Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

460/1996

Reglugerð um (23.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja, afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um (23.) breytingu á reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja,

afgreiðslu þeirra og merkingu nr. 421/1988.

 

1. gr.

                Eftirfarandi skal bætt við viðauka 4 við reglugerðina:

 

Efni                                          

Hámarksmagn og/eða takmarkanir.                              

Dæmi um lyf og lyfjaform er selja má án lyfseðils.

Áletrun og/eða upplýsingar á fylgiseðli, sem afhenda skal með lyfinu.

Econazolum

Skeiðarstílar. Einstakur skammtur mest 150 mg.

PEVARYL,

krem og skeiðarstílar. PEVARYL DEPOT,

skeiðarstílar með forðaverkun.

Texti á fylgiseðli samkvæmt ákvörðun lyfjanefndar ríkisins.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 44. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 9. ágúst 1996.

 

Ingibjörg Pálmadóttir.

Einar Magnússon.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica