Landbúnaðarráðuneyti

739/2006

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins nr. 282/2004 um að taka upp vottorð til að tilkynna um komu dýra til Bandalagsins frá þriðju löndum og um heilbrigðiseftirlit með þeim og reglugerðar Evrópusambandsins nr. 585/2004 um breytingu á reglugerð Evrópusambandsins nr. 282/2004. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 282/2004 frá 19. febrúar 2004 um að taka upp vottorð til að tilkynna um komu dýra til Bandalagsins frá þriðju löndum og um heilbrigðiseftirlit með þeim, og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 585/2004 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 282/2004, sem vísað er til í 117. lið, undirkafla 1.2. í kafla 1 í I. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2005 frá 12. febrúar 2005 um breytingu á I. viðauka (heilbrigði dýra og plantna), skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka samningsins, bókun um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 282/2004 er birt sem fylgiskjal A með reglugerð þessari. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 585/2004 er birt sem fylgiskjal B með reglugerð þessari.

3. gr.

Landbúnaðarstofnun fer með framkvæmd eftirlits sem kveðið er á um í þessari reglugerð samkvæmt lögum nr. 80, 24. maí 2005 um Landbúnaðarstofnun. Um er að ræða heilbrigðiseftirlit með eldisdýrum og afurðum þeirra, eins og eldisdýr eru skilgreind í lögum nr. 60, 14. júní 2006 um varnir gegn fisksjúkdómum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 54, 16. maí 1990, um innflutning dýra, með síðari breytingum, lögum nr. 25, 7. apríl 1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum nr. 60, 14. júní 2006, um varnir gegn fisksjúkdómum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 15. ágúst 2006.

F. h. r.

Níels Árni Lund.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica