Menntamálaráðuneyti

478/1986

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Ríkisútvarpið nr. 357/1986. - Brottfallin

1. gr.

7. mgr. 18. gr. orðist svo:

Veita skal þeim elli- og örorkulífeyrisþegum, sem njóta uppbótar (frekari uppbótar) á lífeyri Sinn samkvæmt 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 351/1977 um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir samkvæmt 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971, með síðari breytingum, undanþágu frá greiðslu útvarpsgjalds of viðtæki í hans eigu, enda sé viðtækið hagnýtt til einkanota. Undanþága frá greiðslu útvarpsgjalds tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að tilkynning berst Ríkisútvarpinu um að viðkomandi elli- og örorkulífeyrisþegi njóti uppbóta á lífeyri samkvæmt fyrrnefndu reglugerðarákvæði.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 38. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 sbr. 1. gr. laga um breyting á útvarpslögum nr. 40/1986 og öðlast þegar gildi.

 

Menntarnálaráðuneytið, 27. nóvember- 1986.

 

Sverrir Hermannsson.

Knútur Hallsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica