1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
2. gr.
15. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sjúkratryggingum Íslands er heimilt, sbr. IV. kafla laga um sjúkratryggingar, að semja við heilbrigðisstofnun um að taka að sér þann þátt sjúkratrygginga sem lýtur að greiðslu kostnaðar vegna leyfisskyldra lyfja, "S"-merktra lyfja í lyfjaverðskrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd, og lyfja sem gefin eru á göngudeild eða dagdeild og inniliggjandi sjúklingum á heilbrigðisstofnunum.
Sjúkratryggður einstaklingur greiðir ekkert gjald vegna "S"-merkts lyfs sem lyfjagreiðslunefnd hefur samþykkt greiðsluþátttöku fyrir, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 353/2013 um lyfjagreiðslunefnd.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2019.
Velferðarráðuneytinu, 14. desember 2018.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Áslaug Einarsdóttir.