REGLUGERÐ
um (4.) breytingu á reglugerð nr. 47/1990 um stofnanaþjónustu fyrir
aldraða.
1. gr.
3. gr. hljóði svo:
Með dvalarkostnaði á stofnun fyrir aldraða er átt við daggjald eins og það er ákveðið af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 46. gr. laga um almannatryggingar nr. 67/1971 eins og ákvæðinu var síðast breytt með 21. gr. laga nr. 1/1992 um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992.
2. gr.
5. gr. hljóði svo:
Nú hefur vistmaður eigin tekjur (aðrar en bætur almannatrygginga) sem að frádregnum staðgreiðsluskatti eru hærri en 25 542 krónur á mánuði og skal hann þá með þeim tekjum sem umfram eru standa straum af dvalarkostnaði sínum að hluta eða fullu. Þó skal hann í hverjum mánuði aldrei greiða hærri fjárhæð en sem nemur dvalarkostnaði eins og hann er ákveðinn af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 3. gr.
Nú á vistmaður maka og skulu þá eigin tekjur vistmanns skiptast að jöfnu milli vistmanns og maka þegar staðgreiðsluskattar hafa verið frá þeim dregnir. Séu tekjurnar eftir skiptinguna hærri en 25 542 krónur skal hann með þeim tekjum sem umfram eru standa straum af dvalarkostnaði sínum, sbr. 1. mgr.
3. gr.
10. gr. hljóði svo:
Nú hefur langlegusjúklingur eigin tekjur sem að frádregnum staðgreiðsluskatti eru hærri en 20 520 krónur á mánuði skal hann þá með þeim tekjum sem umfram eru taka þátt í dvalarkostnaði. Þó skal hann í hverjum mánuði aldrei greiða hærri fjárhæð en sem nemur dvalarkostnaði í þjónustuhúsnæði aldraðra eins og hann er ákveðinn af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sbr. 3. gr.
Nú á langlegusjúklingur maka og skulu þá eigin tekjur langlegusjúklingsins skiptast að jöfnu milli hans og maka eftir að staðgreiðsluskattar hafa verið frá þeim dregnir. Séu tekjurnar eftir skiptinguna hærri en 20 520 krónur skal hann með þeim tekjum sem umfram eru standa straum af dvalarkostnaði sínum, sbr. 1. mgr.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 30. sbr. 27. gr. laga um málefni aldraðra nr. 82/ 1989 með síðari breytingu, öðlast gildi 1. júlí 1992.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 9. júní 1992.
Sighvatur Björgvinsson.
Páll Sigurðsson.