1. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 167/2004, frá 3. desember um að fella inn í EES-samninginn og taka upp í innlendan rétt ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2422/2001 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði.
2. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2422/2001 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði, merkt fylgiskjal I, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn, nr. 167/2004, frá 3. desember 2004, merkt fylgiskjal II.
Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 809/2004 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. gr. laga nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Iðnaðarráðuneytinu, 15. september 2006.
Jón Sigurðsson.
Kristján Skarphéðinsson.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)