Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

834/2007

Reglugerð um tilnefningu yfirlækna heilsugæslustöðva til að sinna sóttvörnum. - Brottfallin

1. gr.

Ráðherra tilnefnir yfirlækna heilsugæslustöðva samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis sem skulu vera ábyrgir fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi undir stjórn sóttvarnalæknis. Tilnefna má fleiri en einn yfirlækni í hverju sóttvarnaumdæmi.

2. gr.

Eftirfarandi landshlutar eru sóttvarnaumdæmi:

Höfuðborgarsvæðið (Reykjavíkurborg, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær, Kjósar­hreppur, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Sveitarfélagið Álftanes).

Norðurland (frá Húnaþingi vestra til Langanesbyggðar að báðum meðtöldum).

Austurland (frá Vopnafjarðarhreppi til Sveitarfélagsins Hornafjarðar að báðum með­töldum).

Suðurland (frá Skaftárhreppi til Sveitarfélagsins Ölfuss að báðum meðtöldum).

Vestmannaeyjar.

Vesturland (frá Hvalfjarðarsveit til Dalabyggðar að báðum meðtöldum).

Vestfirðir (frá Reykhólahreppi til Strandabyggðar að báðum meðtöldum).

Suðurnes (Keflavíkurflugvöllur, Grindavík, Sandgerði, Sveitarfélagið Garður, Reykja­nes­bær, Sveitarfélagið Vogar og varnarsvæðin á Suðurnesjum samkvæmt varnar­samningi Íslands og Bandaríkjanna).

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 162/2003 um skipan heilsugæslulækna til að sinna sóttvörnum.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 4. september 2007.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica