1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:
a. 4. mgr. verður svohljóðandi:
Þegar sjúkratryggður hefur greitt 69.416 kr. fær viðkomandi fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga það sem eftir er af tólf mánaða tímabilinu skv. 6. og 11. gr. Til að sporna við of- og misnotkun lyfja er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að binda fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við ákveðinn fjölda lyfja, tiltekin lyf eða lyfjaskammta. Sjúkratryggingar Íslands geta jafnframt sett skilyrði um að notuð séu ódýrustu lyfin hverju sinni ef um er að velja fleiri en eitt lyf með sambærilega verkun. Samþykki fyrir fullri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga skal að jafnaði háð því að notaðar séu hagkvæmustu pakkningastærðir hverju sinni.
b. 6. mgr. verður svohljóðandi:
Þegar aldraður, öryrki, barn eða ungmenni hefur greitt 46.277 kr. fær viðkomandi fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga það sem eftir er af tólf mánaða tímabilinu skv. 6. og 11. gr. Til að sporna við of- og misnotkun lyfja er Sjúkratryggingum Íslands heimilt að binda fulla greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við ákveðinn fjölda lyfja, tiltekin lyf eða lyfjaskammta. Sjúkratryggingar Íslands geta jafnframt sett skilyrði um að notuð séu ódýrustu lyfin hverju sinni ef um er að velja fleiri en eitt lyf með sambærilega verkun. Samþykki fyrir fullri greiðsluþátttöku sjúkratrygginga skal að jafnaði háð því að notaðar séu hagkvæmustu pakkningastærðir hverju sinni.
2. gr.
3. tölul. 2. mgr. 11. gr. fellur brott.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 25. gr., 1. mgr. 29. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi frá og með 1. desember 2013.
Velferðarráðuneytinu, 10. október 2013.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.
Anna Lilja Gunnarsdóttir.