1. gr.
Í stað orðanna "Flugmálastjórn Íslands" eða "Flugmálastjórn" í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.
2. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, og breytist 1. mgr. 61. gr. reglugerðarinnar í samræmi við það:
v. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 104/2013 frá 4. febrúar 2013 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 185/2010 að því er varðar skimun farþega og annarra einstaklinga en farþega með snefilgreiningartæki fyrir sprengiefni (ETD) ásamt því að nota handmálmleitartæki (HHMD), birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 64, 14. nóvember 2013, bls. 336-337, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 203/2013 frá 8. nóvember 2013; |
x. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 654/2013 frá 10. júlí 2013 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 varðandi gátlista vegna fullgildingar ESB flugverndar fyrir aðila frá þriðju ríkjum, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 23, 10. apríl 2014, bls 4, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 24/2014 frá 14. febrúar 2014 um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins; |
y. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1082/2012 frá 9. nóvember 2012 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 varðandi ESB fullgildingu flugverndar, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 12, 27. febrúar 2014, bls. 164, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 24/2014 frá 14. febrúar 2014 um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins; |
z. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1116/2013 frá 6. nóvember 2013 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 til þess að samræma og einfalda tilteknar flugöryggisráðstafanir, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 36, 12. júní 2014, bls. 196, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2014 frá 16. maí 2014 um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins; |
þ. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1103/2013 frá 6. nóvember 2013 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 varðandi viðurkenningu flugverndarráðstafana þriðju ríkja, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 36, 12. júní 2014, bls. 194, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2014 frá 16. maí 2014 um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins; |
æ. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 278/2014 frá 19. mars 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 er varðar skýringu, samræmingu og einföldun á notkun sprengjuleitarbúnaðar, óbirt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2014 frá 24. október 2014 um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins. |
ö. |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 687/2014 frá 20. júní 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 hvað varðar skýringu, samræmingu og einföldun flugverndarráðstafana, sambærilegar kröfur um flugvernd og flugverndarráðstafanir í tengslum við flugfrakt og póst, óbirt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2014 frá 12. desember 2014 um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins. |
Með reglugerð þessari öðlast jafnframt gildi hér á landi eftirfarandi ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, settar á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 300/2008 frá 11. mars 2008, um sameiginlegar reglur um flugvernd, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2013)511, lokaútgáfa frá 4. febrúar 2013 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar skimun á farþegum og fólki öðru en farþegum með sprengjuleitartæki, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 203/2013 frá 8. nóvember 2013;
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2013)7275, lokaútgáfa frá 26. nóvember 2013 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar skýringu, samræmingu og einföldun tiltekinna flugverndarráðstafana, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2014 frá 16. maí 2014;
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2013)2045, lokaútgáfa frá 17. apríl 2013 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar skimun vökva, úðaefnis og gels á flugvöllum Evrópusambandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2014 frá 14. febrúar 2014;
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2013)4180, lokaútgáfa frá 9. júlí 2103 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar nákvæmar kröfur fyrir innleiðingu á grunnkröfum um flugvernd varðandi flugfrakt og póst, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2014 frá 14. febrúar 2014;
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2014)1635, lokaútgáfa frá 17. mars 2014 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar skýringu, samræmingu og einföldun á notkun sprengjuleitarbúnaðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2014 frá 24. október 2014;
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2014)1200, lokaútgáfa frá 5. mars 2014 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd hvað varðar flutning á flugfarmi og pósti, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 233/2014 frá 24. október 2014;
Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2014)4054, lokaútgáfa frá 20. júní 2014 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/774/EB að því er varðar skýringu, samræmingu og einföldun flugverndarráðstafana og hvað varðar flugfrakt og póst inn í Evrópusambandið, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2014 frá 12. desember 2014.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 70. gr. og 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 28. janúar 2015.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.