I. KAFLI
Um skattskyldu.
1. gr.
Hver maður heimilisfastur hér á landi er skyldur til, með þeim takmörkunum, sem settar eru í reglugerð þessari, að greiða skatt í ríkissjóð af öllum tekjum sínum og eignum, hvar og hvaðan sem tekna er aflað eða eignir eru.
Heimilisfastur hér á landi skal í þessu sambandi teljast:
a. Íslenzkur ríkisborgari, sem hér á lögheimili, sbr. lög nr. 35/1960.
b. Íslenzkur ríkisborgari, sem flutt hefur hingað til þess að setjast hér að, þótt hann sé ekki búinn að fá hér lögheimili.
c. Erlendur ríkisborgari, sem hér hefur dvalið eigi skemur en í 6 mánuði. d. Ríkisfangslaus maður, sem hér á lögheimili.
Maður, sem hingað flytur, til þess að eiga hér heimili framvegis, skal talinn hér heimilisfastur frá lokum flutningadags og ber hann þaðan í frá ótakmarkaða skattskyldu hér, þ. e. hann er skyldur til að greiða hér skatt af öllum tekjum sínum, sem aflað er eftir flutningadag og eignum sínum eins og þær eru við næstu áramót eftir flutningadag, hvar og hvaðan sem tekna er aflað eða eignir eru. Erlendir ríkisborgarar, ríkisfangslausir menn og aðrir, sem hér hafa dvalið í 6 mánuði eða lengur, skulu taldir bera hér ótakmarkaða skattskyldu frá því að dvalartími hófst.
Nú dvelst maður erlendis um stundarsakir, en bregður eigi heimilisfangi sínu hér á landi, og skal hann þá gjalda skatt eins og hann hefði dvalizt kyrr á landinu. Það skiptir eigi máli, hversu löng dvölin er erlendis (t.d. vegna kaupsýsluferðar, námsdvalar, skemmtiferðar o.s.frv.) ef maðurinn verður eigi talinn hafa brugðið heimilisfangi sínu.
Sérstök ákvæði skv. lögum nr. 22/1956 gilda um álagningu og innheimtu tekjuskatts útlendinga, sem hér hafa fengið landvistar- og atvinnuleyfi og þeirra íslenzkra ríkisborgara, sem eru á förum úr landi.
2. gr.
Eftirtalin innlend félög, sjóðir og stofnanir, svo og innlend dánarbú og þrotabú, eru skyld til, með þeim takmörkunum, sem settar eru í reglugerð þessari, að greiða skatt í ríkissjóð af öllum tekjum sínum og eignum, hvar og hvaðan sem tekna er aflað eða eignir eru:
1. Hlutafélög, samlagshlutafélög og önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, sem ekki eru talin í 2. tl, hér á eftir, nema tekjuafgangi sé einungis varið til almennra þarfa, sbr. 2. tl. 6. gr.
2. Gagnkvæm ábyrgðarfélög, kaupfélög og önnur samvinnufélög.
3. Sameignarfélög með ótakmarkaðri ábyrgð félagsmanna.
Sameignarfélög, þar með talin samlög, sem hafa það að meginmarkmiði að annast vinnslu eða sölu á framleiðsluvörum félagsmanna, greiða ekki skatt af þeim tekjum, sem skipt er milli sameigenda í samræmi við hlutdeild þeirra í afurðasölu eða afurðavinnslu félagsins og skattlagðar eru hjá þeim.
Nú eru ekki fleiri en þrír félagar í sameignarfélagi með persónulegri ábyrgð, og er þá skattur ekki lagður á félagið sjálft, heldur á hvern einstakan félagsmann, nema tilmæli komi fram um það frá félaginu einu ári áður en tekjur ber að telja fram. Að því er varðar skattákvarðanir á árinu 1964 er þó nægilegt, að slík tilmæli komi fram á skattframtali það ár. Nægilegt er, að félög, sem stofnuð eru á skattárinu, komi fram með slík tilmæli á fyrsta skattframtali sínu.
4. Sjóðir og stofnanir, sem ekki eru sérstaklega undanþegin skattgjaldi, sbr. 7. og 8. gr.
Félag telst vera innlent, þ. e. hérlendis heimilisfast, ef það er skrásett hér á landi sem hérlent félag. Sé félagið ekki skrásett hér, þá skal það talið heimilisfast hér á landi, ef yfirstjórn þess hefur hér aðsetur sitt. Sama gildir um sjóði og stofnanir.
Dánarbú og þrotabú teljast heimilisföst hér á landi, ef hinn látni var heimilisfastur hér við dánardægur, og gjaldþroti, þegar gjaldþrotaúrskurður er upp kveðinn.
3. gr.
Menn, sem ekki er heimilisfastir hér á landi, svo og erlend félög, sjóðir og stofnanir og erlend dánarbú og þrotabú, verða skattskyldir hér á landi, ef þeir hafa hér eða héðan tekjur eða eiga eignir sem að neðan greinir:
A. Tekjur:
1. Tekjur af fasteignum, sem slíkir aðilar eiga hér á landi.
2. Tekjur af atvinnurekstri, sem hér eða héðan er rekinn. Skatturinn leggst einungis á þá atvinnu, sem er rekin hér eða héðan, en önnur atvinna skiptir ekki máli.
Sama er, hvort atvinnan er rekin af erlendis búsettum aðilum eingöngu eða í félagi eða í sambandi við innlendan mann eða fyrirtæki, hvort fyrirtækið er sjálfstætt firma eða útibú, eða hvort umboðsaðili hérlendis er heimilisfastur hér eða erlendis.
Félög eða einstaklingar, sem heima eiga erlendis, en reka hér siglingar að staðaldri og hafa hér umboðsmann, verða skattskyld af þeirri atvinnu.
3. Arður af hlutafé í innlendu hlutafélagi eða innborguðu stofnfé í öðrum innlendum atvinnufélögum eða fyrirtækjum, sbr. 2. gr. (Ef einstakir menn reka fyrirtæki, þá er það í þessu sambandi innlent, ef það er hér eða héðan rekið, sbr. 2. tl. þessarar gr.). Með arði ber að telja ágóðahlut til stjórnenda eða fulltrúa, og hvers konar aðra arðsúthlutun, sem félög eða fyrirtæki kunna að greiða hluthöfum sínum eða meðlimum.
4. Laun, biðlaun eða styrkur úr ríkissjóði, eða tekjur frá opinberri stofnun innlendri. Eftir þessu ákvæði skal gjalda skatt af öllum embættislaunum eða sýslunar, eftirlaunum, biðlaunum, styrkjum til námsmanna og listamanna, sem greiddir eru til erlendis heimilisfastra manna, sbr. þó 16. gr. B. 2. d. og 35, gr. A- og B-lið.
Opinberar innlendar stofnanir eru sveitarfélög og stofnanir . og sjóðir þeirra, stofnanir, sjóðir og félög, sem eru undir stjórn ríkisvaldsins, eða teljast mega almennings eign.
5. Starfslaun eða kaup, annað en talið er undir 4. tl., þar með talin biðlaun og eftirlaun, þó eigi venjuleg umboðslaun greidd út úr landinu. Eigi skiptir máli, hvort starfið er leyst af hendi hér á landi eða annars staðar, eða hvort
það er við atvinnurekstur eða aðra starfsemi, eða þótt fyrirtækið eða launagreiðandinn sé erlendis heimilisfastur, ef hann er hér skattskyldur.
6. Um skattgreiðslur útlendinga, gjaldenda, sem eru á förum úr landi, o. fl. gilda ákvæði laga nr. 22/1956.
7. Erlendis heimilisfastir sjómenn, sem vinna á íslenzkum skipum, verða þó því aðeins skattskyldir hér af sjómannstekjum sinum, að þeir greiði ekki skatt af þeim annars staðar. En skatt skal leggja á þá> nema þeir færi sönnur á það, að þeir greiði skatt af þeim í öðru ríki.
Um aðra atvinnu skiptir eigi máli, þótt launin séu skattlögð erlendis, sbr, þó 4. gr.
B. Eignir. Skattskyldan nær til aura þeirra aðila, sem um ræðir í A. 1.-7. hér að framan, og skattskyldar verða allar þær eignir, er gefa af sér tekjur þær, sem greinir í A. 1., 2. og 3. tl., eða við þá tekjuöflun eru bundnar, það er:
1. Fasteignir.
2. Eign eða eignahlutdeild í atvinnufyrirtæki eða einhverjar eignir, sem bundnar eru við atvinnurekstur, sem hér eða héðan er rekinn.
3. Hlutafé í innlendu hlutafélagi eða stofnfé eða framlag í innlendu félagi. Skiptir eigi máli, hvort hlutabréfin eru geymd hér á landi eða annars staðar.
Það sem að framan er sagt um skattskyldu tekna af þessum eignum, gildir einnig um eignarskatt, að því leyti sem við á.
Aðrar tekjur og eignir erlendis heimilisfastra manna en að ofan eru taldar, skipta eigi máli. Verða þeir því eigi skattskyldir af neinum tekjum, sem þeir hafa erlendis frá eða þótt þeir eigi t. d. innstæður í lánsstofnunum hér eða inneignir hjá innlendum fyrirtækjum, ríkisskuldabréf, bankavaxtabréf eða önnur skuldabréf, og hafi vaxtatekjur af þeim o. s. frv., nema eignir þessar séu bundnar við atvinnurekstur, sbr. 2. tl. B-liðar þessarar gr. Sama gildir um annað lausafé.
4. gr.
Ríkisstjórninni er heimilt að gera samninga við stjórnir annarra ríkja um gagnkvæmar ívilnanir á tekjuskatti og eignarskatti þeirra erlendra og íslenzkra skattaðilja. sem eftir gildandi skattalöggjöf ríkjanna eiga að greiða skatt af sömu tekjum eða eignum bæði á Íslandi og í einhverju öðru ríki. Ákvæði þessarar reglugerðar gilda því aðeins, að þau brjóti eigi í bága við slíka samninga.
5. gr.
Eftirtaldir menn eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti:
1. Forseti Íslands.
2. Handhafar valds Forseta Íslands eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir það starf.
3. Þeir, sem starfa erlendis í þjónustu íslenzka ríkisins, eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf. Þeir einir teljast starfa erlendis í þessu sambandi, sem eru fastráðnir, settir eða skipaðir starfsmenn á vegum utanríkisráðuneytisins við sendiráð Íslands, hjá útsendum ræðismönnum, eða eru fastir fulltrúar Íslands við alþjóðlegar stofnanir, sem Ísland er aðili að.
4. Embættismenn, fulltrúar og aðrir, sem erlendis starfa hjá alþjóðastofnunum eða ríkjasamtökum, eru undanþegnir tekjuskatti af þeim launum, sem þeir fá fyrir slík störf skv. því, sem ákveðið er í samningum þeim, sem Ísland er aðili að.
5. Erlendir þjóðhöfðingjar og erlendir starfsmenn þeirra.
6. Sendiherrar erlendra ríkja, sendiræðismenn og erlendir starfsmenn við sendiráð erlendra ríkja. Sendiherra tekur hér til allra sendimanna annarra ríkja, sem eftir reglum þjóðaréttar teljast til diplomata. Starfsmennirnir verða að vera í fastri þjónustu sendiráðanna og hafa starfið að einkastarfi. Íslenzkir starfsmenn sendiráðanna njóta engra ívilnana í skatti skv. þessari gr.
7. Konsúlar annarra ríkja, sem ekki eru íslenzkir þegnar. Ef konsúllinn er íslenzkur þegn, hvort sem hann er sendikonsúll eða heimakonsúll, þá nýtur hann eigi skattfrelsis. Sama er um konsúla, sem að vísu eru ekki íslenzkir þegnar, en eru þó ekki sendikonsúlar (consules missi), heldur eiga hér heimili af öðrum ástæðum, t. d. sem kaupsýslumenn, forstjórar stofnana eða fyrirtækja o. s. frv., þeir verða skattskyldir hér.
8. Menn úr liði Bandaríkjanna, sem dvelja hér á landi skv, varnarsamningi frá 5. maí 1951, sbr. lög nr. 110/1951, skyldulið slíkra manna eða starfsmenn, sem ekki eru íslenzkir þegnar en ráðnir hafa verið til starfa vegna framkvæmda skv. samningnum.
Þeir, sem taldir eru í 3.-8. tl. þessarar gr., skulu þó gjalda hér skatt, ef þeir hafa hér tekjur skv. 3. gr. A. 1.-5. tl. eða eignir skv. 3. gr. B. 1.-3. tl., það er, þeir hafa sams konar skattskyldu sem erlendis heimilisfastir aðilar, greiða skatt af sömu tekjum og eignum, að undanteknum tekjum af embætti sínu eða starfi, sem þeir fá frá viðkomandi erlendri ríkisstjórn eða stofnun, er þeir starfa fyrir hér á landi. Þó gildir það sérákvæði hér, að því er snertir 3. gr. A. 1, að nægilegt er, að aðili hafi tekjur af fasteign, t. d. af framleigu sem ítakshafi o. s. frv., enda þótt hann eigi enga fasteign. Að öðru leyti gildir hér það, sem sagt er í 3. gr. um framangreinda liði, og skattur greiðist eingöngu af þar greindum tekjum og eignum, en engum öðrum.
6. gr.
Eftirtalin félög eru undanþegin tekjuskatti og eignarskatti:
1. Félög, sem enga atvinnu reka, sbr. 12. gr., og verja þeim tekjum, er þau afla sér, til almennings þarfa, en eigi til hagsbóta meðlimum sinum, svo sem vísindafélög, hjúkrunar- og líknarfélög, bókmennta- og fræðslufélög, stjórnmálafélög, dýraverndunarfélög og búnaðarfélög. Ef slík félög reka atvinnu, eru þau skattskyld af tekjum af slíkri starfsemi.
2. Félög með takmarkaðri ábyrgð, þótt þau reki atvinnu, ef öllum tekjum þeirra er varið til almanna þarfa. Hins vegar verða slík félög skattskyld af öllum tekjum sínum, þótt þau verji einhverjum hluta tekna sinna til menningar- eða mannúðarmála.
3. Félög, sem eru undanþegin skattgjaldi með sérstökum lögum.
7. gr.
Þessir sjóðir eru undanþegnir tekjuskatti og eignarskatti:
1. Sjóðir, er standa undir umsjón ríkisstjórnarinnar.
2. Íslenzkir kirkjusjóðir, hver sem kirkjueigandi er, (ríkissjóður, bóndi, söfnuður). Kirkjusjóður telst íslenzkur, ef hann er eign innlends safnaðar, enda hafi söfnuðurinn hlotið staðfestingu kirkjumálaráðuneytisins.
3. Sjóðir í eigu sýslu- og sveitarfélaga.
4. Sparisjóðir, sem engan arð gefa stofnendum sínum eða ábyrgðarmönnum.
5. Sjóðir, sem undanþegnir eru skattgjaldi með sérstökum lögum.
6. Sjóðir, sem ekki reka atvinnu, sbr. 12. gr.
8. gr.
Þessar stofnanir eru undanþegnar tekjuskatti og eignarskatti:
1. Stofnanir og fyrirtæki ríkis, sýslu- og sveitarfélaga.
2. Stofnanir, sem eru undanþegnar skattgjaldi með sérstökum lögum, þar með taldar
alþjóðastofnanir og ríkjasamtök skv. því, sem ákveðið er í samningum þeim, sem Ísland er aðili að.
3. Stofnanir, sem ekki reka atvinnu, sbr. 12. gr.
9. gr.
Tekjur og eignir hjóna, sem samvistum eru, skulu taldar saman til skattgjalds, enda þótt séreign sé eða sératvinna. Ábyrgjast þau óæði skattgreiðslu og undirrita skattframtalið. Telja ber hjón samvistum, þótt þau búi eigi saman, nema þau séu skilin lagaskilnaði eða að borði og sæng, eða vænta megi að skilnaður þeirra sé undirbúningur undir lögskilnað eða þau muni ekki aftur flytja saman.
Rétt er því hjóna, er skattgreiðslu annast, eða erfingjum þess að krefjast endurgjalds af hinu eða erfingjum þess á þeim hluta skattsins, er að réttum tölum kemur á séreign eða sératvinnu þess hjóna, er eigi innti af hendi skattgreiðslu.
Ef gift kona, sem er samvistum við mann sinn, vinnur fyrir skattskyldum tekjum, þá eiga hjónin rétt á því, að dregin séu 50% frá þeim tekjum hennar áður en skattgjald er lagt á tekjur hjónanna, enda sé teknanna ekki aflað hjá fyrirtæki, sem hjónin annaðhvort eða bæði eða ófjárráða börn þeirra, þ. e. börn yngri en 21 árá, eiga eða reka að verulegu leyti.
Ef hjónin telja sér hagfelldara, að launatekjur konunnar séu sérstaklega skattlagðar, þá geta þau krafizt þess, að skattgjald sé sett á þau sitt í hvoru lagi. Hjónafrádráttur, sbr. 41. gr., og ómagafrádráttur allur skiptist þá til helminga milli hjónanna. Annar frádráttur en persónuleg gjöld konunnar telst við útreikninginn hjá eiginmanninum.
Þegar gift kona gengur til verka að atvinnurekstri með manni sínum og atvinnureksturinn er að verulegu leyti eign þeirra, annars hvors eða beggja, eða ófjárráða barna þeirra, eiga þau rétt á því, að metinn sé hlutur konunnar af sameiginlegum hreinum tekjum hjónanna, miðað við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna, og dregin 50% frá hlut hennar, áður en skattgjald er lagt á hinar sameiginlegu tekjur hjónanna. Aldrei kemur þó hærri upphæð til frádráttar en kr. 15 000.00.
Ef til hjónabands hefur verið stofnað á skattárinu og konan haft tekjur fyrir giftingu, þá má skattleggja þær tekjur sérstaklega, sbr. 37. gr.
Ef eftirlifandi maki situr í óskiptu búi, skulu tekjur og eignir bans og búsins skattlagðar saman, með sama hætti og um tekjur og eignir einstaklings væri að ræða.
10. gr.
Börn innan 16 ára alders eru ekki sjálfstæðir skattþegnar. Teljast tekjur þeirra með tekjum foreldra (stjúpforeldra, kjörforeldra og fósturforeldra). Ef árstekjur þeirra nema meira en kr. 10.000.00, er þó heimilt að ákveða þeim skatt sem sjálfstæðum skattþegnum, enda komi fram tilmæli um það. Komi slík tilmæli ekki fram, eða ef ekki er fallizt á slík tilmæli, svo og ef tekjurnar nema ekki meira en kr. 10 000.00, þá skulu tekjur barnsins taldar með tekjum foreldra.
Með tekjum barna, sem eru í foreldrahúsum og eru sjálf skattgreiðendur, telst eigi það framfæri, sem þau fá að nokkru eða öllu leyti hjá heimilisföður, nema það sé endurgjald fyrir vinnu við atvinnurekstur hans. Slíkt framfæri telst og ekki heldur með, enda þótt börnin séu ekki sjálfstæðir skattgreiðendur.
Eignir barna innan 16 ára alders teljast með eignum foreldra (stjúpforeldra, kjörforeldra og fósturforeldra). Heimilt er þó að ákveða börnum sérstaklega eignarskatt, ef tilmæli koma fram um það.
Enda þótt tilmæli hafi komið fram um, að barni sé ákveðinn tekjuskattur sem sjálfstæðum skattþegn, skal eigi ákveða því eignarskatt, nema þess hafi einnig verið óskað sérstaklega. Sama gildir, ef tilmæli koma fram um, að barni sé ákveðinn eignarskattur, þá skal því ekki ákveðinn tekjuskattur, nema þess hafi einnig verið sérstaklega óskað.
II. KAFLI
Um tekjur.
11. gr.
Skatti skal svara af öllum tekjum, sem skattskyldur aðili aflar, hvers kyns sem tekjurnar eru, og hvar og hvernig sem þeirra er aflað, hvers konar arði, launum eða gróða, sem gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða einstökum verknaði eða atvikum, ef þetta verður metið til peningaverðs, nema sérstakar undanþágur séu gerðar í reglugerð þessari.
Eigi skiptir máli til hvers tekjunum er varið, hvort heldur gjaldandi hefur þær sér og skylduliði sínu til framfæris, nytsemdar eða munaðar, til hjúahalds, nema til atvinnurekstrar sé, eða hann ver tekjunum til þess að færa út bú sitt eða atvinnuveg, til umbóta á eignum sínum eða til þess að afla sér fjár, til gjafa eða hvers annars sem er.
Tekjur skulu taldar fram í heild sinni, sbr. 12.-19. gr. en frádráttur gerður skv. ákvæðum III., IV. og V. kafla. Í 20. gr. er upptalið, hvað ekki telst til tekna.
12. gr.
Skattskyldar eru tekjur af hvers konar atvinnurekstri og sjálfstæðu starfi, svo sem af landbúnaði, sjávarútvegi, siglingum, flutningastarfsemi á landi eða í lofti, verzlun, námurekstri, iðju, iðnaði, hvort sem um er að ræða handiðn eða verksmiðjuiðnað, málfærslu, endurskoðun, fasteigna- eða verðbréfasölu, upplýsingaþjónustu, veitinga- og skemmtistarfsemi, vísinda-, lista- og bókmenntastarfsemi og sérhverjum öðrum atvinnurekstri eða sjálfstæðu starfi, hvort sem atvinnureksturinn er fólginn í framleiðslu- eða þjónustustarfsemi.
Heildartekjur af atvinnurekstri, þar með talið ógreitt andvirði seldrar vöru, vinnu og þjónustu, skal telja fram sundurliðað, eftir því hvort um er að ræða eigin úttekt eða sölu til annarra, og eftir því hvort salan er söluskattskyld eða ekki.
Umboðssali, sem tekið hefur vöru til vinnslu og/eða sölu í eigin nafni og tekur á móti greiðslu fyrir vöruna, skal telja fram á umboðssölureikningi heildarandvirði slíkrar vöru, sem hann hefur selt, þar með talið ógreitt andvirði vörunnar, og sundurliða heildarandvirðið með sama hætti og annarrar seldrar vöru, sbr. næstu mgr. á undan. Sama gildir, eftir því sem við á, um þann, sem kaupir vöru í eigin nafni fyrir annan aðila og greiðir andvirði hennar.
13. gr.
A. Til launa teljast allar greiðslur eða tekjur, sem launþegi fær fyrir að leysa eitthvert starf af hendi í annars þágu eða honum hlotnast í sambandi við starf, sem hann er eða hefur verið ráðinn til. Sama er, hverju nafni laun kallast eða í hvaða formi þau eru.
Falla hér undir m. a.:
1. Föst laun og aukatekjur, þar með talin öll hlunnindi, hverju nafni sem nefnast.
2. öll önnur starfslaun eða kaup, hvort sem það er miðað við vinnu ákveðinn tíma (árskaup, mánaðarlaun, vikukaup, daglaun, tímavinna o. s. frv.), tiltekið starf (ákvæðisvinna, nefndarstarf, eftirlit o. þ. h.), hlutdeild í framleiðslumagni, innkomnum tekjum eða greiðslum (hlutakaup, innheimtulaun o. fl.), eða á hvern hátt, sem laun eru ákveðin.
3. Launauppbætur og þóknanir, svo sem aflaverðlaun eða hlutaruppbót (premía), björgunarlaun sjómanna, sbr. þó 39. gr. C., eða sérstakar þóknanir fyrir aukavinnu eða yfirvinnu, staðaruppbætur, orlofsfé eða greiðsla fyrir ónotað sumarfrí o. þ. h. Hér telst og til ágóðaþóknun, nema raunverulega sé um arðsúthlutun að ræða. Enn fremur risnu- og skrifstofufé, bifreiðastyrkir o. þ. h., sbr. 32, gr. A. og B.
4. Biðlaun, eftirlaun, lífeyrir, þar með taldar bótagreiðslur skv. lögum um almannatryggingar nr. 40/1963, nema sérstaklega séu undanþegnar, sbr. 20. gr. Enn fremur greiðslur fyrir áður unnin störf, þar með taldar launauppbætur frá fyrri árum.
5. Skaðabætur eða uppbót fyrir atvinnutap eða launamissi.
6. Gjafir, sem telja má kaupauka (t. d. jólagjafir til starfsfólks) og eftirgjöf lána, sem telja má að komi í launa stað.
Sama er, hvaðan laun koma eða fyrir hvað þau eru greidd. Eigi skiptir máli, hvort menn taka laun hjá einum launaveitanda eða fleirum.
Laun teljast að fullu til tekna, þótt hluti af þeim sé greiddur í lífeyris- eftirlauna- eða sjúkrasjóði, eða haldið sé eftir af þeim til greiðslu á opinberum gjöldum, félagsgjöldum o.þ.h.
B. Það skiptir eigi máli, í hverju laun eða endurgjald fyrir unnið verk er fólgið, ef það verður metið til peninga. Til launatekna teljast því hvers konar hlunnindi, veitt í launa skyni, og önnur form fyrir greiðslu, svo sem fæði, húsnæði, ljós og hiti, bifreiðaafnot, einkennisbúningur og annar fatnaður, einnig fatnaður, plögg þjónusta og önnur aðhlynning vinnufólks í sveitum, skepnufóðrun, engjatak, heimatekjur presta (prestsmata o. s. frv.), greiðslur í vörum úr verzlunum eða afurðum úr framleiðslufyrirtæki, og greiðsla í sérhverjum öðrum verðmætum eða eignum, t. d. hlutafjáreign í hlutafélagi, innstæða í félagi eða fyrirtæki, hlutdeild í skipi eða húseign o. s. frv.
Laun greidd í hlunnindum skulu talin til tekna eftir gangverði á hverjum stað og tíma. Ríkisskattanefnd skal, að fengnum tillögum skattstjóra, meta til tekna fæði, húsnæði, fatnað og annað, sem nauðsynlegt er, til þess að samræmis sé gætt. Á sumum aukatekjum eða hlunnindum er lögskipað mat, svo sem á heimatekjum presta, og ber þá að fylgja því.
14. gr.
Tekjur af eignum eru m. a. þessar:
A. Tekjur af fasteignum, svo sem landskuld af jörðum, leiga eftir hús, lóðir og aðrar lendur, arður af alts konar ítökum og hlunnindum, svo sem beit, skógarhögg, reki, veiði, upprekstrargjald o. s. frv.
Leigutekjur eru tvenns konar:
1. Leiga frá öðrum, í hverju sem greidd er. Telja skal leigufjárhæðina að fullu til tekna, eins þótt óvíst sé um greiðslu eða frádráttur verði á annan hátt. Sé leiga töpuð, ber að færa það á móti til frádráttar, og því aðeins að fullvíst sé, að eigi verði greidd. Sé t. d. húsnæði leigt út með ljósi og hita, kemur sá kostnaður til gjalda, en húsaleigan fullu verði til tekna. Frádrátt vegna ljóss og hita í þarfir húseiganda sjálfs má þó eigi færa, nema til atvinnurekstrar sé.
Sé leigan greidd í einu lagi fyrir afnot eignar fyrir lengra tímabil en eitt ár má skipta leigufjárhæðinni milli ára. Sama gildir, ef maður t. d. leyfir, að reist sé hús eða mannvirki á landi hans eða lóð, gegn því að eignin falli í hlut hans endurgjaldslaust eftir ákveðinn tíma, eða t. d. ef settir eru auglýsingakassar á hús með svipuðum skilyrðum, og að ofan greinir.
2. Ef maður notar fasteign sína sjálfur að einhverju leyti eða öllu, þá skal meta til tekna leigu eða afgjald eftir hana, þar með talda nýtingu jarðhita og hvers konar hlunninda. Sé eignin notuð til atvinnurekstrar, kemur þó leigufjárhæðin jafnframt til frádráttar. Þannig er um bújörð bónda, búð eða verzlunarhús kaupmanns o. s. frv. Sem hluti af einkahúsnæði manna telst það húsrúm, sem þeir láta í té skyldfólki sínu, venzlafólki eða vandamönnum, endurgjaldslaust eða með lægri leigu en vera myndi að réttu lagi. Skal það metið á sama hátt sem eigin íbúð. En þá er mögulegt, að frádráttur verði veittur skv. 49. gr.
Leigutekjur eftir eigin íbúð skal meta eins og ætla má, að hún yrði leigð fyrir, miðað við leigu á hverjum stað og tíma, gæði íbúðarinnar og stærð, þægindi sem henni fylgja o. s. frv. Séu leigðar út í sama húsi svipaðar íbúðir og sú, sem húseigandi notar, skal miðað við það, og yfirleitt kappkosta að hafa samanburð við leiguíbúðir. Sé hús í smíðum, þannig að eigandi flytji í það áður en fullgengið er frá því, ber að taka tillit til þess. Rétt er ríkisskattanefnd að setja nánari reglur um mat á eigin húsaleigu.
B. Tekjur af lausafé. Til tekna af lausafé teljast leigutekjur frá öðrum af hvers konar lausafé, sem selt er á leigu.
Ef eigandi notar lausafé sitt sjálfur að einhverju eða öllu leyti til atvinnurekstrar, þá skal ekki reikna lausafjárleiguna sérstaklega, heldur teljast tekjur af lausafénu með öðrum tekjum af atvinnurekstrinum.
C. Vextir og arður. Þar til telst:
1. Vextir og afföll af hvers konar innlendum og erlendum verðbréfum, útistandandi skuldum og öðrum fjárkröfum á hendur öðrum, enda þótt bréf sé ekki fyrir, þó ekki hlutabréfum, sbr. 3. tl. þessarar gr. Afföll skal færa til tekna með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert, eftir árafjölda afborgunartímans, þó eigi á lengri tíma en 5 árum, og í fyrsta Sinn á því ári, þegar afföllin voru tekin, eða lán var vein. Séu eigi gefnar fullnægjandi upplýsingar um afföll, skal færa þau til tekna í einu lagi. Þó vextir séu ógreiddir, ber að telja þá til tekna, ef telja má líklegt um greiðslu.
Undanskildir eru þó vextir af þeim verðbréfum, sem skattfrjáls eru skv. ákvæðum 55. og 56. gr.
2. Vextir af sparisjóðsinnlögum og sérhverri annarri arðberandi innstæðu hjá innlendum og erlendum lánsstofnunum og allar aðrar beinar og óbeinar leigur eftir fé, í hverju sem þær eru goldnar. Hér teljast til útborgaðir vextir af hinni ævinlegu erfðarentu við Söfnunarsjóð Íslands.
Undanskildir eru þó vextir af því sparifé, sem skattfrjálst er skv. ákvæðum 55. og 56. gr.
3. Arður af hlutabréfum. Til arðs af hlutabréfum telst, auk venjulegrar arðsútborgunar, sérhver afhending verðmæta til hluthafa, er telja verður sem tekjur af hlutaeign þeirra í félaginu.
Ekki telst þó til arðsúthlutun jöfnunarhlutabréfa, sem ekki hefir í för með sér breytta eignarhlutdeild hluthafa í hlutafélagi og telst því ekki til skattskyldra tekna hluthafans, enda sé útgáfa bréfanna byggð á raunverulegum verðmætum í sjóðum, öðrum en skattfrjálsum varasjóði; eða öðrum eignum félagsins, er verið hafa í eigu þess minnst þrjú ár og sé samanlagt nafnverð jöfnunarhlutabréfanna, miðað við hlutafé félagsins, ekki hærra en svarar til almennrar verðhækkunar frá stofnun félags eða frá innborgun hlutafjár.
Almenn verðhækkun í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal miðuð við þær breytingar, sem orðið hafa á verði vöru og þjónustu, með hliðsjón af breytingum á launum og verði fastafjármuna, frá þeim tíma, sem hlutafélag var stofnað eða hlutafé innborgað og til þess tíma, er útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Ríkisskattstjóri skal reikna út vísitölu þessa fyrir hvert ár. Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu þess árs, sem hlutafélag var stofnað eða hlutafé innborgað, en hins vegar við vísitölu ársins áður en útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin.
Hlutafélag getur gefið út jöfnunarhlutabréf svo oft sem framangreindra ákvæða er gætt.
Nú ákveður hlutafélag að gefa út jöfnunarhlutabréf skv. 2.-4. mgr. og getur þá félagið leitað álits ríkisskattstjóra, um hvort framangreindum skilyrðum sé fullnægt. Beiðni um slíkt álit skulu fylgja nauðsynleg görn.
Til arðs telst úthlutun við félagsslit umfram hlutafé félagsins, þ. e. nafn- í . verð bréfanna, og skiptir því ekki máli í því sambandi, fyrir hvaða verð þau hafa verið seld og keypt.
Arður af eigin hlutabréfum félags telst hvorki til tekna né gjalda hjá því.
15. gr.
Ágóði af sölu fasteigna og lausafjár (þar með verðbréf og kröfur) skal talinn til tekna, enda þótt salan falli ekki undir atvinnurekstur aðila, sbr. 12. gr., ef ætla má, að hann hafi keypt eignina eða öðlazt hana á annan hátt (t. d. í makaskiptum) í því skyni að selja hana aftur með ágóða, en þar er það leiðarvísir, hvort hann hefur þurft á eigninni að halda eða eigi, hvort hann hefur þurft að taka eignina upp í skuld, eða hvort hann er kunnur að eignakaupum í ágóðaskyni o. s. frv.
1. Ágóði af sölu á fasteign er alltaf skattskyldur, ef fasteign hefur verið skemur í eigu gjaldanda en 5 ár, nema hann hafi eignazt hana við arftöku, sbr. 20. gr. 3, eða ef hann kaupir aðra fasteign innan árs, eða byggir annað hús innan þriggja ára frá söludegi að telja, enda sé hin keypta fasteign eða hið nýreista hús eigi lægra að fasteignamati en hið selda. Sé það hins vegar lægra, er sölugróðinn skattskyldur hlutfallslega. Þessi síðarnefnda undantekning gildir þó því aðeins, að salan falli eigi undir atvinnurekstur skv. 12. gr. eða 1. mgr. þessarar gr. Ákvæði þessi raska ekki fyrirmælum um skattgreiðslur, þegar eigin vinna, sem ekki hefur verið skattlögð, fæst greidd í söluverði íbúðar.
Nú hefur seljandi eignazt fasteign með fyrirframgreiðslu upp í arf, og reiknast þá 5 ára frestur, sbr. næstu mgr. á undan, frá þeim degi, er arfleifandi eignaðist hið selda.
2. Um sölu lausafjár gildir hið sama og sölu fasteigna, að ef salan getur að einhverju leyti talizt til atvinnurekstrar seljandans, er allur ágóði af sölunni skattskyldur.
Enn fremur allur ágóði af sölu lausafjár, sem hefur verið skemur en 3 ár í eigu seljandans, hvort sem sú sala telst til atvinnurekstrar eða ekki.
Hafi fyrning af kostnaðarverði hins selda verið færð til frádráttar tekjum til skatts, sbr. 28. gr., reiknast sölugróði miðað víð kostnaðarverð að frádregnum fyrningum.
Sölugróði er skattskyldur það ár, sem afsal er gefið fyrir hinni seldu eign.
Frá sölugróða má draga tap, sem orðið hefur á sams konar sölu á skattárinu. Sams konar er salan aðeins, ef svo er ástatt sem í 1. og 2. tl. að framan segir. Frá skattskyldum sölugróða má enn fremur draga þann kostnað, sem salan hefur haft í för með sér fyrir seljanda, sölulaun o. þ. h., enn fremur útlagðan kostnað víð endurbætur, sem kunna að hafa verið gerðar á eigninni, enda verði endurbæturnar eigi taldar til venjulegs viðhalds. Um viðhaldskostnað, greidd gjöld og fyrningu af keyptum og seldum eignum, fer eftir ákvæðum 2á. gr., 27. gr. B. og 28. gr.
Um sölu á viðskiptavild ("goodwill") gildir sama og um sölu annars lausafjár. Telst söluverð eigi til tekna, ef seljandi hefur rekið fyrirtækið í 3 ár eða lengur. Þess skal þó jafnan gætt, að í viðskiptavild séu ekki innifaldar tekjur af rekstri, t. d. með því að meta vörubirgðir, vélar og áhöld og útistandandi skuldir óeðlilega lágu verði, en viðskiptavild þeim mun hærri.
16. gr.
Tekjur af öðrum atvikum eru þessar helztar:
A. Gjafir. Til skattskyldra tekna teljast fyrst og fremst gjafir eða hlunnindi, sem sýnilega eru gefin sem kaupauki, og beinar gjafir í peningum eða öðru, sem meta má til peninga, ef það nemur nokkru verulegu. Þetta nær þó eigi til dánargjafa eða fyrirframgreiðslu upp í arf, enda sé greiddur af þeim erfðafjárskattur. Tækifærisgjafir teljast og eigi sem tekjur í þessu sambandi, nema því aðeins að um arðberandi eignir sé að ræða, eða tæki til atvinnurekstrar. Gjafir, sem ekki eru í peningum, skal skattstjóri meta til peningaverðs. Það telst einnig til gjafa, ef menn afhenda einhverjar eignir í hendur ættingja sinna, tengdamanna eða annarra, án þess að greiðsla komi í staðinn, eða ástæða sé til að ætla, að endurgreiðslan sé aðeins fyrir nokkrum hluta eignarinnar. Skal þá færa til tekna mismuninn á því endurgjaldi og áætluðu matsverði hinnar seldu eignar. Sé um eignaskipti að ræða, verður að meta hvora tveggja eignina.
B. Styrktarfé. Til þess telst:
1. Styrkur veittur úr ríkissjóði, svo sem eftirlaun umfram lögboðin eftirlaun og lífeyri, styrkur skálda, listamanna og fræðimanna, styrkur til verklegra framkvæmda, og allir aðrir styrkir, sem ríkið veitir til eignar. Þó skal styrkur, sem veittur er úr ríkissjóði til greiðslu á stofnkostnaði eða hluta hans, eigi talinn til tekna. Sé um ferðastyrk að ræða, skal leyfa til frádráttar á móti hæfilegan ferðakostnað, þó eigi meira en styrknum nemur.
2. Styrkir frá öðrum stofnunum, frá einstökum mönnum eða félögum.
Eigi skiptir máli, í hverju styrkur er fólginn, ef til peninga verður metið, og að meginreglunni til skiptir eigi heldur máli, í hverju skyni styrkur er veittur, hver styrkþegi er eða hver styrkveitandi er eða hvernig samband er þeirra á milli. Frá þessu eru þó þessar undantekningar:
a. Börn í foreldrahúsum, hvort sem þau sjálf eru skattgreiðendur eða eigi, greiða engan skatt af því framfæri, sem þau fá hjá heimilisföður. Sama er um aðra skylduómaga manns.
Framansagt gildir þó því aðeins, að framfæri sé ekki vent sem endurgjald fyrir vinnu eða aðra þjónustu.
b. Framfærslustyrkur, veittur úr sveitarsjóðum, telst eigi til skattskyldra tekna, hvort sem styrkþegi hefur tekjur jafnframt honum eða ekki.
c. Framfærslueyrir manns til eiginkonu eða konu til manns, sem ekki eru samvistum, telst eigi til tekna þess hjóna, er styrk fær, og ekki til frádráttar tekjum hjá greiðanda. Sama gildir um framfærslueyri, sem maður greiðir eftir lögskilnað til fyrrverandi eiginkonu eða kona til fyrrverandi eiginmanns.
d. Námsstyrkur, veittur úr ríkissjóði og öðrum opinberum sjóðum, telst ekki til tekna, sbr. þó 35. gr. A- og B-lið.
e. Styrkir og samskotafé vegna veikinda eða slysa telst ekki heldur til tekna.
C. Vinningar í veðmálum, happdrættum, þar með taldar getraunir, hlutaveltur og því um líkt, nema undanþegnir séu tekjuskattsskyldu með sérstökum lögum.
D. Skaðabætur fyrir samningsrof og önnur slík viðurlög eða bætur, þó ekki fyrir fjármunatjón, sbr. 20. gr. 4. tl. Einnig teljast til tekna skaðabætur fyrir atvinnu
róg og ærumeiðingar. Hafi tjónið valdið tekjurýrnun, kemur það hins vegar fram á öðrum liðum.
E. Dagpeningar vegna slysa eða veikinda, svo og árlegur eða mánaðarlegur örorkustyrkur eða lífeyrir. Hins vegar eru ekki skattskyldar slysa- eða örorkubætur, sem greiddar eru í eitt skipti fyrir öll.
F. Fjölskyldubætur skv. lögum um almannatryggingar.
G. Ef vinnuveitandi endurgreiðir starfsmanni ferðakostnað á þann hátt, að greiða honum ákveðna fjárhæð fyrir hvern dag, teljast slíkir dagpeningar til skattskyldra tekna starfsmannsins, en til frádráttar skal leyfður beinn kostnaður vegna ferðarinnar, sbr. þó 20. gr. 7. tl. um störf í almenningsþarfir.
17. gr.
Þeir, sem landbúnað stunda, skulu fylla út sérstaka skýrslu um tekjur sinar af landbúnaði, landbúnaðar-framtalsskýrslu, og þar með skýrslu um bústofn Sinn í byrjun og lok hvers skattárs, sbr, eftirfarandi:
A. Til tekna af landbúnaði telst m. a.:
1. Búfjárafurðir allar, óæði seldar og notaðar heima, þar með talið andvirði búfjár, sem selt er lifandi og matsverð þess búfjár, sem alið er upp til bústofnsauka, sbr. 3. tl. B-liðar hér á eftir.
Heimanotaður búfjáráburður til búrekstrar (ekki nýræktar) telst þó ekki til tekna, enda kemur hann ekki til frádráttar tekjunum.
2. Jarðargróði allur, bæði seldur og notaður heima, svo sem hey, korn, garðávextir og gróðurhúsaframleiðsla.
Heimanotaður heyfengur, korn og annar jarðargróði til búfjárfóðurs telst þó ekki til tekna, enda kemur það ekki til frádráttar tekjunum.
3. Afrakstur af hvers konar hlunnindum, bæði seldur og notaður heima, svo sem af dúntekju, eggvarpi, fuglatekju, laxveiði, silungsveiði, hrognkelsaveiði, útræði, selveiði, reka, mótaki, skógarhöggi, berjatekju, sand-, malar- og/eða grjótnámi o. s. frv.
4. Greiðslur frá öðrum fyrir hvers konar jarðarafnot, svo sem greiðslur fyrir slægnalán, hagagöngu, veiðileyfi, berjaleyfi, leyfi til mótaks og skógarhöggs og til sands-, malar- og/eða grjótnáms, enn fremur lóðargjald, húsmennskugjald, gjald fyrir uppsátur o. s. frv. Hér með taldar greiðslur fyrir afnot af ítökum í landi annarra manna. Ef ítakshafi notar ítakið sjálfur, þá telst afrakstur þar af undir 1.-3. tl. hér að framan, eftir því sem við á.
5. Endurgjald fyrir fóðrun og hirðingu búfjár, þar með talin fóður tekin í jarðarafgjald, auk þess sem tekið er af hjúum og öðrum.
6. Heimilisiðnaður, svo sem smiði, tóvinna, fatasaumur o. fl.
7. Seld vinna (vegavinna, útróður o. fl.), hestlán, leiga fyrir verkfæri, áhöld eða vélar, sem lánað hefur verið (vélavinna) o. fl.
8. Vinna við jarðabætur o. fl.
Ef fastamenn, árshjú eða aðrir, sem vinna fyrir kaupi, sem fært er til frádráttar tekjum af landbúnaði, vinna einnig við jarðabætur eða endurbætur á húsum eða öðrum mannvirkjum jarðarinnar, þá skal telja þá vinnu til tekna, svo að vegi upp á móti því kaupi, sem til gjalda er fært vegna nefndra starfa.
9. Allar aðrar tekjur af landbúnaði, sem tilfalla, svo sem verðlaun gripa á sýningu, uppbætur á áður talið andvirði seldra afurða, hagnaður af gripum keyptum og seldum aftur á sama árinu o. s. frv.
Til tekna skal þó ekki telja:
a. Styrk, sem veittur er úr ríkissjóði, til greiðslu á stofnkostnaði eða hluta hans, sbr. 16. gr. B. 1. og 28. gr. A.
b. Skaðabætur fyrir eignatjón eða spell á fjármunum, sbr. 20. gr. 4. tl. c. Jarðræktarframlag ríkisins, sbr. 20. gr. 11. tl.
B. Skattmat tekna af landbúnaði skal ákveðið þannig:
1. Allt, sem selt er frá búi, skal talið með því verði, sem fyrir það fært. Ef það er greitt í vörum, vinnu eða þjónustu, ber að færa greiðslurnar til peningaverðs og telja til tekna með lama verði og fæst fyrir tilsvarandi vörur, vinnu eða þjónustu, sem seldar eru á hverjum stað og tíma.
Verðuppbætur á búsafurðir teljast til tekna, þegar þær eru greiddar eða færðar framleiðanda til tekna í reikning hans.
2. Heimanotaðar búsafurðir (búfjárafurðir, jarðargróði, hlunnindaafrakstur) svo og heimilisiðnað skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi afurðir, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Verði ekki við markaðsverð miðað, t. d. í þeim hreppum, þar sem mjólkursala er litil eða engin, skal skattstjóri meta verðmæti þeirra til tekna með hliðsjón af notagildi.
Ef svo er ástatt, að söluverð frá framleiðanda er hærra en útsöluverð til neytenda, vegna niðurgreiðslu á afurðaverði, þá skulu þó þær heimanotaðar afurðir, sem svo er ástatt um, taldar til tekna miðað við útsöluverð til neytenda.
Mjólk, sem notuð er til búfjárfóðurs, skal þó telja til tekna með hliðsjón af verði á fóðurbæti miðað við fóðureiningar.
Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki haldnar, skal áætla heimanotað mjólkurmagn.
3. Bústofnsauka eða eftir atvikum bústofnsskerðingu skal finna þannig: Bústofn allan í ársbyrjun og árslok skal færa á bústofnsskýrslu og reikna til verðs, hvort um sig með sama verði og hann er metinn til eignarskatts af ríkisskattanefnd í lok skattársins. Mismunurinn á heildarverði gripanna í ársbyrjun og árslok, bústofnsaukning eða bústofnsskerðing, færist til tekna eða gjalda eftir atvikum.
Þó skal eigi telja til tekna þá bústofnsaukningu, sem stafa kann af því, að keyptur hafi verið búfénaður á árinu. Skulu þeir gripir, sem keyptir hafa verið á árinu og taldir með bústofni í árslok, einnig færðir á bústofnsskýrsluna, sem viðbót við bústofn í byrjun skattárs, taldir með matsverði ríkisskattanefndar í lok skattársins.
Á landbúnaðar-framtalsskýrslu sé tilfærð tala ills þess búfjár, sem selt hefur verið eða fargað og tilgreind tala vanhaldafjár (fjöldi og tegund gripanna, þótt engar nytjar hafi gefið).
Séu gripir keyptir og seldir aftur á sama árinu, skal hagnaður þar af talinn fram sérstaklega á landbúnaðar-framtalsskýrslu.
C. Um frádrátt frá tekjum af landbúnaði gilda yfirleitt sömu reglur og um frádrátt frá tekjum af öðrum atvinnurekstri, eftir því sem við á, sbr. III. kafla.
18. gr.
Um tekjuákvörðun félaga, sjóða eða stofnana, bæði innlendra og erlendra (sjá 2. og 3. gr.) gilda almennt sömu reglur sem um ákvörðun á tekjum einstaklinga. Tekjurnar verða yfirleitt skattskyldar, hvernig sem þeim er varið. Til skattskyldra tekna félaga, sjóða og stofnana reiknast því, með þeim takmörkunum, sem gerðar eru í 46. og 47. gr., þær tekjur, sem ráðstafað er með einhverjum neðangreindum hætti
1. Úthlutað til félagsmanna eða hluthafa sem vextir eða arður af innborguðu fé
(hlutafé, stofnfé, sameignarfé eða öðru innskotsfé). Nær þetta jafnt til félaga með takmarkaðri og ótakmarkaðri ábyrgð. Einu gildir, hvort arður eða vextir eru útborgaðir eða er bætt við hlut eða séreignarinnstæðu (t. d. jöfnunar- eða fríhlutabréf í hlutafélagi, stofnfjáraukning í samlagsfélagi). Hér fellur og undir ágóðahluti (tantieme) greiddur stjórn, framkvæmdastjóra, fulltrúum eða öðrum hluthöfum af hreinum tekjum félags, ef telja má, að raunverulega sé um arðsúthlutun að ræða.
Hagnaður (tekjuafgangur), sem lagður hefur verið í stofnsjóð samvinnufélaga, reiknast ekki sem stofnfé í sambandi við það, sem sagt er í síðustu mgr., sbr. 44. gr.
Félög öll skulu gefa skattstjórum skýrslu um arðsúthlutun og aðrar vaxtagreiðslur af stofnfé og öðru innskotsfé.
2. Varið til að lækka matsverð eigna eða til annarra óvenjulegra fyrninga umfram löglegar afskriftir til skatts, sem telja má til rekstrarkostnaðar.
3. Varið til myndunar eða aukningar sameignarsjóða (varasjóða, tryggingarsjóða o. s. frv.), þó með þeim takmörkunum, sem um getur í 47. gr.
4. Yfirfært óráðstafað til næsta árs, hvort sem sú yfirfærsla kemur fram í auknum eignum eða lækkuðum skuldum eða hvoru tveggja.
Skattskyldar tekjur erlendra vátryggingarfélaga, sem starfa hér á landi, teljast sá hluti heildarágóðans, sem svarar til hlutfallsins milli iðgjaldatekna félagsins hér á landi og iðgjaldateknanna af allri starfsemi þess bæði hér og erlendis.
19. gr.
Ef félag, sem hefur varasjóð, myndaðan af skattfrjálsum framlögum, ráðstafar honum til annars en þess að mæta rekstrarhalla fyrirtækisins, skal telja þá fjárhæð að viðbættum tuttugu af hundraði (20% ) til skattskyldra tekna á því ári. Það telst ráðstöfun á fé varasjóðs skv. framansögðu, ef félag ver einhverju af eignum sínum með eftirgreindum hætti:
1. Veitir hluthöfum, stjórnendum félags eða öðrum 1án í peningum eða öðrum verðmætum, sem ekki eru viðkomandi rekstri félagsins.
2. Veitir hluthöfum, stjórnendum félags eða öðrum nokkur fríðindi beint eða óbeint umfram arðsúthlutun og venjulegar eða eðlilegar launagreiðslur.
3. Kaupir eign óeðlilega háu verði að dómi skattyfirvalda. Skal þá meta, hvert verð geti talizt hæfilegt. Mismun hins raunverulega kaupverðs og matsverðs telst ráðstafað úr varasjóði og úthlutun arðs úr félaginu, ef keypt hefur verið af hluthafa. Undanskilin eru þó opinber verðbréf ríkis, sveitar- og sýslufélaga, þar með talin skuldabréf með ríkisábyrgð.
Nú hefur félag, sem myndað hefur varasjóð, sbr. 47. gr., ráðstafað fé á einhvern þann hátt, sem greinir í 1.-3. tl. og fellur það þá til skattgreiðslu skv. ákvæðum fyrstu mgr. þessarar gr., þó eigi hærri fjárhæð en nemur varasjóði í lok skattársins.
Nú hrökkva hreinar árstekjur félags að viðbættri þeirri hreinni eign, sem félagið á umfram varasjóð og hlutafé, eigi fyrir skatt- og útsvarsgreiðslum og því varasjóðstillagi, sem undanþegið er skattgreiðslu skv. reglugerð þessari, og er þá heimilt að taka þá fjárhæð, sem á vantar, úr varasjóði.
Arðsjöfnunarsjóði, eftirlaunasjóði og aðra sjóði, sem ekki eru stofnaðir með skattfrjálsum framlögum, má ekki telja sem varasjóði.
20. gr.
Til skattskyldra tekna telst ekki:
Sá eignarauki, sem stafar af því, að fjármunir skattgreiðanda hækka í verði.
Hins vegar kemur ekki heldur til frádráttar tekjum, þótt fjármunir lækki í verði.
2. Tekjur, sem stafa af sölu á eignum skattgreiðanda, að meðtöldum verðbréfum, nema slík sala falli undir atvinnurekstur hlutaðeigandi skattgreiðanda, t. d. fasteignaverzlun, eða að hún falli undir ákvæði í 15. gr. Þegar svo stendur á, telst verzlunarhagnaðurinn af sölunni til tekna, en draga má frá honum þann skaða, sem kynni að hafa orðið af sams konar sölu á árinu.
3. Eignaauki, sem stafar af arftöku, fyrirframgreiðslu upp í arf, fallinn eða ófallinn, enda hafi gjaldandi lagt fram skilríki fyrir því, að erfðafjárskattur hafi verið greiddur. Sama gildir um eignaauka, sem stafar af stofnun hjúskapar, kaupmála, útborgun lífsábyrgðar og örorkubóta (nema að um sé að ræða árlegar eða mánaðarlegar greiðslur), brunabóta og annarrar greiðslu vátrygginga yfirleitt, enn fremur endurgreiðslu úr lífeyrissjóðum þeim, sem um ræðir í 34. gr., ef þeir, sem endurgreiðsluna fá láta af starfi án eftirlauna. Hér telst og til próventukaup og fúlga með ómaga, sem ekki er skylduómagi aðila, nema fúlgan nemi meira en framfærinu. Ekki telst heldur til tekna bætur skv. lögum nr. 40/1963 um almannatryggingar, séu bæturnar greiddar í eitt skipti fyrir öll, þar með telst fæðingarstyrkur.
4. Eignarauki, sem stafar af greiðslu skaðabóta fyrir eignatjón og spell á fjármunum, sbr. 16. gr. D.
5. Lántaka eða eyðsla höfuðstóls.
6. Eftirgjöf skulda, sem sannast hefur um við gjaldþrot, nauðasamninga eða á annan fullnægjandi hátt, að eignir voru ekki til fyrir, Eftirgjöf telst þó til tekna, ef eftirgjöfin kemur fram sem kaupauki, gjöf eða úthlutun arðs úr hlutafélagi.
7. Endurgreiðsla, sem gjaldþegn fær, ef hann verður að vera um stundarsakir fjarverandi frá heimili sínu vegna starfa í almenningsþarfir. Þetta nær fyrst og fremst til ferðakostnaðar, sem er endurgreiddur. Sé skattgreiðanda greiddir dagpeningar eða önnur slík þóknun fyrir störf sín, telst það sem tekjur, en heimilt er þó að færa til gjalda á móti þann kostnað, sem skattþegn verður að greiða vegna fjarveru frá heimili sínu. Fjarvist í þessu sambandi merkir þá fjarvist, er sviptir aðila getu til þess að annast sjálfur skyldustörf sin eða atvinnu.
8. Vextir af eignarskattsfrjálsu sparifé og bankavaxtabréfum skv. lögum nr. 42/1957, sbr. 55. og 56. gr. þessarar reglugerðar.
9. Happdrættisvinningar, sem undanþegnir eru með sérstökum lögum, sbr. 16. gr. C. 10. Eignaauki, er stafar af aukavinnu, sem einstaklingar leggja fram utan reglu legs vinnutíma við byggingu íbúða til eigin afnota.
Um þá, sem fara fram á skattfrelsi af eigin vinnu, kemur til athugunar, að viðkomandi hafi unnið fullan vinnutíma við hið eiginlega eða fasta starf sitt eða skili eðlilegum árstekjum af því, nema um veikindi sé að ræða. Aðeins sú aukavinna, sem er umfram eðlilegar árstekjur framteljanda eða í eðlilegu hlutfalli við þær, getur talizt til hinnar skattfrjálsu aukavinnu.
Þegar búið er að ákveða, hve há upphæð teljist til aukavinnu við húsið, skal reikna út, hve mikill hluti hússins eða húshlutans, sem aðili á, muni notaður til íbúðar fyrir hann sjálfan og hve mikill hluti til útleigu eða sölu, og finna hlutfallið milli þess hvoru tveggja, eftir stærð og notagildi hvors um sig. Eftir þessu hlutfalli ákveðst, hve mikill hluti aukavinnunnar er skattfrjáls.
Framteljandi skal láta fylgja framtali sínu upplýsingar um fjölda vinnustunda, sem hann hefur varið til byggingar eigin íbúðar á árinu og glögga lýsingu á húsnæði því, sem í smíðum er, svo að séð verði, hve mikill hluti af hinu byggða er einkaíbúð.
Séu þessar upplýsingar með framtalinu ekki fullnægjandi, skal áætla um þessi atriði.Nú á maður íbúð og byggir sér aðra stærri til eigin nota. Skal þá telja þann hluta eigin aukavinnu hans við nýju íbúðina skattfrjálsan, sem svarar til stærðarmunarins, miðað við rúmmetrafjölda. Eigi maður íbúð, sem hann notar tilíbúðar fyrir sig og fjölskyldu sína, og byggir viðbót við þá sömu íbúð til eiginafnota, skal öll eigin aukavinna við stækkunina vera skattfrjáls.Enginn skal njóta slíkrar ívilnunar nema einu sinni. Þó eru frá þeirri reglu þessar undantekningar:
a. Hafi maður byggt sér íbúð til eigin afnota og notið ívilnunar, en byggir viðbót til eigin nota við þá sömu íbúð, skal öll eigin aukavinna við stækkunina teljast skattfrjáls.
b. Selji maður íbúð, sem hann hefur átt í 5 ár eða lengur og skattfrjáls eigin aukavinna við íbúðina fæst endurgreidd við sölu, skal, ef hann byggir sér aðra íbúð stærri til eigin afnota, telja eigin aukavinnu vegna stækkunarinnar skattfrjálsa eftir sömu reglum og greinir í upphafi næstu mgr. hér á undan.
c. Nú selur maður íbúð, sem hann hefur átt skemur en 5 ár og skattfrjáls vinna fæst endurgreidd við sölu. Skal hann þá, ef hann byggir sér nýja íbúð til eigin afnota, njóta skattfrelsis af allri eigin aukavinnu við nýju íbúðina. Í öllum þeim tilvikum, sem greind eru í þessari mgr. og þeirri næstu hér á undan, er skattfrelsi eigin aukavinnu bundið öllum þeim sömu skilyrðum og reglum, sem greinir í 1.-5. mgr. þessa tl. Ef sá, sem notið hefur skattfrelsis vegna vinnu við eigin íbúð, selur íbúðina innan 5 ára og fær vinnu sína að einhverju eða öllu leyti endurgreidda í sölu- verðinu, skal hin skattfrjálsa vinna talin til skattskyldra tekna á því ári, sem sala fer fram, án tillits til þess, hvort keypt eða byggð er önnur íbúð í staðinn eða ekki. Undanþáguákvæði í 1. tl. 15. gr. um skattfrjálsa sölu fasteigna, ef önnur fasteign er keypt eða byggð í staðinn, ná því ekki til skattfrjálsrar vinnu við eigin íbúð. Nú óskar gjaldandi eftir því, að sú skattfrjálsa vinna, sem hann fær endur- greidda í söluverði skv. framansögðu, verði ekki skattlögð á söluárinu, heldur verði hún skattlögð á þeim skattárum, þegar hún var lögð fram, og má þá umreikna skattinn fyrir þau ár, enda hafi gjaldandi gert fullnægjandi grein fyrir þessari vinnu á framtölum sinum fyrir viðkomandi skattár.
11. Jarðræktarframlag ríkisins skv. 2. kafla jarðræktarlaganna, nr. 45, 17. maí 1950, sbr. lög nr. 29/1955.
12. Fæði sjómanns, er hann fær hjá atvinnurekanda.
13. Laun, sem gjaldþegn fær fyrir störf í þágu þeirra alþjóðastofnana og ríkja- samtaka, sem um ræðir í 5. gr. 4. tl. enda njóti starfsmenn hlutaðeigandi stofnana skattfrelsis af launum sinum hjá öðrum aðildarríkjum fyrir hliðstæð störf.
Hér er einungis átt við beinar launagreiðslur frá hlutaðeigandi stofnun en ekki þóknun eða styrk, sem greiddur kann að vera af fé stofnunarinnar fyrir milligöngu íslenzka ríkisins eða ríkisstofnana, né heldur þótt íslenzkur aðili í fái endurgreidd útgjöld sín að einhverju eða öllu leyti frá slíkum stofnunum.
Þetta á heldur ekki við um laun, sem greidd kunna að vera af íslenzka ríkinu sem hluti af framlagi til viðkomandi stofnana eða samtaka.
Nú setur alþjóðastofnun eða ríkjasamtök, sem um ræðir í 5. gr. 4. tl., upp sjálfstæða skrifstofu eða útibú hér á landi og getur þá fjármálaráðherra ákveðið skattaðstöðu starfsmanna þeirra hverju sinni.
III. KAFLI
Um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri.
21. gr.
Þeir, sem atvinnu reka, mega draga frá tekjum sínum:
A. Rekstrarkostnað, þ. e. þau gjöld, sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við, eftir því sem nánar er ákveðið í 22.-27. gr.
Til rekstrarkostnaðar á skattárinu teljast ekki aðeins þau útgjöld, sem greidd hafa verið á árinu, heldur einnig sérhver sá kostnaður, sem áfallið hefur vegna öflunar teknanna, t. d. ógreidd vinnulaun, ógreidd húsaleiga o. s. frv. Hinn áfallni ógreiddi kostnaður skal talinn til útgjalda á skattárinu og til skulda í árslok.
B. Fyrningu eða afskrift þeirra eigna, sem notaðar hafa verið til öflunar teknanna, þar með talin afskrift af stofnkostnaði, sbr. 28. gr.
C. Töpuð útlán, sbr. 29. gr.
D. Töp frá fyrri árum, sbr. 30. gr.
Atvinnurekendur njóta einnig hinna almennu frádrátta skv. IV. kafla, eftir því sem við á.
Loks njóta félög og stofnanir þess frádráttar, sem ákveðinn er í 44.-47. gr.
22. gr.
Frá tekjum skal draga kostnaðarverð vöru, sem seld hefur verið á árinu, og skal það fundið þannig: Vörubirgðir í ársbyrjun + (plús) kostnaðarverð aðkeyptrar vöru á árinu eða beinn framleiðslukostnaður vöru á árinu ÷ (mínus) vörubirgðir í árslok = kostnaðarverð seldrar vöru.
Vörubirgðir í ársbyrjun og árslok skal telja á því verði, sem þær eru metnar til eignarskatts sbr. 57. gr. D.
Kostnaðarverð aðkeyptrar vöru telst kaupverð hennar, að viðbættum tollum, flutningsgjöldum og öðrum kostnaði, sem á vöruna fellur, unz hún er komin á sölustað eða í verksmiðju (á verkstæði) til úrvinnslu eða sölu.
Kostnaðarverð vöru sem skattþegn hefur unnið að eða framleitt, telst beinn framleiðslukostnaður svo sem efniskostnaður og vinnulaun og skal kostnaðurinn sundurliðaður á framleiðslureikningi.
Umboðssali, sem tekið hefur vöru til vinnslu og, eða sölu í eigin nafni og tekur á móti greiðslu fyrir vöruna, skal færa til gjalda það, sem hann hefur greitt og/eða fært umbjóðanda sinum til tekna í viðskiptareikning á árinu, að viðbættum útlögðum kostnaði vegna slíkrar vöru og skal kostnaðurinn sundurliðaður með sama hætti og annar hliðstæður kostnaður. Hafi umboðssali á fyrra ári lagt út fyrir kostnaði eða greitt umbjóðanda sínum upp í andvirði slíkrar vöru, sem seld var á árinu kemur það til viðbótar því, sem greitt var á árinu, en til frádráttar kemur það, sem útlagt var eða fyrirfram greitt á árinu vegna slíkrar vöru, sem óseld var í árslok. Sama gildir, eftir því sem við á, um þann, sem kaupir vöru í eigin nafni fyrir annan aðila og greiðir andvirði hennar.
23. gr.
Kaupgreiðslur í peningum eða hlunnindum vegna mannahalds til öflunar teknanna skulu frádregnar. Framteljandi má þó ekki reikna sjálfum sér kaup eða skylduliði sínu, né heldur draga frá tekjum neitt það, er hann notar sjálfur eða skyldulið hans til eigin þarfa, nema því aðeins að sá, er vann, telji fram tekjur sér í lagi tilsvarandi við frádráttinn, enda skal þá sannanlegt, að hið reiknaða kaup sé ekki hærra en nauðsynlegt hefði verið að greiða öðrum fyrir jafn mikla aðstoð við öflun teknanna. Skyldulið eru allir þeir, sem framteljanda er að lögum skylt að framfæra, en þeir eru: maki, foreldrar og börn, þar með talin kjörbörn, stjúpbörn og fósturbörn.
Sé kaup goldið í fæði, þá skal draga frá sem kostnaðarverði þess nemur. Vinnu framteljanda og skylduliðs hans má þó ekki reikna með í kostnaðarverði fæðisins, nema talin sé til tekna á móti og ekki má heldur reikna með vinnu hjúa, sem starfa við innanhússtörf í þágu búrekstrar eða við hliðstæðar aðstæður. Kaup hjúanna kemur til frádráttar sem slíkt og má því ekki reikna vinnu þeirra til frádráttar í annað sinn sem hluta af kostnaðarverði fæðisins: Búsafurðir eða aðrar framleiðsluvörur framteljanda, t. d. kjöt, mjólk, kartöflur, fiskur o. s. frv. skulu hins vegar taldar með í kostnaðarverði fæðisins, enda skal framteljandi jafnframt telja sér þær til tekna ásamt annarri framleiðslu.
Hjá bændum og öðrum, sem ekki færa sérreikning yfir fæðiskostnað starfsfólks, skal meta fæðið til frádráttar. Af því sem segir í síðustu mgr. leiðir að miða ber við efnis-, eldsneytis- og áhaldakostnað, en sleppa vinnukostnaði víð fæðið.
Með hliðsjón þar af skal ríkisskattanefnd meta fæði til frádráttar að fengnum tillögum skattstjóra. Hins vegar skal meta fæðið að meðtöldum vinnukostnaði til tekna hjá starfsfólki, sbr. 13. gr. B.
Draga skal frá, ef atvinnurekandi greiðir húsnæði vegna starfsfólks og einnig má reikna til frádráttar húsnæði, sem atvinnurekandi lætur starfsfólki í té í húsi, sem hann á sjálfur, en þá skal hann jafnframt reikna sér tilsvarandi tekjur af húsinu. Í báðum tilvikum skal húsnæðið metið til tekna hjá starfsfólkinu.
Sé kaup greitt í einhverskonar öðrum hlunnindum, svo sem bifreiðastyrk, fatnaði o. s. frv., þá skal það dregið frá, þó ekki hærra en kostnaðarverði nemur. Ef um er að ræða búsafurðir eða aðrar framleiðsluvörur atvinnurekanda sjálfs, þá skulu þær vörur, jafnframt því að vera taldar til frádráttar sem greitt kaup, vera taldar sem tekjur af atvinnurekstri hans.
Gjafir og styrki til starfsfólks má því aðeins leyfa til frádráttar, að þær séu gefnar upp með öðrum kaupgreiðslum og að um beinan kaupauka sé að ræða ekki tækifærisgjafir.
Til rekstrarkostnaðar telst enn fremur launauppbót greidd starfsmönnum, hvort sem hún er greidd í reiðufé eða hlutabréfum eða öðrum innistæðum hjá fyrirtækinu. Ekki má draga frá:
1. Kaup vegna starfa í einkaþágu framteljanda.
2. Kaup vegna nýbygginga, húsa eða skipa, jarðabóta eða annarra aukninga eða endurbóta á eignum gjaldanda.
24. gr.
Greiddar leigur vegna öflunar teknanna skal draga frá tekjum, þar á meðal húsaleigu, ásamt ljósi og hita og ræstingu vegna atvinnurekstrar. Ef aðili notar sama húsnæði bæði til eigin íbúðar og atvinnurekstrar, verður að áætla, hve mikið af kostnaðinum tilheyri rekstrarkostnaði. Sé aðili sjálfur eigandi húsnæðis þess, sem hann notar til atvinnurekstrar, skal meta leiguna til gjalda víð atvinnureksturinn og til tekna af húseigninni.
Draga skal frá landskuld af leigujörðum og leigur eftir kúgildi eða annað lausafé, sem búrekstri tilheyrir.
Draga skal enn fremur frá skipaleigu, bifreiðaleigu eða leigu eftir hverjar þær eignir. sem á leigu hafa verið teknar til öflunar teknanna.
Sé leiga greidd fyrirfram, þá skal hún dregin frá tekjum hlutfallslega ár hvert miðað víð leigutíma, en eftirstöðvarnar taldar til eignar.
25. gr.
Viðhald á arðberandi einum eða öðrum eignum, sem notaðar eru við atvinnureksturinn, skal draga frá tekjum. Viðhald telst það, sem gera þarf til þess að halda eignunum eða einstökum hlutum þeirra í svipuðu ástandi og þær voru í, þegar aðili eignaðist þær, hvort heldur þær voru þá gamlar eða nýjar.
Þó að eign.gangi úr sér fyrir aldurs sakir, þ. e. fyrnist, þá skal hún samt talin í svipuðu ástandi að því er viðhald varðar. Fyrning hennar kemur hins vegar til frádráttar skv. 28. gr.
Ef aðili lætur endurbæta eign, sem hann hefur keypt, ellegar er orðin úr sér gengin fyrir aldurs sakir, stækka eign, eða breyta henni, því skal það ekki talið til viðhalds.
Til viðhalds skal aftur á móti telja, að halda eigninni í svipuðu ástandi og hún varð að stækkun, breytingu eða endurbót lokinni.
Sé annars vegar viðhald og hins vegar breytingar, endurbætur og/eða stækkun framkvæmd í einu lagi, verður að meta, hvað telst til hvors um sig.
Ef eigendaskipti verða að húsi eða öðrum eignum, má eigi leyfa til frádráttar hærri fjárhæðir til viðhalds en teljast mega eðlilegar og venjulegar, hvorki hjá seljanda né kaupanda. Það, sem í slíkum tilfellum er umfram venjulegt viðhald, skal talið endurgoldið með söluverði eignarinnar ellegar hluti af kaupverði, þ. e. kostnaðarverði hennar.
Ef eigandi vinnur sjálfur að viðhaldi eignar sinnar, þá skal sú vinna ekki talin til frádráttar, nema hún sé talin til tekna á móti, að öðrum kosti skal aðeins aðkeypt vinna og efni talin til frádráttar.
Ef endurnýjuð er eign, sem eyðzt hefur vegna slysa eða af öðrum ástæðum, t. d, skip farizt, bryggja ónytzt, hús brunnið eða fokið o. s. frv., þá telst það ekki til viðhalds, en heimilt getur þá verið að veita lækkun á tekjuskatti skv. 49. gr., ef fyrning var ekki leyfð skv. 28. gr. A. eða tjónið bætt, sbr. 20. gr. 3. og 4. tl.
Þegar um er að ræða flokkunarviðgerðir skipa og hliðstæðar viðgerðir flugvéla, er ríkisskattanefnd heimilt að leyfa útgerðar- og flugrekstrarfyrirtækjum, sem þess óska, að dreifa greiddum kostnaði af slíkum viðgerðum til frádráttar tekjum það ár, sem viðgerðin var framkvæmd og næstu ár þar á eftir, þó ekki á lengri tíma en viðurkennt flokkunartímabil.
26. gr.
Frá tekjum skal draga vesti af öllum skuldum aðila föstum og lausum, þar m°ð taldir dráttarvextir af lánum og einnig sköttum og útsvörum. Enn fremur lántökukostnað og framlengingar- og eða stimpilgjald af víxlum, sem teknir eru í sambandi við atvinnureksturinn.
Afföll af lánum skal draga frá. Skulu þau færð til gjalda skv. reglum í 14. gr. C. 1. tl.
Draga má vextina frá , enda þótt þeir verði ekki beinlínis heimfærðir undir tilkostnað við öflun teknanna (rekstrarkostnað), þ. e. vexti af skuldum má draga frá, eins þótt skuldari hafi hvorki tekjur af eignum eða sjálfstæðum atvinnurekstri. Til gjalda má þó eigi færa:
a. Vexti af ábyrgðarskuldum, sem áfallnir eru áður en lánið fellur á aðila.
b. ógreidda vesti, þótt fallnir séu í gjalddaga, ef efnahagur og aðrar ástæður skuldara eru þannig, að fullkominn vafi geti leikið á því, hvort hann muni greiða vextina. Skal um það hafa til hliðsjónar, hvort skuldareigandi telur sér vextina til tekna.
c. Vexti af því fé, sem aðili hefur sjálfur lagt í atvinnurekstur sinn. Félög og stofnanir (sjá 2. gr.) mega ekki heldur draga frá vesti af hlutafé, stofnfé eða tryggingarfé, nema skv. ákvæðum 46. gr. Vettir af stofnsjóðum samvinnufélaga teljast þó ekki hér með, sbr. 13. og 44. gr.
27. gr.
Frá tekjum skal draga:
A. Keyptar vörur og orku til notkunar við reksturinn, svo sem kol, olíu, salt, veiðarfæri og beitu til útgerðar, áburð, fræ, fóðurefni o. fl. til landbúnaðar, raforku, eldsneyti, endingarlítil smáverkfæri, umbúðir o. fl. til framleiðslu iðnvarnings.
Um slíkar eyðslu- og neyzluvörur gildir hið sama og segir um sölu- og iðnaðarvörur í 22. gr. Til gjalda telst aðeins það, sem notað hefur verið á árinu, en það sem óeytt er, færist til eignar í árslok á kostnaðarverði.
Áburð, fræ, girðingarefni, vélavinnu o. þ. h. til nýræktar eða jarðabóta, skal ekki telja til rekstrarkostnaðar, sama er um aðrar áður taldar vörur, ef þær eru notaðar til endurbóta eða aukningar á eignum aðila.
B. Tolla, skatta og skyldutryggingar, sem bundnar eru við sérstaka tegund atvinnu eða atvinnurekstrar ellegar sérstaklega ákveðnar eignir. Þar til telst meðal annars: Framleiðslutollur, útflutningsgjöld, skemmtanaskattur o. s. frv., fast
eignagjöld, fasteignaskattur og brunabótagjöld af fasteignum, vátryggingarið- gjöld skips, bifreiðaskattur, bifreiðatryggingar o. fl.
Gjöld af fasteignum má ekki draga frá, nema eignirnar séu arðberandi, t. d. ekki gjöld af sumarbústöðum, nema útleigðir séu, enda skulu einkaafnot af þeim ekki reiknuð til tekna. Ekki má heldur draga frá skatt af bifreiðum, sem notaðar eru í einkaþágu. Sama er um gjöld af öðrum eignum, sem ekki eru notaðar til öflunar teknanna.
Stimpilgjöld og þinglestrargjöld í sambandi við eignaskipti (kaupsamning og afsal), má eigi heldur draga frá nema um skattskyldan söluhagnað sé að ræða, sbr. 15. gr.
C. Iðgjöld af ólögboðnum tryggingum arðbærra eigna eða atvinnurekstrar, sem greidd eru til þess að tryggja eignirnar og halda þeim við.
D. Félagsgjöld til atvinnurekendafélaga, þó ekki umfram 5 ‰ - fimm af þúsundi af veltu fyrirtækjanna. Enn fremur iðgjöld atvinnurekenda til sjúkrasjóða, styrktarsjóða og atvinnuleysistryggingasjóða, sem atvinnurekendum er skylt að greiða skv. heildarkjarasamningum eða lögum, þar með taldar iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda skv. 28. og 40. gr. lags nr. 40/1963 um almannatryggingar og iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda skv. lögum nr. 29/1956 um atvinnuleysistryggingar.
E. Málskostnað og lögfræðilega aðstoð við öflun tekna. Lögfræðilega aðstoð við kaup og sölur fasteigna eða annarra eigna má þó ekki draga frá, nema um skattskyldan söluhagnað sé að ræða í því sambandi, sbr. 15. gr. Ekki má heldur draga frá lögfræðilega aðstoð við stofnun fyrirtækis. Slík aðstoð telst til stofnkostnaðar, sem heimilt er að afskrifa skv. 23. gr. D.
Sektir má ekki draga frá. Lögtakskostnaður er ekki heldur frádráttarbær.
Hafi ólöglegur ágóði verið sannanlega talinn til tekna, en siðar verður upptækur, má draga hann frá tekjum þess skattárs, er hann var framtalinn.
Ferðakostnað í þágu atvinnurekstrar. Ekki má þó draga frá hærra en raunverulegum ferðakostnaði nemur. Ef hærra er greitt, þá ber að skoða það sem kaupauka og er hann óheimill til frádráttar, nema að upp sé gefinn með greiddum launum, sbr. 23. gr. (gjafir og kaupauki).
G. Veittan afslátt og greiddar verðuppbætur á vörur eða þjónustu skv, almennum viðskiptavenjum, enda sé fullnægjandi grein gerð fyrir því, að ekki sé verið að úthluta neinum viðskiptamanni ágóða af viðskiptum við þriðja marin eða úthluta arði, sbr. 14. gr. C. 3.
Þeir, sem afslátt fá eða uppbætur, skulu telja sér slíkar greiðslur til tekna, ef þær eru viðkomandi tekjuöflun þeirra, enda sé um að ræða áður ótaldar tekjur ,eða afslátt af áður gjaldfærðum frádráttarbærum útgjöldum.
H. Póstgjöld, símakostnað, auglýsingar, pappír, ritföng og/eða annan skrifstofukostnað vegna atvinnurekstrar. Þá má og draga frá risnu vegna atvinnurekstrar eftir mati skattstjóra, enda verði hún talin sem skyldukvöð eða óhjákvæmileg til öflunar teknanna,
I. Bústofnsskerðingu, sbr. 17. gr. B. 3.
J. Aðstöðugjald skv. III. kafla laga nr. 69/1962.
K. Landsútsvar skv. IV. kafla laga nr. 69/1962.
28. gr.
A. Frá tekjum skal draga fyrningu þeirra eigna, sem notaðar eru við öflun teknanna. Sömu reglum um fyrningu eigna skal fylgja frá ári til árs. Heildarfyrning eignar skal nema kostnaðarverði hennar, að frádregnu niðurlagsverði. Árleg fyrning skal reiknast kostnaðarverð eignarinnar, að frádregnu niðurlagsverði hennar, deilt með áætluðum endingartíma.
Kostnaðarverð eignar í þessu sambandi telst kaupverð eða framleiðsluverð hennar að viðbættum tollum, flutningsgjöldum, niðursetningarkostnaði og öðrum áföllnum kostnaði, þó eigi vöxtum, þar til eignin er nothæf til tekjuöflunar, en að frádregnum óafturkræfum styrkjum til kaupa eignarinnar, sbr. 16. gr. B, afslætti, eftirgjöf skulda eða skaðabótum, sem til falla í sambandi við kaup eignarinnar. Til kostnaðarverðs telst einnig kostnaður við endurbætur, breytingar eða endurbyggingu eignarinnar.
Niðurlagsverð eignar skal talið 10 % af kostnaðarverði hennar, nema annað sé sannað.
Áætlaður endingartími eignar, er sá árafjöldi, sem ætla má að eignin haldi notagildi sínu, efnislega og tæknilega. Fyrning húsa, annarra en verksmiðju- og vörugeymsluhúsa, gróðurhúsa, svo og 5istihúsa, meðan á starfstíma stendur, skal þó reiknuð af fasteignamati. Um önnur frávik vísast til B. og C-liðar þessarar greinar.
Hámarksfyrning, miðuð við áætlaðan lágmarksendingartíma eftirtalinna eigna, skal vera sem hér segir:
1. Bifreiðir:
Leigubifreiðir .................................................................................................. 20%
Læknabifreiðir ................................................................................................ 15%
Strætisvagnar og áætlunarbifreiðir til langferða ................................................. 25%
Vörubifreiðir .................................................................................................. 20%
2. Byggingar og önnur mannvirki:............................................................................
Benzingeymar og dælur til benzínsölu .............................................................. 10%
Bryg;jur úr timbri ............................................................................................ 10%
Dráttarbrautir ................................................................................................ 13 %
Gistihús, meðan á starfstíma stendur .................................................................. 4%
Gróðurhús ...................................................................................................... 10%
Loðdyrabú og tilheyrandi girðingar .................................................................. 15%
Rafstöðvar (dísil- og gufuknúnar) ...................................................................... 8%
Rafstöðvar (vatnsorkukmínar) ........................................................................... 4%
Síldarsöltunarbryggjur (plön) ........................................................................... 10%
Stálgeymar (tankar) .......................................................................................... 4%
Steinsteyptir geymar (tankar)............................................................................ 3 %
Steinhús (af fasteignamati) ............................................................................... 4%
Timburhús (af fasteignamati) ............................................................................. 6%
Torfhús (af fasteignamati) .................................................................................. 8%
Verksmiðju- verkstæðis- og vörugeymsluhús .................................................... 4%
Verksmiðjuhús, sem notuð eru til vinnslu landbúnaðar- og sjávarafurða ............ 10%
3. Flugvélar og flugtæki:
Flugvélar ........................................................................................................ 20%
Hreyflar ......................................................................................................... 20%
Siglingatæki .................................................................................................... 20%
Önnur tæki ..................................................................................................... 20%
4. Iðnaðarvélar og tæki (verkfæri)
a. Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður:
Brauð og kexgerð ........................................................................................... 9%
Fiskiðnaður ................................................................................................... 20%
Fóðurblöndun ............................................................................................... 12%
Frysting ......................................................................................................... 20%
Kaffibrennsla og kaffibætisgerð ....................................................................... 12%
Kjötiðnaður ................................................................................................... 12%
Kornmölun ..................................................................................................... 12%
Mjólkuriðnaður ............................................................................................. 12%
Niðursuða ...................................................................................................... 12%
Pökkun ........................................................................................................... 9 %
Smjörlíkisiðnaður ........................................................................................... 12%
Sælgætisgerð .................................................................................................. 9%
Öl- og gosdrykkjaiðnaður .............................................................................. 12%
Annar matvæla- og drykkjarvöruiðnaður .......................................................... 9%
b. Vefjariðnaður:
Prjónlesiðnaður .............................................................................................. 15%
Ullariðnaður , ................................................................................................ 18%
Veiðarfæraiðnaður ......................................................................................... 15%
Annar vefjariðnaður ........................................................................................ 15%
c. Fata- og vefnaðarvöruiðnaður:
Skóiðnaður .................................................................................................... 15%
Annar fata- og vefnaðarvöruiðnaður ................................................................ 15%
d. Timbur- og korkiðnaður:
Tunnusmíði .................................................................................................... 12%
Annar timbur- og korkiðnaður ........................................................................ 15%
e. Pappírs- og pappaiðnaður:
Umbúðaiðnaður ............................................................................................. 15%
Annar pappírs- og pappaiðnaður ................................................................... 12%
f. Prentun, bókband og prentmyndagerð:
Bókband ........................................................................................................ 12%
Prentletur ....................................................................................................... 20%
Prentmyndagerð ............................................................................................. 15%
Setning og prentun ........................................................................................ 15 %
Önnur áhöld og tæki til prentunar, bókbands og prentmyndagerðar .................. 10%
g. Skinna- og leðuriðnaður (annar en fataiðnaður)
Sútun ........................................................................................................... 18 %
Töskugerð .................................................................................................... 15%
Annar skinna- og leðuriðnaður ........................................................................ 15%
h. Gúmíiðnaður ............................................................................................ 12%
i. Efnaiðnaður (kemiskur iðnaður):
Hreinlætisvöruiðnaður........................................................................................ 9%
Hvalvinnsla...................................................................................................... 18%
Lifrarbræðsla.................................................................................................. 18%
Lýsishreinsun og lýsisherzla.............................................................................. 18%
Málningar- og lakkiðnaður . . . . . . . .. . . . . . . . . . . . . .. . . . . .. .. . . . . . . .......... 9%
Síldar- og fiskimjölsvinnsla .............................................................................. 18%
Annar efnaiðnaður ............................................................................................ 9%
j. Steinefnaiðnaður:
Bræðsluofnar ................................................................................................. 18%
Gleriðnaður..................................................................................................... 10%
Grjót-, malar- og sandnám ............................................................................. 12%
Leirsmíði og postulínsiðnaður .......................................................................... 10%
Námugröftur .................................................................................................. 18%
Pipu-, steina- og hellugerð ... .......................................................................... 12%
Steinsteypuframleiðsla .................................................................................... 18%
Annar steinefnaiðnaður ................................................................................... 10%
k. Málmiðnaður:
Blikksmiði :..................................................................................................... 12%
Umbúðaiðnaður ............................................................................................. 15%
Annar málmiðnaður ... .................................................................................... 15%
l. Ýmis iðnaður:
Plastiðnaður ................................................................................................... 12%
Skartgripa- og góðmálmaiðnaður .................................................................... 12%
m. Aðrar iðnaðarvélar og tæki (verkfæri) ót. a. ............................................ 9%
n. Jarðvinnslu- og landbúnaðarvélar og tæki:
Dráttarvélar (á hjólum) ................................................................................... 20%
Skurðgröfur ................................................................................................... 20%
Aðrar jarðvinnslu- og landbúnaðarvélar og tæki .............................................. 15%
6. Mannvirkjagerðar- og vöruflutningatæki:
Beltadráttarvélar (jarðýtur) ............................................................................. 25%
Farandloftþjöppur .......................................................................................... 20%
Loftþjöppur ..................................................................................................... 1%
Uppskipunar- og bvggingakranar .................................................................... 15%
Vélskóflur ...................................................................................................... 20%
Vörulyftur ........................................................................................................ 8%
Önnur mannvirkjagerðar- og vöruflutningatæki ................................................ 15%
7. Skip og skipsbúnaður:
Farþegaskip úr stáli með vél ............................................................................. 8%
Fiskiskip úr stáli með vél ................................................................................. 12%
Mótorvélar í fiskiskip ...................................................................................... 20%
Opnir bátar .................................. ................................................................. 15%
Skip úr eik án vélar ........................................................................................ 12%
Skip úr furu án vélar ....................................................................................... 15%
Tankskip með vél ........................................................................................... 10%
Vöruflutningaskip úr stáli með vél ...................................................................... 8%
Önnur skip tír stáli með vél ............................................................................. 12%
Kraftblokkir :.................................................................................................. 20%
Siglina- og fiskileitartæki ..... ........................................................................... 20%
8. Ýmsar vélar og tæki
Fjölritarar og áhöld til fjölritunar ...................................................................... 12%
Fólkslyftur ........................................................................................................ 6%
Hárgreiðslu- og rakarastofutæki ...................................................................... 15%
Hótel-innbú (annað en borðbúnaður) .............................................................. 10%
Kvikmyndasýningarvélar ................................................................................ 10 %
Ljósmyndatæki .............................................................................................. 15%
Lækningatæki og rannsóknartæki lækna ......................................................... 10%
Rannsóknartæki og vélar ................................................................................ 15%
Skrifstofuvélar og áhöld .................................................................................. 12%
Skýrslugerðarvélar ......................................................................................... 15%
Þvottahúsa- og efnalaugavélar . .......... ...... ...... .. ............ ............................. 12%
Hafi fyrnanleg eign verið aðeins hluti af ári í eigu gjaldanda, skal reikna ársfyrningu hlutfallslega frá þeim tíma, sem eignin var tekin í notkun.
Nú er fyrnanleg eign seld eða hún ferst, og skal þá reikna ársfyrningu til gjalda hlutfallslega miðað við söludag eða tjóndag, þó má fyrna niður í söluverð eða tjónbætur, sé það lægra en kostnaðarverð að frádregnum fyrningum.
Sé söluverð eignar hins vegar hærra en kostnaðarverð að frádregnum fyrningum, skal mismunurinn teljast skattskyldar tekjur, sbr. 1. og 2. mgr. 16. gr. Nú verður eign ónothæf áður en fyrningu hennar er lokið og skal þá færa
fyrnanlegar eftirstöðvar til gjalda á því ári, þó að frádregnum tjónbótum. Niðurlagsverð eignar skal færa til gjalda á því ári, sem hún hverfur úr eigu skattþegns, þó að frádregnum tjónbótum eða söluandvirði, ef eitthvað er. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, má víkja til hækkunar frá hámarksársfyrningu, og sker ríkisskattanefnd úr um réttmæti þeirra undantekninga.
Ef eignarréttur til einhverrar eignar er takmarkaður við vissan árafjölda, þannig að aðili verður að láta eignina af hendi eða eyðileggja hana innan ákveðins tíma, endurgjaldslaust, má miða fyrningu eignarinnar við þann tíma, sem eignin á eftir að vera í eigu gjaldanda, í stað áætlaðs endingartíma. Verði eignin látin af hendi endurgjaldslaust, reiknast ekkert niðurlagsverð, en komi bætur fyrir reiknast þær niðurlagsverð.
Skip, sem eru í notkun aðeins 2-3 mánuði á ári hverju, skulu fyrnd með 90% af venjulegri ársfyrningu. Ef skipi er lagt upp, þannig að það sé ónotað árlangt eða lengur, skal það fyrnt með 75% af venjulegri ársfyrningu.
Fyrning skal því aðeins leyfð til frádráttar tekjum, að fært sé svo fullnægjandi bókhald, að séð verði, hvernig hún er reiknuð og bókfærð, þannig að á hverjum tíma sé auðvelt að sannprófa hang.
Ef skattstjóri telur eignir, sem fallið geta undir ýmsa fyrningarflokka, eigi nægilega aðgreindar í bókhaldi, skal hann reikna fyrningarhundraðshlutann svo sem allar eignirnar kæmu í þann fyrningarflokk, sem lægstan hefur fyrningarhundraðshlutann.
Fyrning á eignum skal reiknuð árlega og talin til frádráttar. án tillits til hagnaðar eða taps gjaldanda.
B. Eftirtaldar eignir má í stað venjulegra fyrninga fyrna um 20% á ári í 3 ár, frá því er þær eru teknar í notkun: Fiskiskip og önnur veiðiskip, flutningaskip, flugvélar, til farþega- af vöruflutninga, síldarverksmiðjur, dráttarbrautir af vinnslustöðvar fyrir sjávarafurðir og landbúnaðarafurðir. Þó skulu þau fyrirtæki, er njóta styrks úr ríkissjóði, ekki njóta þessarar sérstöku fyrningar, svo fremi að styrkurinn sé jafnhár eða hærri en fyrningum þessum nemur. Sé styrkurinn hins vegar lægri, má fyrna eignir þessar þannig, að styrkurinn að viðbættum fyrningum nemi 20 % á ári í 3 ár.
Þegar fyrning er í fyrsta sinn ákveðin skv. 1. mgr. skulu skattyfirvöld ákveða heildarfyrningarupphæð hverrar eignar.
Nú gengur eign kaupum og sölum, o, skal þá hinn síðari eigandi aldrei njóta hærri fyrninga en hinn fyrsti hefði notið.
Tap það, sem kann að orsakast af aukafyrningum þessum, má flytja milli ára og draga frá skattskyldum tekjum, unz því hefur verið náð upp.
Eftir að lokið er fyrningum skv. ákvæðum þessum, skal haldið áfram að fyrna, skv. ákvæðum A-liðs þessarar gr., það sem eftir stendur af leyfðri heildarfyrningarupphæð eignarinnar.
C. Af þeim fastafjármunum atvinnufyrirtækja, sem keyptir hafa verið fyrir 1. janúar 1962, skal reikna fyrningu með ákveðnum hundraðshluta af matsverði, að frádregnu niðurlagsverði, sbr. K-lið 57. gr., miðað við þann árafjölda; sem eftir er af áætluðum endingartíma, enda hafi mat farið fram skv. ákvæðum K-liðar 57. gr.
Niðurlagsverð í þessu sambandi skal talið 10% af endurkaupsverði, nema annað sé sannað.
D. Frá tekjum skal drama afskrift af stofnkostnaði. Hámarksafskrift, sem leyfa má, er 20% á ári hverju, þannig að stofnkostnaðurinn verði að fullu afskrifaður á 5 árum.
Til stofnkostnaðar telst t. d. stofngjald af síma, stimplun hlutabréfa, skráning fyrirtækja, svo og sérhverjar aðrar greiðslur, sem greið:z þarf í eitt skipti fyrir öll, vegna stofnunar eða undirbúnings að starfrækslu fyrirtækis, þó ekki greiðslu fyrir einkaleyfi eða verzlunarleyfi.
E. Til frádráttar tekjum má eigi fyrna:
1. Eignir sem tilheyra ekki atvinnurekstri. Sé eign notuð bæði í þágu atvinnurekstrar og í einkaþágu atvinnurekanda sjálfs, verður að meta hve mikið af notkuninni tilheyrir rekstrinum og miða frádráttarbæra fyrningu við það.
2. Lönd og lóðir eða aðrar slíkar eignir, sem eigi rýrna eða ganga úr sér við notkun. Rýrnun á bústofni kemur fram í bústofnsskerðingu (sjá 27. gr. I) og rýrnun vörubirgða kemur fram í mati þeirra, og verður því fyrning eigi reiknuð á annan hátt.
3. Viðskiptavild (,,goodwill"). Hún telst hluti af kaupverði því, sem fyrir fyrirtæki er gefið.
F. Til frádráttar tekjum má ekki færa:
1. Verðlækkun fjármuna.
2. Eignatjón vegna atvika, sem eigi má sjá fyrir, svo sem eldvoða. flóði, jarðskjálfta o. þ. h., nema sérstaklega sé leyft t.d. sem bústofnsskerðing eða fyrning, en heimilt getur þá verið að veita lækkun á tekjuskatti skv. 49. gr.
29. gr.
Töpuð útlán, þ. e. tapaðar útistandandi skuldir, skulu dregnar frá tekjum, enda sé eftirgreindum skilyrðum fullnægt:
A. Að skuldin stafi beinlínis af atvinnurekstri aðila. Hér koma því eigi til greina töp á hlutabréfum eða öðrum slíkum framlögum til félaga, töp vegna ábyrgða o. þ. h. Þótt atvinnurekandi hafi gengið í ábyrð. veitt peningalán eða veitt einhverja slíka aðstoð til stofnunar eða rekstrar fyrirtækis, gegn því að verða vissra viðskiptakjara aðnjótandi, teljast þau töp, sem þannig kunna að vera tilkomin, eigi frádráttarbær. Ekki heldur þótt t. d. tvö fyrirtæki hafi gengið í ábyrgð hvort fyrir annað.
Til frádráttar koma eigi heldur afskriftir, sem telja má gjöf þótt upphaflega sé veitt sem lán að forminu til en síðan afskrifuð.
Þjófnaðartöp, sem ekki fást bætt, eru frádráttarbær, enn fremur sjóðþurrðir hjá gjaldkera fyrirtækis, enda sannað við réttarrannsókn.
B. Að sönnur séu fyrir því, að fjárhæð skuldarinnar hafi áður verið talin til tekna hjá aðila.
C. Að vitanlegt sé, að skuldin sé töpuð og að það hafi orðið vitanlegt á því ári, sem frádrátturinn kemur á. Skuld telst vitanlega töpuð:
1. Ef skuld er fyrnd eða sannast á fullnægjandi hátt, að eignir séu eigi til fyrir henni eða hún verði eigi greidd, svo sem við gjaldþrot, nauðasamninga, árangurslaust fjárnám o. þ. h.
2. Ef telja má fullvíst, að skuldin fáist eigi greidd, enda þótt atvik þau, sem um ræðir í 1. tl. séu eigi fyrir hendi. Líkur einar eru þó eigi nægar, heldur verða öll rök að liggja til þess, að skuldin sé að fullu töpuð. Að það hafi sýnt sig við ítrekaðar innheimtutilraunir, að skuldari sé ófær til greiðslu, að hvorki fáist af skuldinni afborganir og vextir né veð fyrir henni, og efnahagur skuldara og afkoma sé þannig, að greiðslu verði ekki að vænta, enda sé eigi um gagnkröfu að ræða af hans hendi.
Nú tapast hluti af skuld, t. d. við gjaldþrot eða samninga um eftirgjöf, eða veð fæst aðeins fyrir nokkrum hluta skuldar, ellegar á annan hátt fengin vissa fyrir því, að hluti af skuldinni fáist eigi greiddur, og er þá leyfilegt að afskrifa þann hluta, enda hafi skuldareigandi fullnægjandi reikningskil.
Ef skuld er afskrifuð, er skuldara eigi leyfilegt að telja hang til skuldar. nem;t sérstakar ástæður séu fyrir hendi, er skattstjóri tekur gildar.
Sé eitthvað innborgað af skuld, sem afskrifuð hefur verið, telst j>;;ð til tekna það ár, sem greiðsla átti sér stað.
Senda ber skattstjóra sundurliðaða skrá yfir þær skuldir, sem taldar eru tapaðar, með tilgreindu nafni og heimilisfangi hvers einstaks skuldara ásamt skuldafjárhæð og þeim upplýsingum, sem þurfa þykir. Enn fremur lista yfir innborganir af áður afskrifuðum skuldum, ef einhverjar eru.
30. gr.
Tap, sem verður á atvinnurekstri félaga eða einstaklings, má flytja milli ára um fimm áramt og draga frá skattskyldum tekjum, þar til það er að fullu greitt, enda hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir tapi:u á framtali til tekju- og eignarskatts fyrir það ár, þegar tapið varð. Milli ára er þó ekki leyfilegt að færa tap, ef það eða skuldir þær, sem mynduðust þess vegna, hefur verið eftirgefið fyrir ráðstafanir hins opinbera.
Þeir skattgreiðendur sem hafa orðið fyrir tapi vegna atvinnurekstrar síns árið 1956 og síðan, fram að gildistöku lag;t nr. 70/1962 og hafa ekki unnið upp tapið, skulu njóta frádráttar skv. 1. mgr. þessarar gr., eins og ákvæðið hefði verið í gildi, þegar tapið varð.
Tap, sem myndast hefur vegna sérstakra afskrifta, sjá 28. gr. B. þessarar reglugerðar (sbr. lög nr. 59/1946, nr. 15/1949, nr. 103/1950, nr. 44/1954, nr. 90/1957 og nr. 33/1960) má færa milli ára og draga frá skattskyldum tekjum, unz það er að fullu greitt og er því millifærsla slíks taps ekki bundin við fimm áramót.
IV. KAFLI
Um almennan frádrátt frá tekjum.
31. gr.
A. Allir skattskyldir aðilar, sem heimilisfastir eru hér á landi. mega draga frá vexti af skuldum skv, þeim reglum, er segir í 26. gr.
B. Hver sá, er hérlendis á arðberandi húseign eða aðra fasteign, má draga frá tekjum af eigninni viðhald skv. 25. gr., fasteignagjöld skv. 27. gr. B. og fyrningu skv. 28. gr.
C. Allir skattskyldir aðilar, sem heimilisfastir eru hér á landi, mega draga frá tekjum sínum tap, sem orðið hefur á atvinnurekstri og einnig flytja tapið milli ára um fimm áramót skv. þeim reglum, er segir í 30. gr.
32. gr.
A. Frá embættistekjum skal draga þann kostnað, sem embættisreksturinn hefur í för með sér, svo sem skrifstofukostnað og lögmæltar kvaðir, er á embættinu hvíla. Kostnaður, sem leiðir af frádvölum embættismanns frá embættisstörfum, telst ekki til embættiskostnaðar í þessu sambandi, nema sé vegna starfa í almennings þágu. Flutningskostnaður milli embætta, þ. e. þegar embættismaður flytur alfarinn til þess að taka við öðru embætti, er eigi heldur frádráttarbær eða annar slíkur kostnaður, sem eigi snertir beinlínis embættisreksturinn sjálfan.
B. Þeir, sem fá greidda bifreiðastyrki, risnu, skrifstofufé og þess háttar, sbr. 3. tl. A-liðar 13. gr., en hafa hins vegar sannanlegan kostnað vegna þessa, mega draga kostnaðinn frá þessum tekjum sínum.
C. Þeir, sem langferðir fara vegna atvinnu sinnar, mega draga ferðakostnaðinn frá tekjum sinum, enda sé ferðakostnaðurinn ekki endurgreiddur af atvinnuveitanda. Það telst því aðeins langferð, að ferðakostnaður milli heimilis og atvinnustaðar nemi að minnsta kosti kr. 250.00 fram og til baka, enda sé miðað við venjuleg og óhjákvæmileg útgjöld. Auk fargjalds má taka tillit til fæðis á ferðalaginu og gistingarkostnaðar. Framteljanda ber að gera fulla grein fyrir kostnaðinum og skal þess gætt, að engum sé veittur hærri frádráttur en skattstjóri telur að nauðsynlegur hafi verið vegna ferðarinnar. Frádráttur hjá hverjum skattgreiðanda kemur að jafnaði til greina aðeins vegna einnar slíkrar langferðar á ári.
Kostnað vegna búferlaflutninga má ekki draga frá.
33. gr.
Launþegar mega draga frá tekjum sínum iðgjöld til stéttarfélaga, sjúkrasjóða og styrktarsjóða, enda sé félagsskapurinn myndaður um þá starfsgrein, sem viðkomandi hefur tekjur af. Tillög til annarra félaga má ekki draga frá.
Frádráttur launþega skv. þessari gr. má ekki vera umfram 5% - fimm af hundraði - af launatekjum.
34. gr.
A. Draga skal frá öll iðgjöld af lífeyri, sem skattgreiðandi er skyldur lögum skv. að tryggja sér eða maka sinum og börnum eftir sinn dag, svo og iðgjöld af hverri annarri lögboðinni persónutryggingu, þar með talið iðgjald skv. 26. gr. laga nr. 40/1963 um almannatryggingar og enn fremur sjúkrasamlagsgjald skv. IV. kafla síðast nefndra laga.
B. Frá tekjum þeirra skattgreiðenda, sem eigi eru að lögum skyldir að tryggja sér eða maka sínum og börnum lífeyri, skal draga iðgjöld af slíkum lífeyri, ef greidd eru, enda hafi iðgjöldin sannanlega verið greidd á skattárinu. Draga má frá allt að 10% af launum eða nettó tekjum aðila. Þó ekki hærri upphæð en kr. 10 000.00 á ári. Heimilt er þó fjármálaráðherra að leyfa hærri iðgjaldagreiðslur til frádráttar tekjum, ef sérstakar ástæður mæla með því.
Greiði vinnuveitandi hluta af frádráttarbæru iðgjaldi eða það allt, dregst það frá tekjum hans sem rekstrarútgjöld, en telst ekki til tekna hjá launþega, enda minnkar þá réttur launþega til frádráttar sem því nemur og hverfur að fullu, ef vinnuveitandi greiðir allt iðgjaldið.
Ákvæði þessi gilda, þó að lífeyristrygging sé ekki bundin við lífstíð manns, heldur ákveðið árabil, enda sé það ekki skemmra en 10 ár.
Nú greiðir atvinnufyrirtæki stofnframlag til kaupa á lífeyristryggingum handa starfsmönnum sínum vegna liðins starfstíma og getur þá ráðherra veitt leyfi til, að stofnframlag komi til frádráttar skattskyldum tekjum fyrirtækisins, enda sé iðgjaldaupphæðinni skipt með jöfnum greiðslum á minnst 5 ár. Ekki má frádráttarhæft stofnframlag vera svo hátt í heild, að það veiti meiri lífeyrisréttindi vegna liðins starfstíma en árleg frádráttarhæf iðgjöld veita starfsmönnum fyrirtækisins vegna síðari starfstíma. Heimild þessi verður þó því aðeins veitt, að fullnægt sé öllum sömu reglum og gilda um tryggingar annarra aðila og uppfyllt þau skilyrði, sem í reglugerð þessari eru sett varðandi skattfrádrátt vegna iðgjalda af ólögboðnum lífeyristryggingum.
Skilyrði fyrir því, að iðgjöld af ólögboðnum lífeyristryggingum megi draga frá tekjum, eru, að tryggingin sé keypt hjá lífeyrissjóði, vátryggingafélagi eða stofnun, sem starfar eftir reglum, er fjármálaráðuneytið samþykkir.
Fé sjóðanna skal ávaxta á eftirfarandi hátt:
1. Í ríkisskuldabréfum.
2. Í skuldabréfum, sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs.
3. Í bönkum og sparisjóðum, sem fullnægja ákvæðum laga nr. 69/1941, svo og í innlánsdeildum skv. lögum um samvinnufélög.
4. Í skuldabréfum tryggðum með veði í húseignum allt að 50% af brunabótamatsverði eða sé brunabótamat ekki fyrir hendi, þá af matsverði, sem ákveðið er af 2 mönnum, sem fjármálaráðherra tilnefnir, og allt að 75% af fasteignamatsverði lóða í kaupstöðum og kauptúnum.
Fjármálaráðherra getur ákveðið fyrir 15. febrúar ár hvert, að sjóðirnir verji allt að 50% af tekjum sínum á því almanalaári, þar með taldir vextir og afborganir af útistandandi skuldum, til kaupa á tilteknum skuldabréfum þeirra tegunda, sem nefnd eru í 1. og 2. tl. næstu mgr. hér á undan.
Hver einstakur lífeyrissjóður skal árlega endurskoðaður af endurskoðanda, sem fjármálaráðherra tilnefnir.
C. Draga skal enn fremur frá iðgjöld af lífsábyrgð gjaldanda sjálfs og konu hans, en ekki barna þeirra, nema dregið sé frá tekjum barnanna sjálfra. Frádráttur skv. þessum lið má þó ekki nema meiru en kr. 4000.00 fyrir hvern einstakan og ekki heldur samanlagt fyrir hjón. Fyrir þá, sem ekki eru aðilar að lífeyrissjóðum, sbr. A- og B-lið þessarar gr., má þó frádráttur nema allt að kr. 6000.00.
35. gr.
A. Frá tekjum þeirra, sem stunda nám í framhaldsskólum, skal draga námskostnað eftir mati ríkisskattanefndar að fengnum tillögum skattstjóra. Skal í því sambandi höfð hliðsjón af því, hve löng skólagangan er, hve dýrt skólanámið er og hve miklu nemandinn kostar til þess sjálfur, sbr. 16. gr. B. 2. mgr. d. og 49. gr. A. 2.
B. Námskostnað, sem stofnað er til eftir tuttugu ára aldur, má draga frá tekjum næstu 5 ár eftir að námi er lokið, enda geri nemandi árlega, meðan nám stendur yfir, fullnægjandi grein fyrir námskostnaðinum og þar með hvernig fjár var aflað til greiðslu hans og annarra útgjalda, með sama hætti og öðrum framteljendum ber að gera grein fyrir fjáröflun til útgjalda sinna. Leggja skal fram vottorð frá viðkomandi skólum og önnur nauðsynleg sönnunargögn, eftir því sem við á.
Skattþegn, sem óskar að njóta frádráttar skv. þessum lið, skal enn fremur, með fyrsta framtali sínu eftir að námi er lokið, senda sundurliðað heildaryfirlit yfir námskostnaðinn og fjáröflun til greiðslu hans og annarra útgjalda á námsárunum svo og gera grein fyrir námsferli sínum, hvaða nám stundað, við hvaða skóla, hvenær og hve lengi og hvaða prófi lokið. Skattstjóri úrskurðar síðan heildarupphæð frádráttar og má þá hafa hliðsjón af almennum námsfrádrætti skv. A-lið þessarar gr., sem leyfður var við hliðstætt nám á sama stað og tíma.
Frá heildarupphæð frádráttar skv. þessum stafl. skal draga þann námsfrádrátt, sem færður hefur verið til frádráttar á framtölum skattþegns skv. A-lið og honum hefur að gagni komið til skattlækkunar og enn fremur þann frádrátt, sem foreldri hefur notið skv. 49. gr. A. 2. Það, sem þá verður eftir, má skattþegn draga frá tekjum næstu 5 ár, þó aldrei meira en ,~,, hluta hvert ár.
C. Heimilt er skattþegni að draga frá tekjum kostnað vegna kaupa á bókum, tímaritum og áhöldum til vísindalegra og sérfræðilegra starfa sinna.
Til þess að slíkur frádráttur fáist, verður skattþegn að leggja fram kvittanir fyrir greiðslu. Á kvittunum skal koma fram nafn skattþegns (þ. e. kaupanda), dagsetning, sem sýnir, hvenær kaupin eru gerð, enn fremur nafn seljanda, svo og magn og tegundarheiti þess, sem keypt er.
Sé skattþegn fastur áskrifandi að vísindalegum eða sérfræðilegum bókum eða tímaritum, sem ná til starfa hans, er nægilegt að kvittun fyrir áskriftargjaldi fylgi.
Frádráttur þessi nær eingöngu til þeirra, sem hafa sjálfstæðar tekjur af vísindalegum eða sérfræðilegum störfum, svo og þeirra, sem atvinnu sinnar vegna verða að fylgjast með nýungum starfi sínu viðkomandi, og ekki fá kostnaðinn greiddan frá öðrum, t. d. vinnuveitanda.
36. gr.
Frá tekjum skal draga einstakar gjafir til menningarmála, vísindalegra rannsóknastofnana, viðurkenndrar líknarstarfsemi og kirkjufélaga, þó ekki yfir 10% af skattskyldum tekjum gefanda, enda sé hver gjöf ekki undir kr. 300.00.
Skilyrði fyrir frádrætti umræddra gjafa er, að skattþegn leggi fram móttökukvittun frá stofnun, sjóði eða félagi, sem ríkisskattstjóri hefur veitt viðurkenningu fyrir að hafa á gjafaárinu heimild til að þiggja gjafir með þeim afleiðingum, að gefandi öðlist rétt til frádráttar skv. 1. mgr.
Málaflokkar þeir, sem til greina koma skv. þessari grein eru:
a. Hvers konar menningarmálastarfsemi fyrir almenning, svo sem byggingar skólahúsa og rekstur skóla, íþróttastarfsemi, fræðiritaútgáfa og fræðslukvikmyndagerð, bóka-, skjala-, lista- og minjasöfnun, bókmennta- og listastarfsemi, verndun fornra mannvirkja og sérstæðra náttúrufyrirbrigða, skóggræðsla, sandgræðsla o. fl., sem til menningarmála heyrir.
b. Hvers konar vísindaleg rannsóknarstarfsemi, hvort heldur er á sviði hugvísinda eða raunvísinda.
c. Hvers konar viðurkennd líknarstarfsemi. Hér til telst m. a. bygging og rekstur sjúkrahúsa, heilsuhæla, elliheimila, vöggustofa, barnaheimila, hæla fyrir drykkjusjúklinga og lamaða og fatlaða og annarra hliðstæðra stofnana. Hér til teljast enn fremur slysavarnir á landi, sjó og í lofti.
d. Starfsemi Þjóðkirkjunnar og annarra opinberlega viðurkenndra trúarfélaga, er söfnuði hafa hér á landi, starfsemi deilda innan slíkra safnaða, svo og hver önnur viðurkennd kirkjuleg starfsemi.
Tilmæli um viðurkenningu skv. 2. mgr. skal þiggjandi árlega senda ríkisskattstjóra fyrir 31. okt. næsta árs á undan því ári, sem viðurkenningin skal gilda fyrir, ásamt greinargerð um starfsemi stofnunarinnar og reikningum hennar fyrir næstliðið ár.
Tilmæli um viðurkenningu fyrir árið 1964 þurfa þó ekki að hafa borizt fyrr en 31. marz 1964. Viðurkenning, sem veitt er skv. þessari mgr., skal einnig gilda varðandi gjafir gefnar á árunum 1961, 1962 og 1963.
Nýstofnuð félög, sjóðir og stofnanir skulu senda umrædd tilmæli innan mánaðar frá stofnun og síðan árlega fyrir 31. okt., sbr. 4. mgr. þessarar gr. Fjármálaráðherra getur veitt undanþágu frá tímamörkum 4., 5. og 6. mgr. þessarar gr., ef sérstaklega stendur á.
37. gr.
Frá tekjum hjóna, sem gengið hafa í lögmætt hjónaband á árinu, skal draga kr. 20 000.00 vegna kostnaðar við stofnun heimilis.
Telji hjónin fram til skatts sitt í hvoru lagi, skiptist frádrátturinn jafnt milli þeirra.
Hafi konan haft tekjur á skattárinu áður en hún giftist, má skattleggja þær tekjur sérstaklega og skipta persónufrádrætti konunnar hlutfallslega miðað við tíma. Umræddur frádráttur vegna heimilisstofnunar skal þá dreginn frá tekjum á sameiginlegu framtali hjónanna.
38. gr.
Þegar skattur er lagður á tekjur, er renna til aðila, sem ekki eru heimilisfastir hér á landi, má draga frá tekjum þau útgjöld, sem beinlínis koma við þessum tekjum.
39. gr.
A. Sjómenn á íslenzkum fiskiskipum, þar með töldum sel- og hvalveiðiskipum, skulu fá frádrátt vegna hlífðarfatakostnaðar kr. 500.00 á mánuði, og miðast frádrátturinn við þann vikufjölda, er þeir eru háðir greiðslu slysatryggingariðgjalda sem fiskimenn.
Sömu aðilar skulu fá sérstakan frádrátt kr. 3000.00 á mánuði, ef vikufjöldinn, sem þeir eru háðir eru greiðslu slysatryggingariðgjalda, nær 6 mánuðum eða lengri tíma af skattárinu.
Hlutaráðnir menn skulu njóta frádráttar skv. 1. og 2. mgr. þessa stafi., þótt þeir séu ekki lögskráðir, enda geri útgerðarmaður fullnægjandi grein fyrir, hvernig hlutaskiptum er farið og yfir hvaða tímabil launþegi hefur tekið kaup eftir hlutaskiptum.
B. Ef sjómenn á íslenzkum fiskiskipum þurfa sjálfir að sjá sér fyrir fæði, skal draga þann fæðiskostnað frá tekjum þeirra. Ríkisskattanefnd skal meta fjárhæð þessa kostnaðar að fengnum tillögum skattstjóra.
Frádráttur þessi skal veittur öllum sjómönnum á fiskiskipum, hvert sem starf þeirra á skipinu er. Á skipum undir 12 rúmlestir skal miðað við róðrardagafjölda, en á stærri skipum við þann dagafjölda, sem lögskráð er.
C. Draga skal frá helming af björgunarlaunum, sem kynnu að hafa fallið í hlut skipverja skv. X. kafla siglingalaganna nr. 56/1914.
Undanþága þessi gildir þó ekki fyrir skipverja á skipum, sem eingöngu teljast björgunarskip. Undanþágan nær ekki heldur til hluta skipseigenda af björgunarlaunum.
D. Frá tekjum skal enn fremur draga fé það, sem einstaklingum á aldrinum 18-25 ára er skylt að spara skv. 1. mgr. 10. gr. lags nr. 42/1957.
40. gr.
Draga skal frá eignarskatt og eignarútsvar, sem greitt hefur verið á skattárinu.
Hins vegar er tekjuskattur og tekjuútsvar ekki frádráttarbært, og ekki heldur kirkju- og kirkjugarðsgjald.
V. KAFLI
Um fjölskyldufrádrátt, félagafrádrátt o, fl.
41. gr.
Frá hreinum tekjum heimilisfastra manna hér á landi skal draga:
1. Fyrir hvern einstakling, sem er sjálfstæður skattþegn kr. 50 000.00. Telji hjón, sem samvistum eru, fram sitt í hvoru lagi, þó aðeins kr. 35 000.00 hjá hvoru. Hjón, sem slitið hafa samvistum, skulu ekki heldur fá nema kr. 35 000.00 hvort, nema þau hafi fengið leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða vænta megi 1ð samvistaslitin séu undirbúningur að lögskilnaði eða þau muni ekki flytja saman aftur.
2. Fyrir hjón, sem telja fram sameiginlega, kr. 70 000.00.
3. Fyrir hvert barn, sem er á framfæri skattþegns og ekki fullra 16 ára í byrjun þess almanaksárs þegar skattur er lagður á kr. 10 000.00. Hér með teljast stjúpbörn, kjörbörn og fósturbörn, sem meðlag er ekki greitt með.
Ef foreldrar búa saman ógift, skal frádráttur vegna barns, sem þau eiga saman, skiptast til helminga milli þeirra.
Búi foreldrar ekki saman og annað þeirra hefur barn hjá sér en hitt greiðir meðlag, skal frádráttur einnig skiptast til helminga milli þeirra. Meðlagsgreiðsla, þar með talinn barnalífeyrir skv. 79. gr. lags nr. 40/1963 um almannatryggingar, skal ekki talinn til tekna hjá því foreldri, sem við henni tekur, og ekki til frádráttar hjá því foreldri, sem innir hana af hendi.
Barnalífeyrir skv. 16. gr. lags nr. 40/1963 um almannatryggingar, vegna þess að faðir barnsins er látinn, skal ekki heldur talinn til tekna hjá þeim, sem við honum tekur, enda skal þá aðeins leyfður helmingur frádráttar skv. 3. tl. 1. mgr. þessarar gr.
Ef einstæðir foreldrar eða aðrir einstaklingar halda heimili og framfæra þar skylduómaga síns, mega þeir draga frá skattskyldum tekjum sínum auk frádráttar skv. 1. mgr. þessarar gr. upphæð, er nemur kr. 10 000.00 að viðbættum kr. 2000.00 fyrir hvert barn.
Fjölskyldufrádráttur skal ætíð miðaður við fjölskyldustærð í árslok. Kvæntur maður fær því fullan frádrátt fyrir eiginkonu, þótt hann hafi ekki kvænst fyrr en í lok skattársins, sbr. þó síðustu mgr. 37. gr., og einnig fyrir barn, þótt ekki sé fætt fyrr en rétt fyrir árslok.
Um frádrátt vegna þeirra, sem látizt hafa á skattárinu, sjá 42, gr.
C. Draga skal frá helming af björgunarlaunum, sem kynnu að hafa fallið í hlut skipverja skv. X. kafla siglingalaganna nr. 56/1914.
Undanþága þessi gildir þó ekki fyrir skipverja á skipum, sem eingöngu teljast björgunarskip. Undanþágan nær ekki heldur til hluta skipseigenda af björgunarlaunum.
D. Frá tekjum skal enn fremur draga fé það, sem einstaklingum á aldrinum 18-25 ára er skylt að spars skv. 1. mgr. 10. gr. lags nr. 42/1957.
40. gr.
Draga skal frá eignarskatt og eignarútsvar, sem greitt hefur verið á skattárinu. Hins vegar er tekjuskattur og tekjuútsvar ekki frádráttarbært, og ekki heldur kirkju- og kirkjugarðsgjald.
42. gr.
Dánarbú fær ekki fjölskyldufrádrátt vegna hins látna, heldur aðeins þeirra ómaga. sem búið hefur haft á framfæri af lífs eru í árslok.
Vegna þeirra er látizt hafa á árinu má hins vegar veita frádrátt skv. 49. gr.
43. gr.
Frá heildartekjum þeirra útlendinga, sem landvistar- og atvinnuleyfi hafa hér á landi um tiltekinn tíma, dvelja hér um stundarsakir eða eru á förum af landi brott, skal draga beinan kostnað við öflun teknanna eftir sömu reglum og um aðra gjaldendur.
Útlendingar þeir, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar gr., njóta frádráttar skv. 41. gr. sem íslenzkir ríkisborgarar, en sé fjölskylda búsett erlendis, skal því aðeins veittur frádráttur hennar vegna, að sönnur séu færðar á, að gjaldandi hafi annazt framfærslu hennar.
Útlendir listamenn, sem afla sér hér tekna með list sinni, hvort heldur þeir atarfa í eigin nafni eða á annarra vegum, skulu fá frádreginn 1/3 hluta af skattgjaldstekjum eða hreinum tekjum, eftir því sem við á, við ákvörðun tekjuskatts og útsvars, enda njóti þeir ekki frádráttar skv. 1. og 2. mgr. þessarar gr.
44. gr.
Kaupfélög, pöntunarfélög og önnur samvinnufélög mega draga frá tekjum sínum það, sem þau greiða félagsmönnum í árslok eða færa þeim til séreignar í stofnsjóði skv. lögum nr. 46 13. júní 1937, í hlutfalli við vörukaup þeirra á árinu og enn fremur vexti af stofnsjóði, allt að 1?z ó hærri en innlánsvextir í bönkum, sbr. 7 tl. 3. gr. nefndra lags nr. 46/1937, og telst það eigi til skattskyldra tekna hjá félaginu.
Á sama hátt mega félög, sem aðeins vinna úr eða selja afurðir félagsmanna, draga frá það, sem þau úthluta félagsmönnum sínum í hlutfalli við framlög þeirra af afurðum. Upphæðir þær, sem þannig er úthlutað, teljast fram til skatts sem tekjur hinna einstöku félagsmanna.
Vexti af stofnsjóði skulu stofnfjáreigendur telja sér til tekna og enn fremur skulu þeir, sem fá greiðslur þær, séreignarfærslur í stofnsjóði og úthlutanir, sem um ræðir í þessari grein, telja þær sér til tekna, ef þær eru viðkomandi tekjuöflun þeirra, þ. e. uppbætur á seldar afurðir eða afslættir af frádráttarbærum útgjöldum.
Þeir, sem greiða, skulu draga umræddar endurgreiðslur og stofnsjóðsvexti frá á því ári, sem viðskiptin urðu, sem við er miðað eða þær tekjur til falls, sem greiðslurnar byggjast á, enda séu þær ákveðnar, þegar upp eru gerðir reikningar þess árs og þær greiddar á sama ári og ákveðið er að greiða þær.
Þeir, sem greiðslurnar fá, skulu hins vegar ekki telja þær sér til tekna fyrr en á því ári, sem greiðslurnar fara fram eða þær færðar á viðskipta- eða stofnsjóðsreikning viðkomandi.
Meðan umræddar greiðslur hafa ekki enn farið fram eða þær verið færðar á viðskipta- eða stofnsjóðsreikning skulu greiðendur telja þær sér til eignar.
Ef kaupfélag selur einnig öðrum vörur en félagsmönnum sínum, er allur arðurinn af slíkri sölu skattskyldur hjá félaginu. Geti félagið ekki gert grein fyrir viðskiptum við utanfélagsmenn, má telja allan hagnaðinn af starfsemi félagsins skattskyldar tekjur.
45. gr.
Innlend vátryggingarfélög (ábyrgðarfélög) hafa heimild til að draga frá tekjum sínum það fé, er þau leggja til hliðar til tryggingar skuldbindingum sínum við þá, sem hjá þeim eru tryggðir. Þetta gildir einungis um skuldbindingar, sem fallnar eru á félagið.
46. gr.
Hlutafélög, samlagshlutafélög og önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, sem talin eru í 2. gr. 1. tl., mega draga frá tekjum sínum útborgaðan arð allt að 10% af hlutafé eða stofnfé.
47. gr.
Ef nokkuð af ársarði innlendra félaga, sjóða og stofnana, svo og dánarbúa og þrotabúa, sem um ræðir í 2. gr., er lagt í varasjóð, er sú upphæð undanþegin tekjuskatti og skal koma til frádráttar við ákvörðun skattskyldra tekna, þó eigi hærri fjárhæð en nemur 1/4 af hreinum tekjum áður en tekjuskattur og útsvar, sem greitt hefur verið á árinu, er dregið frá tekjunum.
Hreinar tekjur í þessu sambandi, teljast tekjur skv. 11.-18. gr. að frádrætti gerðum skv. 21.-46. gr, eftir því sem við á.
48. gr.
Tekjuskatt ber að miða við tekjurnar næsta almanaksár á undan ákvörðun skattsins. Kallast það skattár, en hitt gjaldár, þegar fram er talið og skattur á lagður.
Skattstjóri getur þó veitt skattþegni heimild til að miða skattár við annan tíma en almanaksárið, enda sé annað venjulegt rekstrarár í atvinnugrein skattþegns eða hann sýnir, er hann telur fram, að hann hafi annað reikningsár en hið venjulega og að honum séu mikil óþægindi gerð með því að hverfa frá þeirri tilhögun.
Þegar notað er annað reikningsár en almanaksárið, þá verður að miða við tekjur þess reikningsárs, sem síðast endaði fyrir ákvörðun skattsins. Ef siðar er breytt um og almanaksárið tekið, þá verður í fyrsta sinn eftir breytinguna að miða við tekjurnar frá lokum þess reikningsárs, sem síðast var miðað við, til loka almanaksársins, sem byrjaði næst á eftir að reikningsárinu lauk.
Tekjur skal að jafnaði telja til tekna á því ári, sem þær verða til, þ. e. þegar vegna þeirra hefur myndazt krafa á hendur einhverjum, nema um óvissar tekjur sé að ræða.
Þegar allur lögleyfður frádráttur skv. 21.-47. gr. hefur verið dreginn frá tekjum, eftir því sem við á, skal fjárhæð sú, sem þá verður eftir, lækkuð, ef með þarf, svo að hún standi á næsta heilu hundraði, en því sleppt, sem umfram verður. Af þeirri upphæð, sem þá verður eftir, reiknast skattgjaldið skv. því, sem ákveðið er í VII. kafla.
49. gr.
A. Heimilt er skattstjóra að taka til greina umsókn skattþegns um lækkun tekjuskatts, þegar svo stendur á sem hér segir:
1. Ef veikindi, slys, mannslát eða skuldatöp hafa skert gjaldþol skattþegns verulega.
Með slysum er átt við meiðsli og óhöpp á mönnum og enn fremur eyðingu eða óvenjulegar skemmdir fjármuna.
Skattlækkun af þessum ástæðum kemur því aðeins til greina, að um sé að ræða verulega skerðingu á gjaldþoli skattþegns.
Er þar til hliðsjónar eftirfarandi:
a. Kostnaður sá, sem veikindi, slys á mönnum eða mannslát hafa haft í för með sér fyrir skattþegn sjálfan, maka hans og börn, hjú eða nemendur, sem honum er skylt að kosta að lögum. Skattlækkun vegna þessa kostnaðar kemur þó því aðeins til greina, að kostnaðurinn hafi ekki verið eða fáist endurgreiddur af öðrum.
b. Afleiðingar þær, sem kunna að verða af veikindum, slysum eða mannsláti auk hins útlagða kostnaðar, svo sem ef skattþegn missir atvinnu sína eða laun eða verður eigi fullfær til starts vegna veikinda eða slysa, heimilisfaðir eða fyrirvinna fellur frá eða aflahæfi skattþegns eða fjölskyldu hans rýrnar á annan hátt. Við ákvörðun um skattlækkun vegna þessa skal jafnframt haft til hliðsjónar, ef skattþegn af sömu ástæðum fær styrki eða bætur, útborgaða líftryggingu, eftirlaun, arf eða þess háttar.
c. Eignatjón, þ. e. eyðing eða óvenjulegar skemmdir fjármuna, svo sem af völdum eldsvoða, flóða, jarðskjálfta, eldgosa, fjárfellis eða skipsskaða. Við ákvörðun um skattlækkun vegna eignatjóns ber m. a. að hafa í huga, hve mikið tjónið er, hvort það eða hluti þar af kemur beint til frádráttar tekjum t. d. sem bústofnsskerðing eða fyrning og hvort eða hver áhrif það muni hafa á gjaldþol skattþegns eða möguleika hans til tekjuöflunar, svo og hvort skattþegn hefur fengið tjónið bætt að nokkru leyti eða öllu.
d. Skattlækkun vegna skuldatapa kemur til greina það ár eitt, sem skuldatap hefur sannanlegt orðið, og þá því aðeins að sennilegt megi telja, að skattþegn hafi upphaflega gert sér vonir um að 1án yrði endurgreitt eða ábyrgð félli ekki á hann, og enn fremur því aðeins að um sé að ræða skuldatap, sem ekki er viðkomandi atvinnurekstri aðila.
Skattlækkun kemur því ekki til greina, þótt um sé að ræða töp á útlánum eða ábyrgðum, þegar ætla má að um gjafir eða styrki hafi verið að ræða, þótt upphaflega væri veitt í formi útlána eða ábyrgða.
Ekki skal heldur veitt skattlækkun vegna tapa á hlutabréfum eða öðrum stofnframlögum til félaga eða atvinnurekstrar, veittum peningalánum, ábyrgðum eða einhverri slíkri aðstoð til stofnunar eða rekstrar fyrirtækis, gegn þtí að verða vissra viðskiptakjara aðnjótandi.
Töp á útlánum, sem beinlínis stafa af atvinnurekstri, má draga frá tekjum skv. 29. gr. og kemur því frekari skattlækkun þeirra vegna skv. þessari grein ekki til álita.
Sá, sem óskar skattlækkunar vegna skuldatapa, skal láta fylgja með framtali sínu allar nauðsynlegar upplýsingar og sönnunargögn, svo sem hvenær lán var veitt eða í ábyrgð gengið og af hvaða ástæðum, gögn fyrir því að útlán sé tapað, sbr. C-lið 29. gr., eða ábyrgð á fallin, án möguleika til endurkröfu og aðrar þær upplýsingar og gögn, sem nauðsynlegar verða að teljast í hverju einstöku tilfelli.
2. Ef skattþegn hefur haft veruleg útgjöld vegna menntunar barna sinna, eldri en 16 ára, er skattstjóra heimilt að taka til greina umsókn skattþegns um lækkun tekjuskatts af þeirri ástæðu, enda sendi skattþegn upplýsingar um útgjöldin (hve mikil og í hverju fólgin) og nafn og nám barnsins (hvaða nám stundað, við hvaða skóla, hvenær og hve lengi).
Skattlækkun skv. þessum tl. má aldrei vera meiri en sem svarar til þess, að útgjöld skattþegns eða frádráttur sá, sem barnið, sjálft ætti rétt á skv. 35. gr. A, hvort sem lægra er, væri dregið frá tekjum skattþegns. Hafi barnið sjálft tekjur, þá skerðist sú skattlækkun, sem veita mætti skv. þegar sögðu, a. m. k. tilsvarandi við lækkaðan frádrátt hjá skattþegni um kr. 1000.00 fyrir hverjar fullar kr. 3000.00, sem barnið hefur í tekjur. Skattlækkun kemur ekki til greina, ef barnið hafði tekjur svo háar, sem nauðsyn krafði til menningar þess og framfæris að áliti skattstjóra.
Ef um er að ræða barn eldra en 20 ára, þá skerðist sá frádráttur, sem barnið kynni síðar að eiga rétt á skv. 35. gr. B, tilsvarandi við þann frádrátt, sem foreldri er veittur skv. þessum tl.
3. Ef á framfæri skattþegns eru börn, sem haldin eru langvinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin og valda framfærendum útgjöldum umfram venjulegan framfærslukostnað, þá skal hann eiga rétt á tvöföldum barnafrádrætti vegna þessara barna, sbr. 41. gr., ef framfærandi sendir rökstudda umsókn ásamt vottorðum um réttmæti þessa frádráttar og skattstjóri fellst á.
4. Ef skattþegn hefur foreldra eða aðra vandamenn, auk þeirra barna, sem honum ber frádráttur fyrir skv. 41. gr., sannanlega á framfæri sínu, má skattstjóri veita fyrir þá sama frádrátt og fyrir börn. Frádrátt þennan má veita m. a. fyrir systkini, afa og ömmu, fósturforeldra og tengdafólk auk foreldra og kjörforeldra. Hafi vandamenn þessir tekjur eða vinna fyrir sér á einhvern annan hátt, t. d. við heimilisstörf, eða fái skattþegn styrk með þeim annars staðar frá, kemur það til lækkunar frádrætti vegna þeirra. Þegar um er að ræða hjón, sem raunverulega hafa slitið samvistum eða eru skilin að borði og sæng, þá er og skattstjóra heimilt að veita því hjóna, sem greiðir hinu framfærslueyri, sama frádrátt og fyrir barn, þó ekki hærri en greiddum framfærslueyri nemur.
B. Skattstjóri getur af eigin hvötum vein lækkun á tekjuskatti skv. A-lið þessarar gr., enda liggi fyrir upplýsingar, sem gefa til kynna, að hann hefði talið rétt að veita lækkunina, ef umsókn hefði verið send.
50. gr.
Skattlækkun skv. 49. gr. skal skattstjóri veita ekki síðar en hann lýkur úrskurðum sinum á skattkærum.
Ríkisskattstjóri skal fylgjast sérstaklega með lækkunum skv. 49. gr. og sjá til þess, að samræmis sé gætt.
VI. KAFLI
Um eignir og skuldir.
51. gr.
Til skattskyldra eigna teljast meðal annars:
1. Fasteignir, svo sem jarðir, lóðir, lendur og hús ásamt þeim ítökum og hlunnindum, sem þeim fylgja, og mannvirkjum og endurbótum, sem á þeim hafa verið gerðar. Enn fremur ítök og fasteignaréttindi, sem ekki fylgja neinni ákveðinni jörð eða húseign, svo sem vatnsréttindi, námuréttindi, veiðiréttindi, beitarréttindi og jarðhitaréttindi, sem seld hafa verið undan jörðum.
2. Skip og bátar.
3. Flugvélar.
4. Búpeningur, þar með talin leigukúgildi.
5. Vélar, verkfæri og önnur áhöld.
6. Veiðarfæri hvers konar.
7. Bifreiðir og önnur flutningatæki á landi.
3. Vörubirgðir, jafnt verzlana sem framleiðslufyrirtækja, þar með taldar vörur látnar í umboðssölu. Enn fremur birgðir atvinnufyrirtækja af óeyddum efnivörum og vörum til notkunar við rekstur.
9. Hvers konar verðbréf, skuldabréf og hlutabréf innlend og erlend, sbr. þó 55. og 56. gr. Enn fremur hvers konar séreignarinnstæður eða stofnfé í innlendum og erlendum félögum og fyrirtækjum.
10. Útistandandi skuldir, þar með taldar ýmsar fyrirframgreiðslur, svo sem fyrirfram greidd húsaleiga, fyrirfram greiddir vextir o. s. frv.
11. Inneignir í bönkum, sparisjóðum og öðrum lánastofnunum og peningar, sbr. þó 55. og 56. gr.
12. Skrifstofuhúsgögn, hótelinnbú o. þ. h., sem notað er við atvinnurekstur og sjálfstæða starfsemi.
13. Ólíkamleg verðmæti, sem metin verða til fjár, svo sem almenn kröfuréttindi og yfir höfuð allar eignir og eignarréttindi, sem metin verða til peninga og sem eigi eru sérstaklega undanskilin. Til skattskyldra eignaréttinda í þessu sambandi teljast m. a. réttindi til stöðugra tekna, sem skipt geta um eiganda, svo sem einkaréttur, einkaleyfi og hugverkaréttur seldur á leigu þannig, að eigandi eða sá, er í hans stað kemur, fái umsamda fjárgreiðslu fyrir afnotin, miðað við tiltekið tímabil, framleiðslumagn eða notkunareiningu.
52. gr.
Allan skattskyldar eignir skal telja fram og skuldir ef einhverjar eru, enda þótt eignirnar séu ekki svo miklar, að af þeim beri að greiða eignarskatt, og einnig þótt skuldirnar séu meiri en eignirnar.
Eignir skal jafnan telja með fullu verði til skatts og skuldir á móti, en ekki aðeins mismuninn.
Eignir eru jafnt skattskyldar, hvort sem þær gefa af sér nokkrar tekjur eða engar.
Tekjur manna á skattári teljast ekki til eignar, nema það, sem óeytt kann að vera af þeim í lok skattárs.
53. gr.
Til frádráttar eignum skal telja allar skuldir, er á gjaldanda hvíla, veðskuldir og aðrar skuldir við lánsstofnanir, fyrirtæki og einstaka menn, innanlands og utan, sbr. þó 59. gr. Skuldir skal telja eins og þær eru í lok hvers skattárs. Séu vextir ógreiddir, bætast þeir við skuldina, svo framarlega sem þess er að vænta, að þeir verði greiddir.
Ítök og kvaðir á jörð eða annarri fasteign metast eigi til skuldar, heldur er jörðin sjálf metin sem heild, með ítakinu eða kvöðinni, sem rýra verðmæti hennar.
Með sama hætti auka ítök o. s. frv. verðmæti þeirra fasteigna, er þau fylgja. Til skulda telst eigi aðeins það, er svara skal í peningum, heldur einnig það, sem greiða ber eða greiða má í öðrum munum. En þá verður að meta það til peninga. Skuld telst einungis einhliða greiðsluskylda, en eigi t. d. skylda skv. verksamningi, þar sem báðir eiga óefnt.
Þótt veðleyfi sé gefið í eign fyrir skuld annars. manns, telst hún eigi til skuldar þess, sem veðleyfið gefur. Árbyrgð á skuldum annarra verður og eigi talin til skuldar ábyrgðarmanns, fyrr en hann hefur verið dæmdur eða hefur undir-gengizt að borga þær, eða aðalskuldari er orðinn gjaldþrota. Ef fleiri eru ábyrgðarmenn, skal skuld skipt að jöfnu með þeim, nema öðruvísi sé um samið. Ef sumir mega teljast ófærir að greiða, þá skiptist skuld á hina að jöfnu, nema sýnt sé, að því sé öðruvísi hagað.
Nú eru menn samskuldarar, og skal þá skipta skuld jafnt milli þeirra, nema samningar séu um annað. Eigi má maður telja skuld við konu sína eða kona við mann sinn, nema tilsvarandi eignaliðir komi á móti, enda skal telja fram sameiginlega eignir hjóna, enda þótt kona eigi séreign. Séu taldar fram skuldir við ófjárráða börn framteljanda, skal telja þær þeim til eigna, enda sé gerð full grein fyrir, hvernig sú eign barns er tilkomin.
Eigi skulu taldar til skuldar fjárhæðir, sem telja má nokkurn veginn víst eða sennilegt, að aldrei verði greiddar. Fyrndar skuldir má eigi telja, né skuldir eftirgefnar við gjaldþrot, nauðasamninga eða á annan hátt. Nú hefur skuldareiganda verið leyft að afskrifa skuld, og má þá eigi leyfa hana til frádráttar eignum hjá skuldara. Framteljendum ber að gera fulla grein fyrir því, hverjum þeir skulda. Skal tilgreina nöfn og heimili eigenda og fjárhæð hverrar skuldar, ásamt vaxtakjörum. Þeir, sem sends efnahagsreikning með framtali sínu, skulu láta fylgja skuldalista.
Þegar lagður er skattur á eignir þeirra, sem takmarkaða skattskyldu hafa, má aðeins draga frá þær skuldir, sem hvíla á þeim eignum, sem skattskyldar eru, sbr. 59. gr.
54. gr.
Til skattskyldra eigna telst ekki
1. Skilorðsbundin fjárréttindi, svo sem réttur til lífsábyrgðarfjár, sem eigi er fallið til útborgunar. Hér undir verður einungis að telja ófengin eða ótekin skilorðsbundin fjárréttindi, en eigi þau, sem fengin eru og sleppa verður aftur, þegar tiltekinn tími er kominn eða tiltekið atvik ber að höndum, t. d. verðbréf, er maður skal eiga og njóta vaxta af, meðan hann er ógiftur. Síðast nefnd réttindi verða talin til eignar þess, er þeirra nýtur, sbr. 51. gr. 13. tl.
2. Réttur til eftirlauna, lífeyris eða annarrar áframhaldandi greiðslu, sem bundin er við einstaka menn. Réttur til eftirlauna eða lífeyris, þar með talin prósenta, verður aldrei skattskyld eign, þó byrjað sé að borga út eftirlaun eða lífeyri. Hér telst einnig til hin ævinlega erfingjarenta í Söfnunarsjóði Íslands. Það skilyrði er sett, að rétturinn sé bundinn við einstakan mann, þ. e. að aðrir geti eigi notið hans, hvort sem framsal hans er lögbannað eða aðrir geta eigi notið réttarins eftir eðli hans.
3. Réttur til leigulaus bústaðar eða önnur afnotaréttindi. Framsal á afnotarétti, sem gefur árlegar tekur, er þó skattskyld eign, sbr. 51. gr. 13. tl. Ítaksréttur og afgjaldskvöð, sem maður á persónulega, telst einnig til skattskyldrar eignar.
4. Fóðurvörubirgðir hjá bændum, matvæli og eldsneyti til heimilisþarfa.
5. Bækur og fatnaður til einkaafnota, húsgögn, aðrir húsmunir og munir, sem hafa sérstætt persónulegt gildi.
6. Ýmis réttindi, sem bundin eru við eiganda sjálfan og ekki falls undir 1. og 2. tl., en hann hefur enn ekki komið í verð. Þar tilheyrir handrit, sem ekki er gefið út, listaverk, sem enn er eign höfundar, vörumerki, firma, viðskiptavild ("goodwill"); ónotuð uppgötvun og óseldur einkaréttur að henni og önnur réttindi, sem bundin eru við eiganda, en óvíst er, hvort verði notuð.
55. gr.
Innstæður í bönkum, sparisjóðum, sbr. lög nr. 69/1941, og löglegum innlánsdeildum félaga, sbr. 28. gr. laga nr. 46/1937, svo og í Söfnunarsjóði íslands, sbr. lög nr. 2/1888, eru undanþegnar framtalsskyldu og eignarskatti, svo sem hér segir, sbr. þó 56. gr.:
A. Allar innstæður aura skattgreiðenda, sem ekkert skulda.
B. Sá hluti af innstæðu hjá öllum skattgreiðendum, sem er umfram skuldir, sbr. 53. gr.
Innborgað hlutafé og stofnfé telst einnig til skulda félaga í þessu sambandi.
Séu heildarskuldir skv. framansögðu jafnháar eða hærri en innstæðum nemur, þá eru innstæðurnar allar framtals- og skattskyldar, sbr. þó C- og D-lið þessarar gr. Séu innstæðurnar hins vegar hærri en skuldirnar, er það, sem um- fram er, undanþegið framtalsskyldu og eignarskatti.
C. Sé skattgreiðandi einstaklingur eða dánarbú, þ. e. ekki félag, sjóður eða stofnun, eru þá innstæður hans undanþegnar, ef hann skuldar ekki meira en kr. 200 000.00 samtals, enda séu þær skuldir fasteignaveðlán, tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega notuð til þess að afla fasteignanna eða endurbæta þær. Umrædd fasteignaveðlán verða að hafa verið tekin upphaflega til 10 ára eða lengri tíma, eða síðar breytt í minnsta kosti 10 ára lán. Skiptir því ekki máli, þótt lánin séu nú að eftirstöðvum til skemmri tíma en 10 ára. Kaupi maður eða yfirtaki fasteign með áhvílandi veðlánum og skemmra en 10 ár er eftir af lánstímanum, nýtur hann skattfrelsisins eigi að síður, ef lánið hefur upphaflega verið tekið til 10 ára eða lengri tíma. Sé hins vegar láni breytt og lánstími styttur í skemmri tíma en 10 ár, nýtur lántakandi ekki lengur skattfrelsisins.
Sé fasteignaveðlán skv. framansögðu hærra en kr. 200 000.00, þá skerðir það, sem umfram er, skattfrjálsa innstæðu eftir sömu reglum og skuldir almennt, sbr. B-lið þessarar gr.
Fasteignaveðlán tekin til skemmri tíma en 10 ára skerða einnig skattfrjálsa innstæðu eftir sömu reglum og skuldir almennt, sbr. B-lið.
Þótt eignum sameignarfélaga sé skipt við skattálagningu milli einstakra félagsmanna, njóta slík félög ekki skattfrelsis fremur en önnur félög, sjóðir eða stofnanir, ef skuldir eru á móti innstæðu, hvort sem skuldirnar eru fast- eignaveðlán eða ekki.
D. Fé það, sem lagt er til hliðar skv. 9. og 10. gr. laga nr. 42/1957, um húsnæðis- málastjórn o. fl., er skattfrjálst sem eign og ekki framtalsskylt, án tillits til þess, hvort skattgreiðandi skuldar eða ekki.
Bankavaxtabréf skv. 4. gr. laga nr. 42/1957, um húsnæðismálastjórn o. fl., eru skattfrjáls og undanþegin framtalsskyldu með sama hætti og innstæður þær, sem um ræðir í þessari gr., eftir þeim reglum og með þeim skilyrðum, sem greindar eru í A-C-liðum hér að framan, sbr. þó 56. gr. Vextir af eignarskattfrjálsri innstæðu og bankavaxtabréfum skv. framansögðu sem eru undanþegnir framtalsskyldu og teljast þeir ekki til skattskyldra tekna, sbr. 56. gr.
56. gr.
Bókhaldsskyldir aðilar, sem undanþágu njóta skv. 55. gr., skulu með venjulegum hætti færa allar innstæður sínar af bankavaxtabréf ásamt vöxtum af þeim, í bækur sínar og ársreikninga.
Komi í ljós í framtölum gjaldenda ósamræmi milli ára, sem stafað getur af því, að innstæða eða bankavaxtabréf hefur ekki verið fram talin vegna framangreindrar undanþágu í 55. gr., ber gjaldendum að leggja fyrir skattayfirvöld, þegar þess er krafizt, yfirlit frá innlánsstofnunum um allar innstæður sínar og bankavaxtabréf á tímabili því, sem um er að ræða. Einnig geta skattayfirvöld krafizt hjá innláns stofnunum allra þeirra upplýsinga, sem þau telja þörf fyrir í þessu sambandi, sbr. 57. gr.
Við mat á eignum til eignarskatts skal farið eftir þessum reglum:
A. Virðing á fasteign skal fara eftir gildandi fasteignamati, sbr. lög nr. 28/1963, um fasteignamat og fasteignaskráningu. Sé ræktun og mannvirki á leigulóð, leigulandi eða erfðafestulandi metin í einu lagi með lóðinni eða landinu, þá skal eigandi telja sér lóðina eða landið til eignar á verði, sem svarar til fimmtánfaldrar leigunnar á skattárinu, þó aldrei hærra en sem fasteignamatinu nemur. Sé fasteignamatið hærra en ársleigan fimmtánföld, telst það, sem umfram er, eign leigjanda.
Ef fasteignamat er ekki fyrir hendi á lóð eða fullbyggðu mannvirki, skal skattstjóri áætla matsverð með hliðsjón af kostnaðar- eða kaupverði. Mannvirki, sem enn eru í byggingu og ófullgerð, skal telja á kostnaðarverði.
Hafi hluti af jörð eða lóðareign verið seldur, skal þó telja eignina til skatts með fullu fasteignamatsverði, þar til nýtt mat hefur farið fram, nema svo mikill hluti hafi verið seldur, að eignarverðmæti geti orðið skipt á tvo eigendur eða fleiri, enda séu sýnd næg gögn fyrir því, hvernig skipta skuli verðinu.
B. Verðlag á skipum, flugvélum og öðru lausafé, þar sem ekki er nánar fyrir mælt hér að neðan, skal miðað við kostnaðarverð eða endurkaupsverð, sbr. K-lið þessarar gr., að frádregnum fyrningum, sbr. 28. gr.
C. Búpening skal telja til eignar svo sem hann væri fram genginn í fardögum næst á eftir og með verðlagi, er ríkisskattanefnd ákveður til eins árs í senn, eigi síðar en í desember ár hvert. Á árinu 1962 skal höfð hliðsjón af matsverði til skatts í árslok 1961.
D. Verzlunarvörur skal meta eftir því, hvað þær kosta komnar í hús eða á sölustað í árslok, enda séu hæfileg afföll leyfð á gölluðum eða úreltum vörum. Kostnaðarverð vöru telst kaupverð hennar, að viðbættum tollum, flutnings
gjöldum og öðrum kostnaði, sem á vöruna fellur, unz hún er komin á sölustað eða í verksmiðju (á verkstæði) til úrvinnslu eða sölu.
Kostnaðarverð vöru, sem skattþegn hefur unnið að eða framleitt, telst beinn framleiðslukostnaður, svo sem efni og vinnulaun, að viðbættum öðrum áföllnum kostnaði, sem venja er að reikna með við verðlagningu vörunnar, þó ekki vöxtum af eigin fé.
Heimilt er þó að telja aflabirgðir með áætluðu söluverði, að frádregnum þeim kostnaði, sem ætla má að eigi eftir að falla á vöruna til söludags, ef verðið þannig ákveðið er lægra en kostnaðarverð skv. framansögðu.
Birgðir af vörum, sem ætlaðar eru til notkunar við atvinnurekstur, skal telja til eignar með kostnaðarverði.
Umboðssali, sem tekið hefur vöru til vinnslu og/eða sölu í eigin nafni og tekur á móti greiðslu fyrir vöruna, skal telja birgðir af slíkri vöru sem eign á umboðssölureikningi á áætluðu útsöluverði, að frádregnum umboðslaunum og þeim kostnaði, sem fallið hefur á og/eða ætla má að á vöruna falli til söludags, en til skuldar á móti skal færa verð vörunnar þannig reiknað sundurliðað á nöfn eigenda. Sama gildir, eftir því sem við á, um þann, sem kaupir vöru í eigin nafni fyrir annan aðila og greiðir andvirði hennar. Eigandi slíkrar vöru skal hins vegar meta sér vöruna til eignar eftir þeim reglum, sem settar eru hér á undan í þessum staflið, ef hann er bókhaldsskyldur skv. lögum nr. 62/1938.
E. Hlutabréf skal telja til eignar á nafnverði, ef hlutafé er óskert, en annars með hlutfallslegri upphæð miðað við upphaflegt hlutafé og jöfnunarhlutafé, sbr. 14. gr. C. 3.
F. Veðdeildarbréf og skuldabréf hins opinbera skulu metin eftir venjulegu söluverði slíkra bréfa í árslok, ef það er vitað, en annars skulu þau talin á nafnverði.
Erlend ríkisskuldabréf og önnur slík verðbréf skal telja með nafnverði, nema vitað sé um verðskráningu í heimalandi þeirra.
G. Önnur verðbréf og skuldabréf, innlend og erlend, skal telja með nafnverði, nema sérstakar ástæður þyki til, að þau séu ótrygg. Ef ógreiddir eru vextir af skuldabréfi, enn fremur telja þá til eign ar, svo framarlega sem þess má vænta, að þeir fáist greiddir.
H. Útistandandi skuldir, aðrar en G-liður tekur til, skulu taldar með nafnverði, hvort sem vextir eiga að greiðast af þeim eða ekki, enn fremur vextir, sem ógreiddir kunna að vera, nema óvissir séu. Ef kröfu á að greiða í öðru en peningum, skal krafan metin til peningaverðs.
Ef skuld er umþráttuð eða torséð þykir, hvort lögskylt er að greiða skuld, skal telja hluta hennar til eignar eða sleppa að fullu eftir atvikum.
Sé vitanlegt, að skuld greiðist eigi að fullu, eða skuld sé töpuð að einhverju leyti, skal færa hana niður eftir ástæðum, í samráði við skattstjóra og sleppa, ef skuld telst með öllu töpuð.
Umboðssali, sem tekið hefur vöru til vinnslu og/eða sölu í eigin nafni og tekur á móti greiðslu fyrir vöruna, skal telja til eignar það, sem ógreitt er af andvirði slíkrar vöru, sem hann hefur selt. Hafi umboðssali lagt út fyrir kostnaði eða greitt umbjóðanda sínum fyrirfram upp í andvirði slíkrar vöru, sem óseld var í árslok, þá skal umboðssalinn telja sér slíkar greiðslur til eignar. Sama gildir, eftir því sem við á, um þann, sem kaupir vöru í eigin nafni fyrir annan aðila og greiðir andvirði hennar. Sá, sem látið hefur vöru til vinnslu og/eða sölu, skal telja sér til eignar eftirstöðvar af andvirði slíkrar vöru, sem seld hefur verið, nema óvíst sé um greiðslu, ef hann er bókhaldsskyldur skv. lögum nr. 62/1938.
Um mat á útistandandi skuldum atvinnufyrirtækis skal að öðru leyti farið eftir því, sem segir um skuldaafskriftir í 29. gr.
Innstæður í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum skulu taldar eins og þær eru 31. desember ár hvert og alltaf að viðbættum vöxtum á árinu, enda hafi þeir ekki verið útteknir fyrir 31. desember.
Innstæður geta þó verið að nokkru eða öllu leyti undanþegnar framtalsskyldu og eignarskatti, sbr. 55. og 56. gr.
J. Réttindi til stöðugra tekna, sem ekki eru undanþegin eignarskatti skv. 54. gr., skulu metin eftir því endurgjaldi, sem hæfilegt væri fyrir þau, þegar skatturinn er álagður. Séu eigi gögn til annars, skulu réttindin metin þannig, að margfalda ársgreiðsluna með 10 og telst útkoman verðmæti réttindanna.
K. Á árunum 1962-1963 er atvinnufyrirtækjum heimilt að láta meta, miðað við árslok 1961, áætlað endurkaupsverð fastafjármuna sinna, þ. e. mannvirki, skip, flugvélar og lausafé, sem fyrnanlegt er af kostnaðarverði, sbr. 28. gr. A., og voru í eigu þeirra í árslok 1961, og breyta bókfærðu verði á þessum eignum sínum samkvæmt því, enda telst verðhækkunin ekki til skattskyldra tekna skattþegns. Eignirnar skulu metnar til endurkaupsverðs að frádregnum þeim eignarhluta á nýja matsverðinu, er svarar til þess árafjölda, sem liðinn er af áætluðum endingartíma þeirra, og skal matið miðað við, að niðurlagsverð sé talið 100 af endurkaupsverði, nema annað sé sannað, sbr. C-lið 28. gr. Þau atvinnufyrirtæki, sem láta meta endurkaupsverð fastafjármuna sinna, skulu senda matið ríkisskattstjóra til samþykktar fyrir 1. júní 1964, ásamt nákvæmri lýsingu, eftir því sem við á, á þeim fjármunum, sem þeir hafa látið meta; og upplýsingum um grundvöll matsins, svo sem kostnaðarverð sambærilegra eigna í árslok 1961, aldur eignanna, hvenær þær voru keyptar, hvert kostnaðarverð þeirra var og hve mikið áður fyrnt.
Fallist ríkisskattstjóri ekki á matsverð skattþegns, skal hann ákveða matsverðið og tilkynna skattþegn ákvörðun sína í ábyrgðarbréfi. Nú vill skattþegn ekki una ákvörðun ríkisskattstjóra og getur hann þá, innan 30 daga frá því að tilkynning um ákvörðunina var póstlögð, skotið ákvörðuninni til matsnefndar sérfróðra manna. Í matsnefnd skulu eiga sæti 3 menn, einn nefndur af Hæstarétti, og er hann formaður nefndarinnar, einn nefndur af skattþegni og einn af fjármálaráðherra. Mat matsnefndar er bindandi fyrir báða aðila.
Matsnefnd skal ákveða hvor aðila, skattþegn eða ríkissjóður, skuli greiða kostnað af mati.
58. gr.
Innlend hlutafélög og önnur félög hafa leyfi til að draga hlutafé sitt eða stofnfé frá eignarupphæðinni, áður en skattur er á lagður. Telst hlutafé og hluti í stofnfé og stofnsjóðum til eignar hjá einstökum hluthöfum og félagsmönnum.
Þessi frádráttarheimild nær þó eigi til erlendra félaga, og ekki heldur til sjóða eða stofnana.
59. gr.
Erlendis heimilisfastir aðilar, sjá 3. gr., sbr. síðustu mgr. 5. gr., skulu greiða eignarskatt af þeim eignum sinum, sem um ræðir í B-lið 3. gr. Þessir aðilar mega aðeins draga frá þær skuldir, er hvíla á þeim eignum, sem skattskyldar eru.
