1. gr.
Fyrirsögn V. kafla reglugerðarinnar verði: Starfsnám, vísindarannsóknir, þróun og gæði.
2. gr.
Á eftir 20. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist númeraröð annarra greina samkvæmt því:
Þróun og gæði.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu, vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Velferðarráðuneytinu, 20. nóvember 2017.
Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.
Guðrún Sigurjónsdóttir.