Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

245/1993

Reglugerð um (15.) breyting á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr.421/1988. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (15.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,

afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.

1. gr.

Við b-staflið 15. gr. reglugerðarinnar bætist:

Cetobemidonum INN (t.d. Ketogan).

2. gr.

Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:

__________________________________________________________________________________


Efni

Hámarksmagn
og/eða takmarkanir

Dæmi um lyf og lyfjaform er
selja má án lyfseðils

Áletrun og/eða upplýsingar á lyfseðli,
sem afhenda skal með lyfinu

__________________________________________________________________________________________

Ketoconazolum

Lyfjaform til útvortis
notkunar.
Mest 20 mg/ml.
Mest 60 ml.

FUNGORAL,
sápa.

Til meðferðar á flösu.
Notkun. Bleytið hárið og hársvörðinn
og berið sápuna vel í. Látið sápuna
verka í 3-5 mínútur áður en hún er
skoluð úr. Notið sápuna tvisvar
sinnum í viku fyrsta mánuðinn, en
síðan einu sinni í viku eða eftir
þörfum. Notið aðra sápu til hárþvotta
þess á milli. Hafi flasa ekki horfið
eftir mánuð skal leita læknis.
Varúð: Ef steralyf hefur verið borið í
hársvörð skulu líða 2 vikur frá því
notkun þess er hætt þar til sápan er
notuð.
Athugið: Getur valdið ertingu í
hársverði og kláða. Hár getur orðið
þurrt og stökkt og lítilsháttar hárlos
getur komið fyrir.

__________________________________________________________________________________

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 16. og 17. gr. lyfjalaga nr. 108/1984. öðlast gildi 1. júlí 1993.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. júní 1993.

Guðmundur Árni Stefánsson.

Einar Magnússon.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica