1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að koma á sameiginlegu gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu.
2. gr.
Gildissvið.
Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 1794/2006 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu, með síðari breytingum.
3. gr.
Lögbært yfirvald.
Flugmálastjórn Íslands telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari.
4. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
5. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Með þessari reglugerð fellur úr gildi reglugerð nr. 1020/2008 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu.
Innanríkisráðuneytinu, 2. desember 2011.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.