REGLUGERÐ
um (17.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,
afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.
1. gr.
Við c-staflið 29. gr. (þ.e. lyf, sem tannlæknum er heimilt að ávísa sjúklingum sínum) bætist:
A 07 A A 02 |
Nystatinum |
2. gr.
31. gr. reglugerðarinnar hljóði svo:
"Tannlæknum er heimilt að ávísa sjálfum sér til notkunar við störf sín lyfjum þeim, sem greind eru í 29. gr., með þeim takmörkunum, sem þar greinir, auk staðdeyfilyfja (N O1 B) og Epinephrinum (Adrenalinum) (R 03 C A 01). Ennfremur þeim lyfjum, sem greind eru í 30. gr. í formi stungulyfja og taflna."
3. gr.
Í viðauka 4 við reglugerðina við efnið Bisacodylum skal standa undir dálkinum "Hámarksmagn og/eða takmarkanir":
"Endaþarmsstílar 10 mg; mest 12 stk. handa einstaklingi: " 4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. og 17. gr. lyfjalaga nr. 108/1984, öðlast gildi 1. apríl 1994.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. mars 1994.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Páll Sigurðsson.