn, salt, vikur.

b. Þungavarningur, sekkjavörur, óunnið járn og stál til iðnaðar eða mannvirkja­gerðar, hráefni til iðnaðar, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir; land­búnaðarafurðir og iðnaðarvörur til útflutnings.

 

2. fl.: Gjald kr. 150.00/tonn:

Iðnaðar- og byggingavörur, unnar og hálfunnar, pökkuð og niðursoðin mat­væli, ávextir, vefnaðarvörur, fatnaður.

 

3. fl.: Gjald 7:r. 400.00/tonn:

a. Vélar og tæki hvers konar og varahlutar til þeirra, heimilisvélar og skrifstofu­vélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, mæli­tæki, húsgögn. Útvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur alls konar, vín, tóbak. ilmvötn, -snyrtivörur.

Af flutningi vinnutækja innanlands, skal veita allt að 50% afslátt.

b. Vörur, sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd.

 

4. fl.: Gjald kr. 40.00/rúmmeter:

Timbur og annað eftir rúmmáli.

 

5. fl.: Gjald 1 %:

Sjávarafli, lagður á land á hafnarsvæðinu, til vinnslu eða brottflutnings. (Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Kaupanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um keyptan afla mánaðarlega t. d. afrit af aflaskýrslu til Fiskifélags Ís­lands. Aflagjald fellur í gjalddaga, um leið og afla er landið. Kaupandi aflans inn­heimtir gjaldið hjá seljanda og er ábyrgur fyrir því til hafnarsjóðs, þótt hann van­ræki innheimtu þess. Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðar­lega.

Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 20.00.

 

5. gr.

31. gr., sem verður 30. gr. orðist þannig:

 

Bryggjugjöld.

Öll skip, sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka, skulu greiða kr. 1.50 á brúttórúmlest fyrir hvern sólarhring eða hluta úr sólarhring, sem skipið liggur bundið.

Fiskiskip, 10-399 brúttórúmlestir, greiði gjald þetta eigi oftar en 10 sinnum á mánuði, en bátar minni en 10 brúttórúmlestir, greiði ekkert bryggjugjald.

Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum, minni en 400 brúttó­rúmlestir, sem ársgjald í heimahöfn, kr. 162.00 af hverri brúttórúmlest.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt hafnalögum, nr. 48 29. apríl 1967, stað­festist hér með til að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Samgönguráðuneytið, 18. október 1972.

 

Hannibal Valdimarsson.

Kristinn Gunnarsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica