Innanríkisráðuneyti

694/2014

Reglugerð um gildistöku tilskipana 2004/36/EB og 2008/49/EB um öryggi loftfara frá þriðju löndum sem nota flugvelli Bandalagsins. - Brottfallin

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi tilskipanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/36/EB frá 21. apríl 2004, um öryggi loftfara frá þriðju löndum sem nota flugvelli Bandalagsins, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7, 2. febrúar 2012, bls. 214, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 163/2011 frá 19. desember 2011, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 15, 15. mars 2012, bls. 58.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/49/EB frá 16. apríl 2008 um breytingu á viðauka II við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/36/EB að því er varðar viðmiðanir fyrir framkvæmd skoðana á hlaði á loftförum sem nota flugvelli Bandalagsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr., 27. gr., 7. mgr. 28. gr., 136. gr. a og 2. mgr. 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og 5. mgr. 2. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi skal falla úr gildi 28. október 2014.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júlí 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica