1. gr.
3. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:
Aðlögunarfrestur.
Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. frestast gildistaka:
a) |
ákvæða í I. viðauka (M-hluta) í fylgiskjali I, að því er varðar loftför, sem ekki eru notuð í flutningaflugi, til 28. september 2009; |
|
b) |
eftirfarandi ákvæða, þar sem fram koma kröfur um að fara eigi eftir III. viðauka (66. hluta), að því er varðar loftför, sem eru ekki notuð í flutningaflugi, að undanskildum stórum loftförum, til 28. september 2010: |
|
- g-lið M.A.606 og 2. lið b-liðar M.A.801 við I. viðauka (M-hluta) í fylgiskjali I; |
||
- g- og h-lið 145.A.30 við II. viðauka (145. hluta) í fylgiskjali I. |
Að því er varðar loftför, sem eru ekki notuð í flutningaflugi, skulu öll lofthæfistaðfestingarvottorð eða sambærileg skjöl, sem gefin eru út í samræmi við almennar reglur um lofthæfi og voru í gildi 28. september 2008, vera í gildi uns gildistími þeirra er útrunninn eða til 28. september 2009, hvort sem gerist fyrst. Þegar gildistími lofthæfistaðfestingarvottorðs er útrunninn er Flugmálastjórn Íslands heimilt að gefa það aftur út, eða sambærilegt skjal, tvisvar sinnum, til eins árs í senn, þó ekki lengur en til 28. september 2011. Frekari endurútgáfa eða framlenging er ekki leyfileg.
2. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1056/2008 frá 27. október 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði, birt sem fylgiskjal III við reglugerð þessa, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 70/2009 frá 29. maí 2009.
3. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. mgr. 28. gr. og 28. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 23. september 2009.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)