Velferðarráðuneyti

387/2015

Reglugerð um tilnefningu yfirlækna heilsugæslustöðva til að sinna sóttvörnum.

1. gr.

Ráðherra tilnefnir yfirlækna heilsugæslustöðva samkvæmt tillögu sóttvarnalæknis sem skulu vera ábyrgir fyrir sóttvörnum í sínu umdæmi undir stjórn sóttvarnalæknis. Tilnefna má fleiri en einn yfirlækni í hverju sóttvarnaumdæmi.

2. gr.

Eftirfarandi landshlutar eru sóttvarnaumdæmi:

Höfuðborgarsvæðið (Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnar­fjarðar­kaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og fyrrum sveitarfélagið Þingvalla­sveit).

Vesturland (Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dala­byggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Húna­þing vestra).

Vestfirðir (Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur).

Norðurland (Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyja­fjarðar­sveit, Akureyrarkaupstaður, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þing­eyjar­sveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur og Langa­nes­byggð að frátöldum fyrrum Skeggjastaðahreppi).

Austurland (Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgar­fjarðar­hreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur, Djúpa­vogs­hreppur og fyrrum Skeggjastaðahreppur).

Suðurland (Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Grímsnes- og Grafningshreppur, Blá­skóga­byggð að frátöldu fyrrum sveitarfélaginu Þingvallasveit, Hrunamannahreppur, Sveitar­félagið Árborg, Flóahreppur, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Rangárþing ytra, Rangár­þing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vest­manna­eyja­bær).

Suðurnes (Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær, Grindavíkurbær og Sveitar­félagið Vogar).

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 4. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 834/2007, um tilnefningu yfirlækna til að sinna sóttvörnum.

Velferðarráðuneytinu, 13. apríl 2015.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Vilborg Ingólfsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica