2. gr. orðast svo:
Tryggingastofnun ríkisins skal greiða fyrir meðferð sem um ræðir í 1. gr. sem hér segir:
1. Sérstökum göngudeildum undir eftirliti lækna fyrir meðferð húðsjúkdóma þannig að greiðsla fyrir hverja meðferð verði:
B-geislar, B- og A-geislar, með eða án smyrsla, kr. 850.
2. Sérstökum göngudeildum, sem hlotið hafa viðurkenningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á því að meðferð sé veitt undir sérstöku eftirliti sérfræðinga í húðsjúkdómum og þar sem einungis ljóstækjum með stillanlegu geislamagni er beitt, þannig að greiðsla fyrir hverja meðferð verði:
B-geislar, B- og A-geislar, með eða án smyrsla, kr. 850.
PUVA meðferð kr. 3.200.
Við bætist ný grein, 3. gr., sem orðast svo:
Meðferðaraðilum skv. 2. tölul. 2. gr. er heimilt að innheimta gjald af sjúklingi fyrir hverja meðferð sem hér segir:
B-geislar, B- og A-geislar, með eða án smyrsla, kr. 200.
PUVA meðferð kr. 300.
Við bætist ný grein, 4. gr., sem orðast svo:
Þegar reikningum er framvísað til greiðslu skal fylgja þeim tilvísun frá lækni, sérfræðingi í húðsjúkdómum þar sem því verður við komið, fyrir sérhvern nýjan sjúkling.
Framvísa þarf nýrri tilvísun hálfsárslega sé um stöðuga meðferð að ræða, annars þegar meðferðartímabil hefst.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 66. gr. sbr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar og öðlast gildi 1. janúar 2002. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá (4) skv. auglýsingu nr. 160 frá 15. febrúar 2000.