Landbúnaðarráðuneyti

784/2000

Reglugerð um (1. ) breytingu á reglugerð nr. 479/1995 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins og um takmörkun á innflutningi afurða dýra, sem fengið hafa vaxtaraukandi e - Brottfallin

784/2000

REGLUGERÐ
um (1. ) breytingu á reglugerð nr. 479/1995 um varnir gegn því að
dýrasjúkdómar berist til landsins og um takmörkun á innflutningi
afurða dýra, sem fengið hafa vaxtaraukandi efni.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

1. Stafliður i orðast svo:
Notaðar landbúnaðarvélar og áhöld, þar með taldar hestakerrur.
2. Nýr stafliður k orðast svo:

Leiki rökstuddur grunur á því að aðrar notaðar vélar og tæki hafi verið notuð í landbúnaði skal yfirdýralækni tilkynnt um innflutninginn. Ekki skal afgreiða vöruna fyrr en yfirdýralæknir hefur gefið samþykki sitt.


2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr nr. 66/1998, með síðari breytingum, lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993, með síðari breytingum, og lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993 með síðari breytingum og í samræmi við tilskipun nr. 98/34/EB um reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða og öðlast gildi þegar í stað.


Landbúnaðarráðuneytinu, 25. október 2000.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica