Fjármálaráðuneyti

50/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 302/1996 um innkaup ríkisins. - Brottfallin

050/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 302/1996 um innkaup ríkisins.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. orðist svo:
Öllum stofnunum og fyrirtækjum sem ríkið á 50% eða stærri eignarhlut í eða leggur meira en 50% til framkvæmda eða reksturs er skylt að fylgja þessari reglugerð, enda reki þau ekki starfsemi sem jafnað verður til starfsemi einkaaðila svo sem á sviði viðskipta eða iðnaðar. Sama á við um sameiginlegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda með síðari breytingum og lögum nr. 52/1987, um opinber innkaup með síðari breytingum og tekur þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 17. janúar 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Guðmundur Ólason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica