Eftirtaldar greinar laganna koma nú þegar til framkvæmda:
Eftirtaldar greinar laganna koma til framkvæmda 1. ágúst 1996:
Vikulegur kennslutími í grunnskólum skólaárið 1995-1996 fer eftir viðmiðunarstundaskrá er menntamálaráðuneytið gefur út.
Starfsdagafjöldi í grunnskólum skólaárið 1995-1996 fer eftir skóladagatali er menntamálaráðuneytið gefur út og gildandi kjarasamningum.
Fram til 1. ágúst 1996 fer um aðild ríkissjóðs að rekstri grunnskóla og fyrirkomulag sérfræðiþjónustu eftir ákvæðum laga nr. 49/1991.
Ákvæði 23. gr. laga nr. 66/1995 um ráðningar skólastjórnenda og kennara við grunnskóla koma til framkvæmda 1. júní 1996. Skulu viðkomandi sveitarstjórnir því annast ráðningar allra starfsmanna við grunnskóla er hefja störf 1. ágúst 1996 eða síðar.
Fram til þess tíma er ekki heimilt að ráða nýja skólastjórnendur eða nýja kennara sem ríkisstarfsmenn til lengri tíma en 31. júlí 1996. Um endurnýjun skammtíma ráðninga gildir hið sama uns kennari á rétt á ótímabundinni ráðningu, sbr. 5. tl. reglna um réttindi lausráðinna starfsmanna ríkisins, dags. 27. mars 1991.
Fræðsluskrifstofur er við gildistöku reglugerðar þessarar starfa sem ríkisstofnanir samkvæmt ákvæðum 11. gr. laga nr. 49/1991 annast, eftir því sem við verður komið, þau störf er þeim voru falin samkvæmt þeim lögum fram til 1. ágúst 1996 en þá hætta þær störfum sem ríkisstofnanir.
Sérskólar og sérdeildir fyrir nemendur grunnskóla er ekki geta notið kennslu við hæfi í almennri bekkjardeild og starfa sem ríkisstofnanir við gildistöku reglugerðar þessarar skulu starfa áfram sem slíkar fram til 1. ágúst 1996 en þá taka sveitarstjórnir við rekstri þeirra.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 57. gr. laga nr. 66/1995 og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytið, 20. júní 1995.
Björn Bjarnason.
Guðríður Sigurðardóttir.