1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
Veiti lyfjabúð sjúkratryggðum afslátt frá greiðsluþátttökuverði skal tilkynna Sjúkratryggingum Íslands um afsláttinn og reiknar stofnunin gjald sjúkratryggðs miðað við þrepastöðu viðkomandi.
2. gr.
4. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:
Hagkvæmustu pakkningar í flokknum M 05 B eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti í pakkningu og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda dagskammta á greiðsluþátttökuverði: 47 kr. eða lægra.
Hagkvæmustu pakkningar í flokknum N 05 A eru metnar út frá verði á skilgreindum dagskammti í pakkningu skammtaðra lyfjaforma og taka sjúkratryggingar þátt í greiðslu þeirra pakkninga sem innihalda dagskammta á greiðsluþátttökuverði: 605 kr. eða lægra.
4. gr.
1. tölul. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Í lausasölulyfjum sem lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að veita almenna greiðsluþátttöku. Miðað er við stærstu pakkningar til nota í langtímameðferð. Ef þeim er ávísað með lyfseðli, þá er greitt skv. 4. gr.
5. gr.
Á eftir orðinu "göngudeild" í lok 1. mgr. 15. gr. kemur: eða dagdeild og inniliggjandi sjúklingum á heilbrigðisstofnunum.
6. gr.
Á eftir orðunum "laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum" í fyrri málsl. 18. gr. reglugerðarinnar kemur: og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum.
7. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, og 43. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2015.
Velferðarráðuneytinu, 19. desember 2014.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Sveinn Magnússon.