1. gr.
Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að kveða á um kröfur til öryggiseftirlits með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar fyrir almenna flugumferð.
2. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um eftirlit með flugleiðsöguþjónustu og rekstrarstjórnun flugumferðar og tekur ekki til herflugs eða herþjálfunarflugs.
3. gr.
Eftirlitsstjórnvald.
Innlent eftirlitsstjórnvald samkvæmt reglugerð þessari er Flugmálastjórn Íslands. Flugmálastjórn Íslands annast tilkynningar til Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli reglugerðarinnar.
4. gr.
Tilvísanir til annarra reglugerða.
Í fylgiskjali I við reglugerð þessa er vísað til fjölmargra reglugerða Evrópubandalagsins á sviði flugleiðsögu sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt. Tilvísanir eru þessar:
5. gr.
Rekstrarfyrirmæli.
Rekstrarfyrirmæli í formi tilskipunar um öryggi, samkvæmt 12. gr. fylgiskjals I, skal gefa út í samræmi við 1. mgr. 84. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.
6. gr.
Gildistaka.
Með reglugerð þessari öðlast gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1315/2007 frá 8. nóvember 2007 um öryggiseftirlit með rekstrarstjórnun flugumferðar og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2096/2005, sem er meðfylgjandi reglugerð þessari merkt fylgiskjal I, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2008.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 57. gr. a., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 18. mars 2009.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjal.(sjá PDF-skjal)