Menntamálaráðuneyti

984/2001

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 231/1995, um Listasafn Íslands. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

984/2001

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 231/1995, um Listasafn Íslands.

1. gr.

2. mgr. 7. gr. orðast svo:
Á safnasviði skulu vera eftirtaldar deildir: Listaverkadeild (öll listaverk Listasafns Íslands), sýningardeild (sýningar og útlán), fræðsludeild (fræðsla og kynning), forvörslu- og viðgerðadeild, bókasafn (öll heimildasöfnun og söfnun myndgagna um íslenska og erlenda myndlist) og Safn Ásgríms Jónssonar.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 14. gr. laga nr. 58/1988, um Listasafn Íslands, og öðlast þegar gildi.


Menntamálaráðuneytinu, 17. desember 2001.

Björn Bjarnason.
Örlygur Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica