REGLUGERÐ
um (25.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.
1. gr.
49. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Heimilt er að selja án lyfseðils þau lyf, sem greind eru í viðauka 4, með reglugerð þessari, svo og þau lyf sem lyfjanefnd ríkisins hefur samþykkt skráningu á og veitt markaðsleyfi fyrir og sem undanþegin eru lyfseðilsskyldu.
2. gr.
Eftirfarandi undanþágur frá lyfseðilsskyldu falla niður úr viðauka 4 við reglugerðina:
Clofenotanum: Conspergens clofenotani NORD 63, Spiritus clofenotani NORD 63. Lyfjaform til útvortis notkunar; ekki yfir 100 mg/g eða 100 mg/ml (10%).
Promethazinum: Lyf í afmældum skömmtum. Einstakur skammtur mest 10 mg. Mest 10 stk. handa einstaklingi.
3. gr.
Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:
Efni |
Hámarksmagn og/eða takmarkanir. |
Dæmi um lyf og lyfjaform er selja má án lyfseðils. |
Áletrun og/eða upplýsingar á fylgiseðli, sem afhenda skal með lyfinu. |
Levocabastinum
Nicotinum
Paracetamolum
|
Nefúðalyf í úðastauk með skammtaúðara. Einstakur skammtur mest 50 míkróg. Mest 30 ml handa einstaklingi.
Innsogslyf, mest 10 mg í röri (inhalator). Mest 420 mg handa einstaklingi.
Lyf í afmældum skömmtum. mest 2 mg í einstökum skammti. Mest 420 mg handa einstaklingi.
Skammtar 500 mg: Allt að 30 skammtar handa einstaklingi |
LIVOSTIN, nefúðalyf
NICORETTE, innsogslyf 10 mg
NICORETTE, tungurótartöflur 2 mg/tafla
PANODIL HOT, skammtar 500 mg |
Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.
Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.
Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.
Samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins við skráningu lyfsins.
|
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast gildi við birtingu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. apríl 1997.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Einar Magnússon.