Við 15. gr. bætist ný málsgr. svohljóðandi:
Ráðherra getur þó heimilað framleiðanda sem flytur á milli lögbýla að flytja með sér jöfnunargreiðslur, enda sé flutningurinn í samræmi við markmið samningsins um framleiðslu sauðfjárafurða er taka til umhverfisverndar, landkosta og landnýtingarsjónarmiða.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.