Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

488/2020

Reglugerð um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2130 um að koma á ítarlegum reglum um þá starfsemi sem á að fara fram á meðan og á eftir sannprófun skjala, sannprófun auðkenna og eftirliti með ástandi dýra og vara sem falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 5/2020, frá 7. febrúar 2020, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/2130 frá 25. nóvember 2019 um að koma á ítarlegum reglum um þá starfsemi sem á að fara fram á meðan og á eftir sannprófun skjala, sannprófun auðkenna og eftirliti með ástandi dýra og vara sem falla undir opinbert eftirlit á landamæraeftirlitsstöðvum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 26, frá 23. apríl 2020, bls. 927.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

 

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur brott reglugerð nr. 739/2006 að undan­skildu ákvæði 9. gr. reglugerðar (EB) nr. 136/2004 sem heldur gildi sínu til og með 20. apríl 2021 að því er varðar skrána yfir lönd sem hafa hlotið leyfi og eru tilgreind í V. viðauka við þá reglugerð.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. maí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica