1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum. Um afgreiðslu, áritun og afhendingu lyfja gilda ákvæði reglugerðar um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja.
2. gr.
Lyf sem tannlæknar mega ávísa sjúklingum og til nota í starfi.
Tannlæknum er heimilt að ávísa sjúklingum sínum og til notkunar við störf sín eftirfarandi lyfjum, að undanskildum lyfjum sem eru H- eða Z-merkt í sérlyfjaskrá:
3. gr.
Eftirritunarskyld lyf sem tannlæknar mega ávísa til nota í starfi.
Tannlæknum er einungis heimilt að ávísa þeim eftirritunarskyldu lyfjum sem tilgreind eru í fylgiskjali 2 með reglugerð þessari til nota í starfi. Skulu þeir þá rita á lyfseðilinn "Til nota í starfi" og halda sérstaka skrá yfir notkun þeirra.
4. gr.
Undanþágur.
Lyfjastofnun er heimilt að veita tannlækni með sérfræðileyfi eða sérstaka þekkingu og reynslu, undanþágu til að ávísa lyfjum, öðrum en þeim sem tilgreind eru í þessari reglugerð. Lyfjastofnun getur óskað umsagnar embættis landlæknis ef þurfa þykir.
5. gr.
Eftirlit.
Lyfjastofnun hefur eftirlit með að ákvæðum reglugerðar þessarar sé framfylgt. Skylt er að láta Lyfjastofnun í té þau gögn eða upplýsingar sem stofnunin telur nauðsynleg vegna eftirlitsins.
6. gr.
Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum skv. 49. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum.
7. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. og 50. gr. lyfjalaga, nr. 93/1994, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Á sama tíma fellur á brott reglugerð nr. 1077/2006 um ávísanir tannlækna á lyf.
Heilbrigðisráðuneytinu, 8. maí 2019.
Svandís Svavarsdóttir.
Ásthildur Knútsdóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)