Lágmarksþóknun sú, sem ljósmæðrum ber fyrir unnin störf samkv. ákvæðum ljósmæðrareglugerðar nr. 103 23. okt. 1933, skal vera sem hér segir:
Fyrir fæðingarhjálp skv. 24. gr. kr. 4 600.00
Fyrir fyrstu fjóra daga, tvær vitjanir á dag, kr. 900.00 á dag - 3600.00
Fyrir næstu 3 daga, ein vitjun á dag, kr. 450.00 á dag - 1350.00
Þóknun fyrir ferðatíma er innifalin í töxtunum.
Heimilt er ljósmæðrum einnig að taka kílómetragjald fyrir bifreið samkv. gjaldi ríkisstarfsmanna, sem miðast við fyrstu 10 000 km á úri.
Kauptaxtar þessir miðast við kaupgreiðsluvísitölu 149.89 stig. Miðað við núgildandi kaupgreiðsluvísitölu 159.16 stig má margfalda framangreinda taxta með 1.068.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. júní 1974.
F. h. r.
Páll Sigurðsson.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir.