Fjármálaráðuneyti

549/1993

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 500/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna. - Brottfallin

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 500/1989, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist við ný málsgrein er verði 2. málsgrein svohljóðandi:

Heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts skv. 1. mgr. nær ekki til matvara eða annarra vara til manneldis sbr. 8. tl. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað.

Fjármálaráðuneytið, 28. desember 1993.
F.h.r.
Jón H. Steingrímsson
Margrét Gunnlaugsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica