Menntamálaráðuneyti

357/1986

Reglugerð um Ríkisútvarp - Brottfallin

I. KAFLI

Starfssvið Ríkisútvarpsins.

1. gr.

Ríkisútvarpið er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir stjórnarfarsleg undir menntamálaráðuneytið.

 

2. gr.

Ríkisútvarpið skal senda út til alls landsins og næstu miða tvær hljóðvarpsdagskrár og minnst eina sjónvarpsdagskrá árið um kring.  Um lengd þessara dagskráa, útsendingardaga og útsendingartíma fer eftir ákvörðunum útvarpsstjóra og útvarpsráðs.

Heimilt er Ríkisútvarpinu að senda út fleiri dagskrár hljóðvarps eða sjónvarps, í lengri eða skemmri tíma, til alls landsins eða hluta þess samkvæmt ákvörðunum útvarpsstjóra og útvarpsráðs.

Ríkisútvarpið annast hljóðvarp til annarra landa samkvæmt ákvörðunum útvarpsstjóra og útvaropsráðs. 

Heimilt er ríkisútvarpinu að hafa samvinnu við aðra aðila um dagskrárgerð, hvort heldur er til útsendingar í dagskrá Ríkisútvarpsins eða í dagskrá annarra útvarpsstöðva. 

Ríkisútvarpið skal stefna að því að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins.

Ríkisútvarpið skal starfrækja fræðsluútvarp í samvinnu við fræðsluyfirvöld samkvæmt því sem nánar semst og fjárveitingar í fjárlögum leyfa.

Ríkisútvarpinu er rétt að hafa til útlána eða sölu dagskrárefni sem flutt hefur verið enda sé gengið frá samningum um það við rétthafa.l

Heimilt er Ríkisútvarpinu að leigja öðrum aðilum sem leyfi hafa til útvarps hér á landi afnot af tækjabúnaði ríkisútvarpsins til útsendingar og hvers konar ofnot leigja megi.  Ákvörðun um það hverjum skuli leigt, skal vera í höndum útvarpsstjóra.  Binda má leiguafnot skilyrðum varðandi dagskrárstefnu og óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.

 

3. gr.

Ríkisútvarpið reisir eftir þörfum sendistöðvar og endurvarpsstöðvar að fenginni heimild Póst- og símamálastofnunarinnar fyrir tíðni og útgeislað afl í samræmi við settar reglur og alþjóðasamþykktir.

Heimilt er útvarpsstjóra, að fengnu samþykki menntamálaráðherra, að semja við Póst-og símamálastofnunina um að hún reisi og reki sendistöðvar og endurvarpsstöðvar Ríkisútvarpsins.

 

II. KAFLI

Útvarpsráð.

4. gr.

Útvarpsrá ð heldur fundi svo oft sem þurfa þykir. Formaður boðar fundi og stýrir þeim. Skylt er formanni að kveðja til fundar, ef útvarpsstjóri eða tveir útvarpsráðsmenn æskja þess.

Útvarpsstjóri á sæti á fundum útvarpsráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Útvarpsráð getur eftir því sem ástæða þykir til eða þörf krefur vein öðrum yfirmönnum Ríkisútvarpsins rétt til setu á fundum ráðsins, eða boðað aðra aðila á einstaka útvarpsráðs­fundi.

 

5. gr.

Útvarpsráð velur ritara innan ráðsins. Hann eða annar, sem til þess er sérstaklega ráðinn, færir í gerðabók ályktanir útvarpsráðs og annað það, sem miklu þykir skipta of því, sem fram fer á fundum. Skylt er að færa til bókar ágreiningsorð eftir óskum útvarpsráðs­manna, útvarpsstjóra eða annarra sem rétt hafa til setu á fundum útvarpsráðs.

 

6. gr.

Fundur í útvarpsráði er lögmætur ef meirihluti útvarpsráðsmanna er viðstaddur. Ákvörðun útvarpsráðs er því aðeins lögmæt, að meirihluti útvarpsráðsmanna taki þátt í atkvæðagreiðslu. Nafnakall skal viðhafa, ef einhver útvarpsráðsmaður eða útvarpsstjóri æskir þess, og teljast þá allir viðstaddir útvarpsráðsmenn taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Skal þá ágreiningsefni, svo og atkvæðagreiðslan, fært í gerðabók.

 

7. gr.

Ef útvarpsráðsmaður forfallast, skal kveðja til varamann ef beiðni um það kemur fram. Útvarpsráð skiptir með sér verkum eftir því sem henta þykir. Það getur skipað undirnefndir til að hafa með höndum undirbúning sérstakra mála. Tillögur og ályktanir nefnda skulu lagðar fyrir útvarpsráð í heild til samþykktar.

 

8. gr.

Útvarpsráð ákveður hvernig útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum innan marka fjárhagsáætlunar. Það ákveður hvert vera skuli í megindráttum hlutfall tónlistar og talaðs máls svo og hlutur fræðslu-, menningar-, og frétta- og skemmtiefnis í þeim dagskrám sem Ríkisútvarpið sendir út, en útvarpsstjóri ásamt framkvæmdastjórum og sérstökum dagskrár­stjórum undirbýr og stjórnar framkvæmd dagskrár í einstökum atriðum. Útvarpsráð getur ennfremur ákveðið að ríkisútvarpið ráðist í gerð tiltekinna tegunda eða flokka dagskrárefnis sem fallnir þykja til að ná fram markmiðum 15. gr. útvarpslaga, en útvarpsstjóri getur þó stöðvað gerð slíks útvarpsefnis þyki sýnt að það reynist Ríkisútvarpinu fjárhagslega ofviða.

Dagskrá Ríkisútvarpsins skal lögð fyrir útvarpsráð til kynningar áður en hún kemur til framkvæmda.

Útvarpsráð setur reglur eins og þurfa þykir til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. gr. útvarpslaga. Leiki vafi á hvernig skuli fara með mál er snerta 15. gr. útvarpslaga skal vísa þeim til útvarpsráðs.


Útvarpsráð fjallar um önnur þau mál sem lögð skulu fyrir það samkvæmt útvarpslögum eða reglugerð þessari, eða samkvæmt eðli máls.

9. gr.

Menntamálaráðherra ákveður þóknun fyrir störf útvarpsráðs.

 

III. KAFLI

Útvarpsstjóri.

10. gr.

Útvarpsstjóri annast rekstur Ríkisútvarpsins, sér um fjárreiður þess og semur ár hvert fjárhagsáætlun þess.

Útvarpsstjóri undirbýr og stjórnar framkvæmd dagskrár og gætir þess að settum reglum um hang sé fylgt.

Útvarpsstjóri ræður starfsmenn Ríkisútvarpsins, aðra en framkvæmdastjóra deilda, þó að fengnum tillögum útvarpsráðs ef um fastráðningar starfsfólks dagskrár er að ræða. Útvarpsstjóri er formaður framkvæmdastjórnar Ríkisútvarpsins.

 

11. gr.

Útvarpsstjóri gefur út reglur um fréttaflutning í hljóðvarpi og sjónvarpi að fengnu samþykki útvarpsráðs, sbr. þó IV. kafla reglugerðar þessarar.

 

12. gr.

Um auglýsingar í Ríkisútvarpinu skal fara samkvæmt reglugerð um auglýsingar í útvarpi. Útvarpsstjóri gefur út nánari reglur um auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi, þar á meðal auglýsingatíma, að fengnu samþykki útvarpsráðs.

 

13. gr.

Útvarpsstjóri staðfestir auglýsingataxta og aðrar gjaldskrár eftir tillögu framkvæmda­stjóra fjármáladeildar. Útvarpsstjóri setur gjaldskrá fyrir flutning útvarpsefnis. Fram­kvæmdastjóri fjármáladeildar og framkvæmdastjóri hljóðvarpsdeildar og sjónvarpsdeildar ákveða greiðslu samkvæmt gjaldskránni, en skylt er þeim að hafa samráð við útvarpsstjóra, ef vafi leikur á um það, hversu ákveða skuli þóknun, eða um er að ræða meiriháttar greiðslur vegna afbrigðilegrar dagskrár, kostnaðarsamra leikrita o. s. frv.

 

14. gr.

Í fjarveru útvarpsstjóra gegnir sá of framkvæmdastjórum Ríkisútvarpsins störfum hans sem menntamálaráðherra ákveður.

 

IV. KAFLI

Fréttir.

15. gr.

Ríkisútvarpið skal veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða.

Fréttir þær sem Ríkisútvarpið flytur mega ekki vera blandnar neins konar ádeilum eða hlutdrægum umsögnum, heldur skal gætt fyllstu óhlutdrægni gangvart öllum flokkum og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum.

Fréttaskýringar ber að afmarka greinilega frá fréttum, og skal ávallt kynnt nafn höfundar slíkra skýringa.

Við skráningu frétta skal þess jafnan gætt, að heimildir séu sem fyllstar og óyggjandi.


 

16. gr.

Óheimilt er að flytja ummæli manns, hvort sem er í frásögn, hljóð- eða myndritun, nema sá hafi vitað, að fréttamaður var viðstaddur, er orð hans féllu, eða ummælin haft verið viðhöfð á mannfundi sem öllum var heimill aðgangur að.

Við val fréttamynda skal þess vandlega gætt, að þær gefi sem sannasta mynd of þeim atvikum eða atburðum, sem sýna á.

 

V . KAFLI

Útvarpsgjald og innheimta þess.

17. gr.

Eigandi viðtækis, sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins, skal greiða afnotagjald, útvarpsgjald, of hverju tæki, sbr. þó 18. gr. Til viðtækja sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins teljast m. a. talstöðvartæki með útbúnað til hljóðvarpsmóttöku og myndskermar sem tengdir eru myndbandstæki eða öðrum tækjum með útbúnað til sjónvarpsmóttöku.

Menntamálaráðherra staðfestir útvarpsgjald að fengnum tillögum útvarpsstjóra.

 

18. gr.

Sá viðtækjaeigandi sem aðeins getur nýtt sér svart/hvíta móttöku sjónvarpsefnis skal greiða 90% útvarpsgjalds og sá sem einungis getur nýtt sér hljóðvarpssendingar skal greiða 30% útvarpsgjalds. Eigandi sem breytir afnotum sínum skal tilkynna það Ríkisútvarpinu þegar í stað.

Aðeins skal greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjölskyldu á heimili. Með heimili er átt við íbúðarhúsnæði, sem útvarpsnotandi býr í sjálfstætt, einn eða ásamt fjölskyldu sinni. Það tekur meðal annars til þess, er útvarpsnotandi býr einn í leiguherbergi. Í því sambandi, sem hér um ræðir, telst sumarbústaður hluti of heimili. Ef viðtæki er notað með leiðslum til annarra heimila, telst hvert heimili útvarpsnotandi, sem þannig hagnýtir sér útsendingar Ríkisútvarpsins. Viðtæki í einkabifreiðum telst heimilisviðtæki notanda. Af viðtækjum í öðrum bifreiðum og vélknúnum tækjum skal greiða fullt gjald.

Sjúkrahús, heilsuhæli, vistheimili, dvalar- og elliheimili og sjúkradeildir slíkra stofnana, skólar, aðrar stofnanir og fyrirtæki skulu greiða 50% útvarpsgjald of hverju aukasjónvarps­tæki í samfelldri notkun í eigu stofnunarinnar og 15% útvarpsgjald of hverju aukahljóð­varpstæki, en ekki línum frá þeim til annarra vistarvera. Vistmenn dvalar- og elliheimila með eigin viðtæki i notkun þar, greiði ekki útvarpsgjöld of þeim. Starfsfólk, sem býr í slíkum stofnunum, greiði gjald eftir almennum reglum. Það teljast sjálfstæð útvarpsnot, ef útvarp er tengt með línu til vistarvera starfsmanna þessara frá viðtæki í eigu stofnunarinnar.

Gistihús skulu greiða 25% útvarpsgjald of hverju aukasjónvarpstæki og 7 1/2 % útvarps­gjald of hverju aukahljóðvarpstæki, en ekki línum of þeim til annarra vistarvera.

Ef stofnun, gistihús eða annað fyrirtæki, sbr. 3. mgr. og 4. mgr. hér að framan, er til húsa á fleiri en einum stað, skal hver staður talinn sjálfstæð stofnun eða fyrirtæki.

Af viðtækjum í skipum skal greiða í samræmi við almennar reglur. Af viðtækjum í skipum í millilandasiglingum skal greiða hálft almennt gjald. Af viðtækjum í fiskiskipum, sem um lengri tíma veiða á fjarlægum miðum, er heimilt að lækka gjald með hliðsjón of þeim aðstæðum.

Veita skal þeim elli- og örorkulífeyrisþega, sem býr einn og fær uppbót á lífeyri Sinn samkvæmt reglugerð nr. 351/1977 um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir samkvæmt 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971, með síðari breytingum, undanþágu frá greiðslu útvarpsgjalds of viðtæki í hans eigu, enda sé viðtækið hagnýtt til einkanota. Undanþága frá greiðslu útvarpsgjalds tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að tilkynning berst Ríkisútvarpinu um að viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi njóti uppbóta á lífeyri samkvæmt fyrrnefndri reglugerð.

Útvarpsstjóri ákveður undanþágu blindra manna frá greiðslu útvarpsgjalds vegna hagnýtingar á hljóðvarpssendingum Ríkisútvarpsins að fengnum tillögum samtaka blindra.

 

19. gr.

Gjalddagar útvarpsgjalds skulu vera 2 eða fleiri á ári samkvæmt nánari ákvörðun Ríkisútvarpsins. Eindagi skal vera 3 vikum eftir hvern gjalddaga.

Fyrsta virkan dag eftir eindaga leggst á útvarpsgjald 10% álag vegna kostnaðar við innheimtu.

Dráttarvextir, sem vera skulu jafnháir og almennir mánaðarlegir dráttarvextir utan innlánsstofnana lögum samkvæmt, reiknast frá og með næsta degi eftir eindaga. Útvarpsgjaldi ásamt dráttarvöxtum, öðru vangreiðsluálagi og öllum innheimtukostnaði

fylgir lögveðsréttur í viðkomandi viðtæki sem helst þótt eigendaskipti verði. Gengur veðið fyrir hvers konar eldri sem yngri samningsveðum, dómveðum og öðrum höftum sem á viðtæki kunna að hvíla, nema eignarréttarfyrirvörum. Lögveðið helst í þrjú ár frá gjalddaga.

Útvarpsgjaldi ásamt dráttarvöxtum, öðru vangreiðsluálagi og öllum innheimtukostnaði fylgir lögtaksréttur samkvæmt 1. gr. laga nr. 29/1885 um lögtak og fjárnám án undanfarins dóms eða sáttar, sbr. og 2. mgr. 29. gr. útvarpslaga. Meðan lögtaksréttur helst má selja viðtæki það, sem lögveð hefur stofnast í, á uppboði án undangengins lögtaks, enda sé fylgt ákvæðum laga nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks að því er varðar greiðsluáskorun og tilkynningu til skrásetts eiganda lögveðsins um að óskað verði uppboðs.

Þegar mánuður er liðinn frá eindaga útvarpsgjalda getur innheimtustjóri krafist lögtaks fyrir ógreiddum gjöldum ásamt vöxtum og kostnaði og skal úrskurður auglýstur eins og fyrir er mælt um opinber gjöld.

 

20. gr.

Hver sá, er fæst við sölu viðtækja, sbr. 1. mgr. 17. gr., skal tilkynna innheimtudeild Ríkisútvarpsins á eyðublöðum sem Ríkisútvarpið lætur í té hverjir séu kaupendur. Tilkynningarnar skal senda Ríkisútvarpinu í 1. viku næsta mánaðar eftir sölumánuð.

Þegar eigendaskipti verða að viðtæki, skal nýr eigandi, svo og sá sem of hendi lætur, tilkynna innheimtudeild Ríkisútvarpsins eigendaskiptin þegar í stað. Eigendur viðtækja bera persónulega ábyrgð á greiðslu gjalda of þeim, sem a hafa fallið áður en tilkynning um eigendaskipti hefur borist Ríkisútvarpinu.

Tilkynningar skv. 1. og 2. mgr. skulu greina dagsetningu sölu eða annarrar eignayfir­færslu, fullt nafn og heimilisfang bæði þess, er viðtæki lætur of hendi, og þess, er við tekur, nafnnúmer hins nýja eiganda, svo og tegund og framleiðslunúmer viðtækis. Tilkynning skal undirrituð bæði of þeim, er viðtæki lætur of hendi og hinum nýja eiganda þess.

Hver sá, er fæst við sölu hljóðvarps- og sjónvarpstækja, eða annarra tækja er nota má til hljóðvarps- eða sjónvarpsmóttöku, skal tilkynna Ríkisútvarpinu þegar í stað, er harm hefur þau störf.

 

21. gr.

Ríkisútvarpið heldur skrá yfir öll viðtæki sem notuð eru hér á landi og í íslenskum skipum og flugvélum og nota má til móttöku útvarpsefnis.

Í skránni skal greina:

1. Skráningarnúmer, sem auðkennir hvert tæki. 2. Tegund viðtækis og framleiðslunúmer.

3. Dagsetningu frumskráningar.

4. Fullt nafn, nafnnúmer og heimilisfang eiganda.


5. Dagsetningu eigendaskipta, með hverjum hætti sem verða, og upplýsingar um nýjan eiganda, eins og segir í 4. tölulið. Einnig skal greina hvaða dag tilkynning um eigendaskipti barst Ríkisútvarpinu.

Afmá skal viðtæki of skrá, ef sönnur, sem innheimtustjóri metur gildar, eru á það færðar að tækið sé orðið ónýtt eða verði of öðrum ástæðum ekki lengur notað til móttöku útsendingar Ríkisútvarpsins.

Tilkynna skal Ríkisútvarpinn skriflega uppsögn á útvarpsnotum. Gjaldskylda fellur niður, þegar tilkynning berst Ríkisútvarpinu. Lækkun afnotagjalda Ríkisútvarpsins vegna tímabundinnar innsiglunar viðtækis er því aðeins vent að innsiglun skal vera í þrjá mánuði hið skemmsta. Gjald fyrir innsiglun skal vera sem svarar útvarpsgjaldi í einn mánuð þegar innsiglun á sér stað.

 

22. gr.

Innheimtudeild Ríkisútvarpsins hefur með höndum innheimtu útvarpsgjalds of viðtækj­um. Innheimtudeildin hefur eftirlit með því að fullnægt sé fyrirmælum útvarpslaga og reglugerðar þessarar um tilkynningar viðtækja og annast könnun í því skyni.

Innheimtudeild heldur skrá samkvæmt 21. gr. og aðrar nauðsynlegar skrár yfir viðtæki og gjaldendur.

 

23. gr.

Innheimtustjóri getur innsiglað eða látið innsigla viðtæki:

1. Ef það er hagnýtt til móttöku án þess að það hafi verið tilkynnt til Ríkisútvarpsins, 2. ef vanskil eru orðin á greiðslu útvarpsgjalds,

3. ef hlutaðeigandi aðili hefur sagt upp útvarpsnotum.

Nú eru fyrir hendi skilyrði samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. eða gert hefur verið lögtak í viðtæki fyrir vangreiddu útvarpsgjaldi, eða skilyrði til sölu viðtækis á uppboði án undangengins uppboðs og getur þá innheimtustjóri tekið eða látið taka viðtækið úr vörslu eiganda eða annars vörslumanns.

Viðkomandi héraðsdómari kveður upp dómsúrskurð ef nauðsyn ber til vegna framan­greindra framkvæmda.

Heimildarlaust rof á innsigli varðar refsingu eftir 113. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Þegar viðtæki er innsiglað eða tekið úr vörslu samkvæmt framansögðu, ber eiganda eða umráðamanni að greiða allan áfallinn kostnað of því.

Nú hefur viðtæki verið innsiglað eða tekið úr vörslu vegna vanskila og skal þá því aðeins fella hömlur þessar niður, að full skil hafi verið gerð.

 

VI. KAFLI

Framkvæmdasjóður.

24. gr.

Í framkvæmdasjóð Ríkisútvarpsins skal leggja 10% of brúttótekjum stofnunarinnar. Aðflutningsgjöld of hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau skulu renna óskipt í sjóðinn.

Fé framkvæmdasjóðs skal verja til að tryggja viðunandi húsnæði, tækjakost og dreifikerfi Ríkisútvarpsins.

Útvarpsstjóri annast fjárreiður framkvæmdasjóðs.


 

VII. KAFLI

Ýmis ákvæði.

25. gr.

Ríkisútvarpið skal stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu.

Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi Ríkisútvarpsins skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmálstexti á íslensku, eftir því sem við á hverju sinni. Það skal þó ekki eiga við þegar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni, er sýnir atburði, sem gerast í sömu andrá. Í síðastgreindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular.

Allt íslenskt tal og texti í dagskrám Ríkisútvarpsins skal vera á lýtalausu máli.

 

26. gr.

Ríkisútvarpið skal varðveita í a. m. k. 18 mánuði upptöku of öllu frumsömdu útsendu efni. Þó skal heimilt að varðveita fréttir í handriti. Allt annað útsent efni, þ. á. m. þular- og dagskrárkynningar, skal varðveita í a. m. k. 3 mánuði. Ríkisútvarpinu ber að stuðla að því að frumflutt dagskrárefni stofnunarinnar verði varðveitt til frambúðar.

Skylt er að láta þeim sem telur misgert við sig í útsendingu, í té afrit upptöku þeirrar útsendingar, ef harm krefst þess skriflega meðan varðveisluskylda á viðkomandi efni helst, enda greiði harm innkaupsverð mynd- eða hljóðbands þess sem honum er látið í té.

 

27. gr.

Vanræksla á tilkynningum samkvæmt 20. gr. varðar sektum. Brot gegn öðrum ákvæðum reglugerðar þessarar varðar refsingu samkvæmt lögum.

 

28. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 38. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 23. júlí 1986.

 

Sverrir Hermannsson.

Knútur Hallsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica