1. gr.
Heiti reglugerðar nr. 819/2010 verður: Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (EB) nr. 106/2008 frá 15. janúar 2008 um áætlun Sambandsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði.
2. gr.
Við 2. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB), sem vísað er til á eftir lið 30 í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2014, frá 25. september 2014, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af framangreindum viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (ESB) nr. 174/2013, frá 5. febrúar 2013, um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (EB) nr. 106/2008 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði.
3. gr.
Við 3. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (ESB) nr. 174/2013 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64/2014, 30. október 2014, bls. 340.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 8. gr. laga nr. 72/1994, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi eldri reglugerð nr. 831 frá 15. september 2006.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. desember 2014. |
F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, |
Ingvi Már Pálsson. |
Erla Sigríður Gestsdóttir.