Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. og orðast svo:
Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst utanríkisráðuneytinu eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 43. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.