Skilgreiningar.
1. gr.
Með þjónustuhúsnæði aldraðra er átt við sérhannað húsnæði ætlað öldruðum sem ekki eru færir um að annast eigið heimilishald þrátt fyrir aðstoð heimaþjónustu. Þar er varsla allan sólarhringinn og öryggiskerfi í hverri íbúð. Þar er völ á fjölbreyttri þjónustu, s.s. mat, þvotti, þrifum og félagsþjónustu. Þar er aðstaða fyrir læknishjálp, hjúkrun og endurhæfingu.
Dvalarheimili aldraðra teljast þjónustuhúsnæði aldraðra svo og þær íbúðir fyrir aldraða sem fengið hafa rekstrarleyfi sem þjónustuhúsnæði aldraðra.
Einstaklingur sem dvelur í þjónustuhúsnæði aldraðra nefnist vistmaður í reglugerð þessari.
Stofnanir fyrir aldraða sem hafa rekstrarleyfi sem þjónustuhúsnæði aldraðra við gildistöku reglugerðar þessarar eru taldar upp í fylgiskjali. Auglýsingu um ný rekstrarleyfi og breytingar á rekstrarleyfum vegna þjónustuhúsnæðis aldraðra skal birta í Stjórnartíðindum.
2. gr.
Með hjúkrunarrými aldraðra er átt við hjúkrunarrými á öldrunarstofnunum, hjúkrunarheimili ætluð öldruðum svo og hjúkrunardeildir á almennum sjúkrastofnunum. 1 hjúkrunarrými er aðstaða til hjúkrunar- og læknisþjónustu. Þess skal sérstaklega gætt að hjúkrunarrými sé heimilislegt og hlýlegt.
Einstaklingur sem dvelur í hjúkrunarrými aldraðra nefnist langlegusjúklingur í reglugerð þessari.
Stofnanir fyrir aldraða sem hafa rekstrarleyfi fyrir hjúkrunarrými aldraðra við gildistöku reglugerðar þessarar eru taldar upp í fylgiskjali. Auglýsingar um ný rekstrarleyfi og breytingar á rekstrarleyfum vegna hjúkrunarrýmis aldraðra skal birta í Stjórnartíðindum.
3. gr.
Með dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða er átt við daggjald eins og það er ákveðið of daggjaldanefnd sjúkrahúsa, sbr. 46. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum.
II. KAFLI
Greiðsla dvalarkostnaðar í þjónustuhúsnæði.
4. gr.
Nú hefur vistmaður engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga og greiðir Tryggingastofnun ríkisins þá dvalarkostnað hans, sbr. 3. gr.
Bætur vistmannsins frá almannatryggingum skulu renna til greiðslu dvalarkostnaðar hans í þjónustuhúsnæðinu.
Vistmaður getur sótt um mánaðarlegt ráðstöfunarfé frá lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins til viðbótar þeim bótum almannatrygginga sem 2. mgr. fjallar um, sbr. 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum.
5. gr.
Nú hefur vistmaður eigin tekjur (aðrar en bætur almannatrygginga) umfram 15.700 krónur á mánuði og skal hann með þeim tekjum sem umfram eru standa straum af dvalarkostnaði sínum að hluta eða fullu. Þó skal hann í hverjum mánuði aldrei greiða hærri fjárhæð en sem nemur dvalarkostnaði eins og hann er ákveðinn of daggjaldanefnd, sbr. 3. gr.
Tekjuviðmiðun skv. 1. mgr. skal breytast í samræmi við breytingar á tekjutryggingu almannatrygginga.
Nú á vistmaður maka og skulu þá eigin tekjur vistmanns skiptast að jöfnu milli vistmanns og maka. Séu tekjur vistmanns eftir skiptinguna umfram 15.700 krónur skal hann með þeim tekjum sem umfram eru standa straum of dvalarkostnaði sínum, sbr. 1. mgr.
6. gr.
Nú ná eigin tekjur vistmanns ekki 15.700 krónur á mánuði og greiðir Tryggingastofnun ríkisins þá dvalarkostnað hans, sbr. 3. gr.
Bætur vistmanns frá almannatryggingum skulu renna til greiðslu dvalarkostnaðar hans í þjónustuhúsnæðinu.
Nú hefur vistmaður eigin tekjur sem ekki ná mánaðarlegu ráðstöfunarfé skv. 19. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum og er þá lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins heimilt að greiða honum mismuninn.
7. gr.
Er nýr vistmaður kemur til dvalar í þjónustuhúsnæði aldraðra skulu stjórnendur stofnunarinnar óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að hún kanni hvort viðkomandi skuli taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar sbr. 5. gr.
8. gr.
Hafi vistmaður engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga skal hann gefa stofnuninni umboð til að taka við fyrir sína hönd greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins vegna dvalarinnar, sbr. 4. gr.
Hafi vistmaður eigin tekjur (aðrar en bætur almannatrygginga) skal hann gefa stofnun þeirri sem hann dvelur á umboð til að taka við bótum almannatrygginga upp í greiðslu dvalarkostnaðar. Stofnunin innheimtir hjá vistmanni sjálfum það sem á vantar upp í dvalarkostnað skv. ákvörðun daggjaldanefndar, sbr. 3. gr. reglugerðar þessarar. Þess skal ætíð gætt að hinn aldraði haldi eftir lágmarksupphæð skv. 5. gr.
III. KAFLI
Greiðsla dvalarkostnaðar í hjúkrunarrými.
9. gr.
Nú hefur langlegusjúklingur engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga og greiðir sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins þá dvalarkostnað hans, sbr. 3. gr.
Bætur langlegusjúklings frá lífeyristryggingum almannatrygginga falla niður ef dvölin verður lengri en fjórir mánuðir, sbr. lokamálsgrein 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum. Hafi langlegusjúklingur komið úr þjónustuhúsnæði skulu bætur almannatrygginga falla niður þegar samanlögð dvöl í þjónustuhúsnæði og hjúkrunarrými nær fjórum mánuðum.
Langlegusjúklingurinn getur sótt um mánaðarlegt ráðstöfunarfé frá lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins sbr. lokamálsgrein 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum.
10. gr.
Nú hefur langlegusjúklingur eigin tekjur umfram 13.200 krónur á mánuði. Frá þeim tíma sem bætur almannatrygginga falla niður skal hann með þeim tekjum sem umfram eru taka þátt í dvalarkostnaði. Þó skal hann í hverjum mánuði aldrei greiða hærri fjárhæð en sem nemur dvalarkostnaði í þjónustuhúsnæði aldraðra eins og hann er ákveðinn of daggjaldanefnd, sbr. 3. gr.
Tekjuviðmiðun skv. 1. mgr. skal breytast í samræmi við breytingar á tekjutryggingu almannatrygginga.
Nú á langlegusjúklingur maka og skulu þá eigin tekjur langlegusjúklingsins skiptast að jöfnu mini hans og maka. Séu tekjur langlegusjúklings eftir skiptinguna hærri en 13.200 krónur skal hann með þeim tekjum sem umfram eru taka þátt í dvalarkostnaði sínum sbr. 1. mgr.
11. gr.
Nú hefur langlegusjúklingur eigin tekjur sem ekki ná mánaðarlegu ráðstöfunarfé skv. lokamálsgrein 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum og er þá lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins heimilt að greiða honum mismuninn.
12. gr.
Er nýr langlegusjúklingur leggst inn í hjúkrunarrými aldraðra skulu stjórnendur stofnunarinnar óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að hún kanni hvort viðkomandi skuli taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar skv. 10. gr.
13. gr.
Í byrjun hvers mánaðar skal stofnun innheimta hjá langlegusjúklingi, sbr. 12. gr., hlut hans í dvalarkostnaði nýliðins mánaðar. Stofnunin skal gera Tryggingastofnun ríkisins skil á innheimtu vegna nýliðins mánaðar fyrir 15. næsta mánaðar.
Nú vanrækir stofnun þessa innheimtu og er Tryggingastofnun þá heimilt að halda eftir samsvarandi hluta of mánaðarlegum greiðslum til viðkomandi stofnunar.
IV. KAFLI
Greiðsla dvalarkostnaðar í hjúkrunarrými á stofnunum sem reknar eru með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði skv. fjárlögum hverju sinni.
14. gr.
Langlegusjúklingur sem hefur eigin tekjur umfram 13.200 krónur og dvelur í hjúkrunarrými á stofnun sem rekin er með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði skv. fjárlögum hverju sinni skal taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar eftir reglum 10. gr.
Sama máli gegnir um aldraðan einstakling sem dvalið hefur svo lengi á almennri sjúkrastofnun að greiðslur almannatryggingabóta skv. lokamálsgrein 51. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari breytingum eru fallnar niður.
15. gr.
Þegar langlegusjúklingur hefur verið svo lengi á sjúkrastofnun sem rekin er með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði skv. fjárlögum hverju sinni, að reglur 14. gr. um greiðsluþátttöku eiga við, skulu stjórnendur stofnunarinnar óska eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að hún kanni hvort viðkomandi skuli taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar skv. 10. gr.
16. gr.
Í byrjun hvers mánaðar skal stofnun innheimta hjá langlegusjúklingi, sbr. 14. og 15. gr., hlut bans í dvalarkostnaði nýliðins mánaðar. Tekjur þessar skulu færast í bókhald stofnunar sem sértekjur. Fjármálaráðuneyti er heimilt, skv. upplýsingum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, að halda eftir of beinum fjárframlögum skv. fjárlögum upphæð sem svarar til þessara sértekna.
17. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 30. sbr. 27. gr. laga um málefni aldraðra nr. 82/ 1989, öðlast gildi 1. febrúar 1990.
Reglugerð þessa skal endurskoða eigi síðar en tveimur árum frá gildistöku hennar.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 17. janúar 1990.
Guðmundur Bjarnason.
Páll Sigurðsson
Fylgiskjal:
ÖLDRUNARSTOFNANIR OG HJÚKRUNARRÝMI FYRIR ALDRAÐA,
skv. 18. gr. laga um málefni aldraðra nr. 82/1989 1. janúar 1990.
Hjúkrunarrými á
Þjónustu- Öldrunar- Almennri
húsnæði stofnun sjúkrastofnun
Reykjavíkurhérað
Seljahlíð 78
Dvalarheimilið Fell 30
Droplaugarstaðir. 32 36
Hrafnista DAS 153 189
Elliheimilið Grund 125 160
Skjól.. 102
Borgarspítali B-álma(öldrunarþjónustudeild) 81
Hvítabandið 19
Heilsuverndarstöðin 24
Landakot, Hafnarbúðir 21
Landspítali, Hátún 10B (öldrunarþjónustudeild) 63
Reykjaneshérað
Garðvangur, Garði 3 41
Hlévangur, Keflavík 15
Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs 15
Hrafnista DAS, Hafnarfirði 66 148
Sólvangur, Hafnarfirði 106
Dvalarheimilið Skjólbraut, Kópavogi 14
Sunnuhlíð, Kópavogi 54
Ellivistun á einkaheimili, Kópavogi 5
Vesturlandshérað
Höfði, Akranesi . 48
Sjúkrahús Akraness 30
Dvalarheimilið Borgarnesi 45 12
Jaðar, Ólafsvík 3 4
Fellaskjól,Grundarfirði 7 10
Dvalarheimilið Stykkishólmi 25
Fransiskusspítalinn 25
Fellsendi, Búðardal 15
Barmahlíð, Reykhólum 3 4
Vestfjarðahérað
Sjúkrahúsið Patreksfirði 14
Öldrunarstofnun Önfirðinga 7
Sjúkrahúsið Þingeyri 8
Sjúkrahúsið Bolungarvík 21
Elliheimili Ísafjarðar 16
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði 25
Sjúkrahúsið Hólmavík 13
Norðurlandshérað vestra
Sjúkrahús Hvammstanga 30
Sæborg, Skagaströnd 15
Héraðshælið Blönduósi 12 30
Sjúkrahús Skagfirðinga 20 60
Sjúkrahúsið Siglufirði 32
Norðurlandshérað eystra
Hornbrekka, Ólafsfirði 17 13
Dalbær, Dalvík 24 20
Þjónustumiðst. Hlíð, Akureyri 46
Hjúkrunarheimilið Hlíð, Akureyri 18 64
Skjaldarvík, Akureyri 70
Kristnes, Hrafnagilshreppi 24
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri 15
Fjórðungssjúkrahúsið, Sel 23
Hvammur, Húsavík 50
Sjúkrahúsið Húsavík 40
Austurlandshérað
Sundabúð, Vopnafirði 12
Sjúkrahúsið Egilsstöðum 22
Sjúkrahúsið Seyðisfirði 23
Hulduhlíð, Eskifirði 17
Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað 11 21
Uppsalir, Fáskrúðsfirði 13
Skjólgarður, Höfn Hornafirði 21 25
Suðurlandshérað
Heiðarbær, Kirkjubæjarklaustri 5 7
Hjallatún, Vík í Mýrdal 14
Kirkjuhvoll, Hvolsvelli 30
Lundur, Hellu 26
Blesastaðir, Hrunamannahreppi 12
Sjúkrahús Suðurlands Ljósheimar 26
Sjúkrahús Suðurlands 19
Kumbaravogur, Stokkseyri 34 40
Sólvellir, Eyrarbakka 11
Ás/Ásbyrgi, Hveragerði 130 64
Hraunbúðir, Vestmannaeyjum 21 23
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum 20