Iðnaðarráðuneyti

819/2010

Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (EB) nr. 106/2008 frá 15. janúar 2008 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði.

1. gr.

Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2010 frá 11. júní 2010, um að fella inn í EES-samninginn og taka upp í innlendan rétt ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (EB) nr. 106/2008 frá 15. janúar 2008 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði.

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (EB) nr. 106/2008 frá 15. janúar 2008 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn, nr. 69/2010, frá 11. júní 2010.

3. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar og ráðsins (EB) nr. 106/2008 frá 15. janúar 2008 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 56/2010, 7. október 2010, bls. 294.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. gr. laga nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl., með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 21. október 2010.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Guðjón Axel Guðjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica