1. gr.
21. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu, vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðisráðherra skipar fagráð sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar. Í fagráðinu situr einn fulltrúi frá hverri heilbrigðisstofnun sem rekur heilsugæslustöð, einn fulltrúi frá sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvum, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri ásamt forstöðumanni Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar sem veitir fagráðinu forystu. Fagráðið starfar innan Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 17. maí 2018.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.
Vilborg Ingólfsdóttir.