Innanríkisráðuneyti

885/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins, sett á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 300/2008 frá 11. mars 2008, um sameigin­legar reglur um flugvernd, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans og breytist 1. mgr. 61. gr. reglugerðar­innar í samræmi við það:

C(2014)3870, lokaútgáfa frá 17. júní 2014 sem breytir ákvörðun C(2010)774, er varðar skýringu, samræmingu og einföldun á notkun sprengjuleitarbúnaðar, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 64/2015 frá 20. mars 2015.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 23. september 2015.

F. h. r.

Þórunn J. Hafstein.

Skúli Þór Gunnsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica