Reglugerð þessi tekur til bólusetninga (ónæmisaðgerða) og framkvæmdar þeirra á Íslandi. Allar bólusetningar skal skrá. Sóttvarnalæknir er ábyrgur fyrir því að halda skrá um bólusetningar. Sóttvarnalæknir skipuleggur og samræmir bólusetningar um land allt.
Bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Börnum með lögheimili hér á landi skal boðin bólusetning gegn eftirtöldum sjúkdómum þeim að kostnaðarlausu:
![]() |
1. | barnaveiki |
![]() |
2. | hettusótt |
![]() |
3. | H. influenzae b sjúkdómi |
![]() |
4. | kíghósta |
![]() |
5. | mænusótt |
![]() |
6. | mislingum |
![]() |
7. | rauðum hundum |
![]() |
8. | stífkrampa |
Bólusetningum fullorðinna er ætlað að viðhalda endingu barnabólusetninga eða bæta slíka bólusetningu hafi hún ekki verið gerð á barnsaldri. Skal fullorðnum gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöldum sjúkdómum:
![]() |
1. | stífkrampa |
![]() |
2. | barnaveiki |
![]() |
3. | lömunarveiki |
Öllum sem eru 60 ára að aldri eða eldri eða eru í sérstökum áhættuhópum skal gefinn kostur á bólusetningum gegn eftirtöldum sjúkdómum:
![]() |
1. | inflúensu |
![]() |
2. | pneumókokkasýkingum |
Greiðsluhlutdeild fullorðinna samkvæmt þessari grein skal fylgja lögum og reglugerðum um almannatryggingar.
Bólusetningar vegna opinberra sóttvarnaráðstafana skv. 12. gr. sóttvarnalaga þegar hætta er á alvarlegum farsóttum vegna eftirtalinna sjúkdóma eða þegar sérstök smithætta er fyrir hendi innan lands skal vera mönnum að kostnaðarlausu:
![]() |
1. | berklaveiki |
![]() |
2. | lifrarbólgu A |
![]() |
3. | lifrarbólgu B |
![]() |
4. | meningókokka sjúkdómi |
![]() |
5. | öðrum sjúkdómum sem unnt er og brýnt að beita virkri bólusetningu gegn. |