Fjármálaráðuneyti

175/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 500/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 500/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts

til erlendra ferðamanna, með síðari breytingum.

 

1. gr.

                2. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Endurgreiða skal að lágmarki þá fjárhæð sem tilgreind er á töflu sem er að finna á fylgiskjali við reglugerð þessa.

 

2. gr.

                5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

                Aðilar, sem til þess hafa hlotið leyfi fjármálaráðuneytisins, annast endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari.              

                Við brottför úr landi um alþjóðaflugvöllinn á Keflavíkurflugvelli skal kaupandi framvísa varningi í innsigluðum umbúðum ásamt endurgreiðsluávísun til endurgreiðsluaðila, er leysir hana til sín, enda séu skilyrði reglugerðar þessarar að öðru leyti uppfyllt. Ef fjárhæð endurgreiðslu nemur hærri fjárhæð en 5.000 kr. skulu tollyfirvöld hafa staðfest útflutning vöru með áritun á ávísunina.

                Við brottför annars staðar frá landinu skal varningi í innsigluðum umbúðum framvísað við tollgæsluna sem ganga skal úr skugga um að skilyrði fyrir endurgreiðslu séu fyrir hendi. Séu öll skilyrði uppfyllt skal tollgæslan staðfesta það með áritun sinni á ávísunina. Kaupandi skal innan þriggja mánaða frá staðfestingu tollyfirvalda afhenda eða senda ávísunina til endurgreiðsluaðila, sem leysir hana til sín.

 

3. gr.

                Við reglugerðina bætast þrjár nýjar greinar sem verða 6.-8. gr. og orðast svo:

                a. (6. gr.)

                Endurgreiðsluaðili skal fyrir 5. hvers mánaðar senda skattstjóranum í því umdæmi er endurgreiðsluaðili hefur lögheimili uppgjörsskýrslu vegna endurgreiðslna síðastliðins mánaðar. Uppgjörsskýrsla skal vera í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Fallist skattstjóri á uppgjörsskýrslu skal endurgreiðsluaðili fá endurgreidda heildarfjárhæð þess virðisaukaskatts sem erlendir ferðamenn hafa greitt af keyptri vöru samkvæmt uppgjörsskýrslu.

                Hafi skýrslu verið skilað á tilskildum tíma skal innheimtumaður annast greiðsluna innan tíu daga frá lokum skilafrests skv. 1. mgr. Berist skýrsla eftir lok skilafrests skal endurgreiðsla fara fram innan tíu daga frá því að skattstjóri samþykkti greiðslu. Geti skattstjóri, af ástæðum er varða endurgreiðsluaðila, ekki gert nauðsynlegar athuganir á uppgjörsskýrslu eða gögnum sem skýrslugjöf byggist á, framlengist greiðslufrestur ríkissjóðs þar til úr þeim annmörkum hefur verið bætt.

                b. (7. gr.)

                Komi í ljós að greiðsla til endurgreiðsluaðila hafi verið of há skal skattstjóri þegar tilkynna viðkomandi endurgreiðsluaðila og innheimtumanni ríkissjóðs þar um. Endurgreiðsluaðila ber að endurgreiða innheimtumanni það sem ofgreitt er eigi síðar en sjö dögum eftir dagsetningu tilkynningar skattstjóra. Um dráttarvexti vegna of hárrar greiðslu fer eftir vaxtalögum nr. 25/1987.

 

                c. (8. gr.)

                Endurgreiðsluaðila ber að varðveita endurgreiðsluávísanir, uppgjör og önnur gögn er varða endurgreiðslu á virðisaukaskatti samkvæmt reglugerð þessari í sjö ár frá lokum viðkomandi árs.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 43. gr. reglugerðar nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.

 

Fjármálaráðuneytinu, 22. mars 1996.

 

F. h. r.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

Bergþór Magnússon.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica