Frítekjumörk (tekjumörk) skv. 2. mgr. 11. gr., 5. mgr. 12. gr. og 17. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. janúar 2004 að telja um 14,7% frá því sem þau voru í desember 2003.
Frítekjumörk (tekjumörk) skv. 8. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, skulu hækka frá 1. janúar 2004 að telja um 50% frá því sem þau voru í desember 2003.
Neðra frítekjumark (tekjumark) aldurstengdrar örorkuuppbótar sem tiltekið er í 15. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, sem tekur gildi 1. janúar 2004 skal vera það sama og efra tekjumark örorkulífeyris skv. 5. mgr. 12. gr. sömu laga.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr., 15. gr., 17. gr. og 43. gr., sbr. 65. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2004.