Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

660/1998

Reglugerð um greiðslur til Tryggingarstofnunar ríkisins fyrir meðferð húðsjúkdóma, veitta af öðrum en læknum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins fyrir meðferð

húðsjúkdóma, veitta af öðrum en læknum.

1. gr.

            Á sérstökum göngudeildum, sem viðurkenndar eru af heilbrigðisráðuneytinu, má veita sjúklingum með hvers konar húðsjúkdóma viðeigandi meðferð samkvæmt fyrirmælum læknis, sérfræðings í húðsjúkdómum, þar sem því verður við komið. Að meðferðinni starfi hjúkrunarfræðingur eða annað heilbrigðisstarfsfólk, sem ráðuneytið telur hafa næga kunnáttu til starfans.

2. gr.

            Tryggingastofnun ríkisins skal greiða fyrir meðferð, sem um ræðir í 1. gr., samkvæmt gjaldskrá, sem ráðuneytið setur. Í gjaldskránni má ákveða að sjúklingur greiði tiltekinn hluta af kostnaði við meðferð.

3. gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 66. gr., sbr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar öðlast gildi 1. nóvember 1998. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 83 frá 3. febrúar 1981.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 30. október 1998.

Ingibjörg Pálmadóttir.

Jón Sæmundur Sigurjónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica