Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

449/2012

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 461/2003 um slátrun og meðferð sláturafurða. - Brottfallin

1. gr.

Kaflar I, III, IV, V, VI og viðauki 1 falla brott. Þá fellur jafnframt brott 3. mgr. 3. gr., 4. gr. og 2., 3., 4. og 5. mgr. 5. gr. í kafla II.

2. gr.

Ný 1. mgr. 5. gr. hljóðar svo:

Til að öðlast löggildingu skal fyrirtækið uppfylla viðeigandi kröfur í reglugerðum nr. 103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli, með síðari breytingum og nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997, um slátrun og sláturafurðir, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. maí 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica