1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Endurgreiðsla virðisaukaskatts samkvæmt reglugerð þessari er háð því að heimaland viðkomandi sendiráðs, eða sendierindreka, veiti gagnkvæman endurgreiðslurétt til íslenskra sendiráða eða sendierindreka.
2. gr.
Í stað fjárhæðarinnar ,,10.000" í 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur fjárhæðin: 7.000.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 27. júní 2008.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Guðmundur Jóhann Árnason.