60. gr.
Eignarskattur skal að jafnaði ákveðinn eftir eign gjaldanda í lok almanaksárs. Þó mega þeir, sem hafa annað reikningsár en almanaksárið, telja fram eignir sínar eins og þær eru í lok þess reikningsárs, sem næst er á undan skattálagningunni.
Ef maður hefur fardagaárið að reikningsári, þá telur hann fram í janúar eða febrúar 1964 eignir þær, sem hann átti í fardögum (síðasta fardag) 1963. Ef framteljandi breytir um reikningsár, þá miðast eign hans í næsta framtali og næst, þegar eign hans er ákveðin, við lok hins nýja reikningsárs, sbr. 48. gr.
Fjárhæð sú, sem eignarskattur greiðist af, skal vera deilanleg með 1000 og afgangi sleppt.
VII. KAFLI
Um skattstiga.
61. gr.
Tekjuskatt þeirra manna, sem um ræðir í 1.-4. mgr. 1. gr., sbr. 9. gr. og 10. gr., svo og þeirra manna, sem um ræðir í 3. gr., sbr. 3.--8. tl. 1. mgr. 5. gr., annarra en þeirra, sem um ræðir í 6. tl. A-liðar 3. gr., skal reikna þannig:
Af fyrstu 10000 kr. skattgjaldstekna greiðist ........ 5%
- 10000-30000 - greiðast 500 kr. af 10000 kr. og 10% af afgangi
- 30000-50000 - - 2500 - - 30000 - - 15% -
- 50000-70000 - -- 5500 - - 50000 - - 20 % -
- 70000-90000 - - 9500 - - 70000 - - 25% -
- 90000 kr. og þar yfir 14500 - - 90000 - - 30% - -
62. gr.
Tekjuskatt þeirra, sem hér hafa dvalið aðeins hluta úr ári, þ. e. útlendinga, annarra en útlendra listamanna, sem fengið hafa landvistar- og atvinnuleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, dvalið hér um stundarsakir, eða eru á förum af landi brott, sbr. 6. tl. A-liðar 3. gr. svo og þeirra innlendu einstaklinga, sem ætla af landi brott alfarnir eða til langdvalar erlendis, að því er ætla má að dómi skattayfirvalda, sbr. 5. mgr. 1. gr., skal reikna þannig:
a. Hreinum tekjum gjaldanda skal deilt með fjölda dvalarvikna hans hér á landi, margfalda þá útkomu með 52 og draga síðan frá fjölskyldufrádrátt skv. 41. gr., sbr. 43. gr.
Dvalarvikur telst sá tími, talinn í vikum, sem gjaldandi hefur dvalizt hér á landi á viðkomandi gjald- eða skattári, að viðbættum 20 af hundraði. Viðbót þessi skal þó aldrei vera minni en ein vika og aldrei meiri en fjórar vikur, og hálf vika eða meir telst heil, en minna broti skal sleppa. Þeir einir skulu þó njóta þessarar viðbótar, sem hafa komið hingað í atvinnuskyni og eigi dvalið hér næsta ár á undan brottför sinni úr landi.
b. Af skattgjaldstekjum, eins og þær eru ákvarðaðar skv. a-lið þessarar greinar, skal síðan reikna tekjuskatt skv. skattstiganum í 61. gr. margfalda hann með fjölda dvalarvikna og deila í þá útkomu með 52. Sú fjárhæð er tekjuskattur sá, sem gjaldanda ber að greiða.
63. gr.
Tekjuskatt útlendra listamanna skal reikna með sama hætti og tekjuskatt þeirra, sem 62. gr. ræðir um að öðru leyti en því, að útlendir listamenn njóta hvorki fjölskyldufrádráttar né fá frádreginn beinan kostnað við öflun teknanna, en fá þess í stað frádreginn 1/3 hluta af skattgjaldstekjum eða hreinum tekjum, eftir því sem við á.
64. gr.
Skattgjald þeirra félaga, sjóða og stofnana, dánarbúa og þrotabúa, sem um ræðir í 2. gr. og 3. gr., skal vera 20% af skattskyldum tekjum.
65. gr.
Tekjuskatt, sem nær ekki kr. 100.00, skal fella niður við álagningu.
66. gr.
Skattur af eignum þeirra manna, sem um ræðir í 1. gr., sbr. 9. gr. og 10. gr., svo og þeirra manna, sem um ræðir í 3. gr., sbr. 3.-8. tl. 1. mgr. 5. gr., reiknast þannig:
Af fyrstu kr. 100 000.00 skattgjaldseign greiðist enginn skattur. Af því, sem þar er umfram greiðist:
Af fyrstu kr. 500 000.00 skattgjaldseign greiðist 5‰ - fimm af þúsundi -.
Af kr. 500 000.00 til kr. 1 000 000.00 skattgjaldseign greiðist kr. 2500.00 af kr. 500 000.00 og 9‰ - níu af þúsundi - af afgangi.
Af kr. 1 000 000.00 skattgjaldseign og þar yfir greiðist kr. 7000.00 af kr. 1 000 000.00 og 12‰ - tólf af þúsundi - af afgangi.
67. gr.
Skattur af eignum þeirra félaga, sjóða og stofnana, dánarbúa og þrotabúa, sem um ræðir í 2. gr. og 3. gr. reiknast 7‰ - sjö af þúsundi -.
68. gr.
Eignarskatt, sem nær ekki kr. 100.00, skal fella niður við álagningu.
VIII. KAFLI
Um skattumdæmi, skattstjóra, ríkisskattanefnd o. fl.
69. gr.
Tekjuskattur og eignarskattur skv. lögum nr. 70 23. apríl 1962 og reglugerð þessari, skal ákveðinn af skattstjórum, sbr. þó 96. gr. 7. tl.
Einn skattstjóri skal vera í hverju skattumdæmi, sbr. 70. gr.
70. gr.
Á landinu skulu vera þessi skattumdæmi:
1. Reykjavik. Aðsetursstaður skattstjóra skal vera Reykjavik.
2. Vesturlandsumdæmi, sem nær yfir Akraneskaupstað, Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu. Aðsetursstaður skatt-
stjóra skal vera Akraneskaupstaður.
3. Vestfjarðaumdæmi, sem nær yfir Barðastrandarsýslur, Ísafjarðarsýslur og Ísa-
fjarðarkaupstað svo og Strandasýslu. Aðsetursstaður skattstjóra skal vera Ísa-
f jarðarkaupstaður.
4. Norðurlandsumdæmi vestra, sem nær yfir Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýslu,
Sauðárkrókskaupstað og Siglufjarðarkaupstað. Aðsetursstaður skattstjóra skal
vera Siglufjarðarkaupstaður.
5. Norðurlandsumdæmi eystra, sem nær yfir Eyjafjarðarsýslu, Akureyrarkaup-
stað, Ólafsfjarðarkaupstað, Þingeyjarsýslur og Húsavíkurkaupstað. Aðseturs-
staður skattstjóra skal vera Akureyrarkaupstaður.
6. Austurlandsumdæmi, sem nær yfir Múlasýslur, Seyðisfjarðarkaupstað, Nes-
kaupstað og Austur-Skaftafellssýslu. Aðsetursstaður skattstjóra skal vera
Egilsstaðakauptún, Egilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu.
7. Suðurlandsumdæmi, sem nær yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Aðsetursstaður skattstjóra skal vera Hella, Rangárvallahreppi,
Rangárvallasýslu.
8. Vestmannaeyjakaupstaður. Aðsetursstaður skattstjóra skal vera Vestmanna-
eyjakaupstaður.
9. Reykjanesumdæmi, sem nær yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Kópavogskaup-
stað, Hafnarfjarðarkaupstað, Keflavíkurkaupstað og Keflavíkurflugvöll. Að-
setursstaður skattstjóra skal vera Hafnarfjarðarkaupstaður.
71. gr.
Fjármálaráðherra skipar skattstjóra í hverju skattumdæmi. Engan má skipa skattstjóra, nema hann:
1. hafi óflekkað mannorð eða hafi ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga,
2. sé lögráða og hafi forræði fjár síns,
3. sé íslenzkur ríkisborgari,
4. hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði, sé löggiltur endurskoðandi eða hafi aflað sér sérmenntunar á skattalöggjöf og framkvæmd hennar. Víkja má þó frá þessu, ef maður hefur áður gengt skattstjórastarfi.
72. gr.
Skattstjóri hefur umboðsmann í sveitarfélögum í skattumdæmi sínu, sem eru utan aðseturs hans, sbr. 70. gr.
Í hreppum eru hreppstjórar umboðsmenn skattstjóra. Nú forfallast hreppstjóri eða skorast undan þessum starfa, og skipar þá fjármálaráðherra annan umboðsmann í hans stað.
Í bæjarfélögum skipar fjármálaráðherra umboðsmann skattstjóra til 6 ára í senn.
73. gr.
Störf umboðsmanna skattstjóra skulu m. a. vera þessi:
1. Útsending framtalseyðublaða og annarra eyðublaða, sem nauðsynleg eru að áliti skattstjóra.
2. Aðstoð við þá framteljendur, sem eru sjálfir ófærir að vita framtalsskýrslu sina, sbr. 87. gr.
3. Veiting framtalsfresta, ef þörf krefur, sbr. 87. gr.
4. Móttaka framtala og annarra skattgagna, sbr. 87. gr.
5. Að afla þeirra upplýsinga og gera þær athugasemdir um framtöl, sem skattstjóri telur sér nauðsynlegar til skattálagningar.
6. Framlagning skattskrár og auglýsing hennar, sbr. 91. gr.
7. Móttaka skattkæra, sbr. 92. gr.
8. Gerð skýrslna um búnaðarástand í sveitarfélaginu ár hvert, í því formi, sem sýslu, Hagstofa Íslands ákveður, sbr. 80. gr.
74. gr.
Umboðsmenn skattstjóra skulu halda bréfabók í því formi, sem skattstjóri ákveður. Í bréfabók skal ætíð geta móttökudags bréfa, framtala og annarra gagna, sem umboðsmanni berast.
Umboðsmenn skattstjóra skulu undirrita drengskaparheit, um að rækja störf sín eftir beztu þekkingu og samvizku og að gæta lögmæltrar þagnarskyldu sinnar, hafi þeir eigi áður undirritað slíkt heft. Heitið skal innfært og undirritað í gerðabók skattstjóra eða það geymt hjá skattstjóra og þess getið í gerðabók hans, hvenær heitið var undirritað, sbr. 78. og 79. gr.
Þóknun til umboðsmanna skattstjóra ákveðst af fjármálaráðherra og greiðist úr ríkissjóði.
75. gr.
Fjármálaráðherra skipar ríkisskattstjóra, er hefur aðsetur í Reykjavík. Engan má skipa í það embætti, nema hann fullnægi þeim skilyrðum, sem sett eru í 71. gr. um embættisgengi skattstjóra.
Þá skipar og fjármálaráðherra vararíkisskattstjóra. Fullnægja skal hann hinum sömu skilyrðum um embættisgengi og ríkisskattstjóri.
76. gr.
Fjármálaráðherra skipar 2 menn í ríkisskattanefnd og jafn marga varamenn til 6 ára í senn. Ríkisskattstjóri á einnig sæti í nefndinni, og er hann formaður hennar. Vararíkisskattstjóri tekur sæti í nefndinni í forföllum ríkisskattstjóra eða þegar hann getur ekki tekið þátt í úrlausn máls skv. 77. gr. Sama gildir um varamenn annarra ríkisskattanefndarmanna.
Ályktunarfær er ríkisskattanefnd aðeins, ef allir þrír nefndarmenn eru á fundi og taka þátt í atkvæðagreiðslu, enda er þeim öllum skylt að greiða atkvæði. Í nefndinni ræður afl atkvæða. Komi fram þrjú mismunandi atkvæði, ræður atkvæði formanns:
Þóknun til ríkisskattanefndarmanna og varamanna þeirra ákveðst af fjármálaráðherra og greiðist úr ríkissjóði.
Ríkisskattanefnd skal hafa aðsetur í Reykjavik.
77. gr.
Enginn má taka þátt í meðferð máls, hvorki skattákvörðun né kæru, ef það mál varðar hann sjálfan. konu hans, niðja, foreldra, kjörforeldra eða fósturforeldra, kjörbörn eða fósturbörn, systkini, kjörsystkini, fóstursystkini eða mægðamenn að feðgatali eða ef aðrar ástæður eru til að óttast, að hann geti eigi litið hlutdrægnislaust á málavöxtu. Tekur varamaður sæti í ríkisskattanefnd skv. kvaðningu formanns, ef aðalmanns missir við.
Nú má skattstjóri eigi með mál fara skv. 1. mgr. þessarar gr., og skipar þá fjármálaráðherra annan hæfan mann í hans stað til þess að fara með það mál.
Nú forfallast skattstjóri um stundarsakir og setur fjármálaráðherra þá mann í hans stað, sem uppfylla skal skilyrði 1.-3. tl. 2. mgr. 71. gr.
78. gr.
Skattstjórar og ríkisskattanefndarmenn, svo og starfsmenn og aðstoðarmenn skattstjóra, ríkisskattanefndar og ríkisskattstjóra, sem eigi hafa áður undirritað heit embættis- eða sýslunarmanna, skulu, um leið og þeir taka við starfi, undirrita drengskaparheit svohljóðandi:
"Ég N. N. skattstjóri í N-umdæmi (ríkisskattanefndarmaður, starfsmaður skatt stjórans í N umdæmi, starfsmaður ríkisskattanefndar o. s. frv.) lofa hér með og legg við drengskap minn og heiður, að ég skal gegna starfi mínu hlutdrægnislaust eftir beztu vitund og sannfæringu og gæta lögmæltrar þagnarskyldu minnar um öll þau atriði, er varða hagi gjaldþegna og ég kemst að vegna starfs míns."
Heitið skal innfært og undirritað í gerðabók viðkomandi skattstjóra eða eftir atvikum í gerðabók ríkisskattanefndar, sbr. 79. gr.
79. gr.
Skattstjórar og ríkisskattanefnd skulu halda gerðabækur. Í þær skal færa m. a.:
1. Nöfn allra starfsmanna viðkomandi embættis í ársbyrjun.
2. Nöfn starfsmanna, sem bætast við á árinu og hvenær þeir taka til starfa, svo og drengskaparheit þeirra, sbr. 78. gr., hafi þeir eigi unnið slíkt heft áður.
3. Nöfn þeirra, sem hætta störfum á árinu og hvenær þeir hætta störfum.
4. Hvenær hin einstöku verk voru unnin, t. d. hvenær eyðublöð (skattframtöl, launamiðar o. fl.) voru útsend, og upplýsingar um, hvernig skil voru gerð, hvenær endurskoðun var hafin og hvenær lokið, hvenær skattskrá var framlögð, álagningu söluskatts, útsvars og aðstöðugjalds var lokið, hvenær kærufrestur var auglýstur og hvenær útrunninn, hvenær lokið úrskurði á kærum o. s. frv.
5. Heildarupphæð álagðra gjalda, sundurliðað eftir gjaldflokkum (tekjuskattur, eignarskattur, tekjuútsvar, eignarútsvar, aðstöðugjald, almannatryggingagjald o. s. frv.) og eftir því, hvort um var að ræða einstaklinga eða félög, gjaldendafjölda í hverjum gjaldflokki og hve margir framtalsskyldir aðilar (einstaklingar, félög) voru á skrá í umdæminu. Skattstjórar utan Reykjavíkur og Vestmannaeyjakaupstaðar skulu og sundurliða gjöldin með tilliti til þess, hve mikið var álagt í hverju sveitarfélagi.
Enn fremur heildarupphæð og fjölda þeirra breytinga, sem gerðar eru:
a. í tilefni af kæru,
b. af öðrum ástæðum,
hvort tveggja sundurliðað með sama hætti og álagningin.
6. Úrskurði ríkisskattanefndar og skattstjóra. Úrskurði skattstjóra um frávik frá framtali og kærur út af þeim má þó færa á framtalið sjálft eða á sérblað með því og þarf ekki að færa í gerðabók, nema sérstakar ástæður séu til.
7. Annað, sem telja má nauðsynlegt, til þess að jafnan séu fyrir hendi nauðsynlegar upplýsingar um álagningu skattanna og framkvæmd þessarar reglugerðar. Fjármálaráðuneytið lætur gera bækur þessar á kostnað ríkissjóðs og löggildir þær. Skattstjórum og ríkisskattanefnd ber að geyma vandlega og halda í reglu öllum skjölum og bréfum, sem þeim berast, svo og eftirritum eða uppköstum af þeim bréfum. sem þeir láta frá sér fara.
80. gr.
Skattstjórar og umboðsmenn þeirra skulu gefa Hagstofu Íslands skýrslu í því í formi, sem hún ákveður, um framtaldar eignir og tekjur, álagða skatta og önnur atriði, sem tilgreind eru í framtölum.
IX. KAFLI
Um skattlagningarstað, gagnaskyldu, upplýsingaskyldu, rannsóknarheimildir, framtöl, endurskoðun og ákvörðun tekna og eigna.
81. gr.
Hver gjaldandi skal skattlagður aðeins á einum stað og ber honum að greiða þar skatt af öllum tekjum sinum og eignum, sem skattskyldar eru hér á landi, hvar og hvaðan sem tekna er aflað eða eignir eru:
1. Menn, sem telja ber heimilisfasta hér á landi, sbr. 1. gr., skal skattleggja, þar sem þeir eiga lögheimili skv. þjóðskrá hinn 1. desember á skattárinu, sbr. lög nr. 31/1956.
2. Nú er maður, sem telja ber heimilisfastan hérlendis, á förum úr landi og honum ber að greiða skatt skv. lögum nr. 22/1956 af tekjum. sem aflað var á brottfararárinu, þá skal hann skattlagður, þar sem hann á lögheimili við brottfarardag, enda liggi fyrir sérstakt vottorð frá þjóðskránni um lögheimilið, ef það er annað en hinn 1. desember næstan á undan.
3. Innlend félög, sjóðir og stofnanir, svo og innlend dánarbú og þrotabú, sbr. 2. gr., skulu skattlögð, þar sem þau eiga heimili hinn 31. des. á skattárinu. Dánarbú og þrotabú teljast eiga heimili, þar sem hinn látni var heimilisfastur við dánardægur og gjaldþroti, þegar gjaldþrotaúrskurður var uppkveðinn.
4. Erlendis heimilisfastir menn, sem þarlendis dvelja og ber að greiða hér skatt, sbr. 3. gr., skulu skattlagðir, þar sem aðaleigur þeirra er eða þeir hafa aðallega tekjur hér á landi. Séu aðaltekjur þeirra laun eða styrktarfé úr ríkissjóði eða öðrum sjóðum, sem ríkið á, þá skulu þeir skattlagðir í Reykjavik. Ef þeir fá styrk úr öðrum sjóðum, eða stofnunum eða laun eða tekjur úr öðrum fyrirtækjum, þá skulu þeir skattlagðir, þar sem sá sjóður, stofnun eða fyrirtæki er, enda hafi þeir eigi meiri tekjur í öðru sveitarfélagi hér á landi.
5. Erlendis heimilisfastir menn, sem hérlendis dvelja og skylt er að eiga hér lögheimili, sbr. lög nr. 35/1960, vegna þess að þeir stunda hér atvinnu eða af öðrum ástæðum, skulu skattlagðir, þar sem þeir eiga lögheimili skv. þjóðskrá hinn 1. desember á skattárinu. Ef slíkur maður er á förum úr landi, þá skal hann skattlagður af tekjum, sem aflað var á brottfararárinu, þar sem hann á lögheimili við brottfarardag, enda liggi fyrir sérstakt vottorð frá þjóðskránni um lögheimilið, ef það er annað en hinn 1. desember næstan á undan.
6. Erlend félög, sjóðir og. stofnanir, svo og erlend dánarbú og þrotabú, sem hér ber að greiða skatt, sbr. 3. gr., skulu skattlögð, þar sem aðalumboðsmaður þeirra á heimili hér á landi. Ef enginn er aðalumboðsmaður, þá skulu þau skattlögð, þar sem aðaleign þeirra er eða þau hafa aðallega tekjur hér á landi. Ríkisskattstjóri sker úr öllum vafaatriðum og ágreiningi um það, hvar gjaldandi (innlendur eða útlendur, einstakur maður eða félag) skuli skattlagður.
82. gr.
a Skylda til að telja fram tekjur og eignir hvílir á:
1. Hverjum einstökum skattþegni fyrir sjálfan sig, hjónum sameiginlega, ef samvistum eru, og maka, er situr í óskiptu búi.
2. Fjárhaldsmönnum fyrir þá, sem þeir hafa fjárráð fyrir. Foreldri fyrir börn sín, kjörbörn og fósturbörn. .
3. Skiptaráðendum, skiptaforstjórum eða skiptanefnd fyrir bú (dánarbú, þrotabú), sem eru undir opinberum skiptum. Ef erfingjar skipta sjálfir, þá hvílir skyldan á þeim. Enn fremur skal skýrsla gefin um tekjur og eignir bús, þegar uppgjöri er lokið, enda nemi fjármunir þess meira en kr. 10 000.00, sbr. 114. gr.
4. Stjórn félags, sjóðs eða stofnunar.
5. Ef erlendis heimilisfastur aðili á hér skattskyldar eignir, rekur hér atvinnu (verzlun, verksmiðju, útgerð, flutninga o. s. frv.) eða hefur hér eða héðan skattskyldar tekjur, sbr. 3. gr., þá hvílir skyldan á þeim, sem veitir atvinnufyrirtæki forstöðu, varðveitir eignirnar eða hefur tekjurnar undir höndum eða greiðir þær, nema aðili dveljist hér sjálfur eða hafi hér annan umboðsmann, sem annist framtal hans.
83. gr.
Sérhver framtalsskyldur aðili skal gæta þess, að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn, er leggja megi til grundvallar framtali hans og sannprófunar þess, ef skattyfirvöld krefjast. Aðilar, sem taldir eru í 1.-13. tl. 2. gr. lags nr. 62/1938, eru skyldir til að færa tvöfalt bókhald. Læknum, tannlæknum og prestum í kaupstöðum er skylt að halda sjóðbók skv. sömu gr. nefndra lags. Aðilar, sem reka söluskattsskylda starfsemi en ekki eru skyldir til að færa tvöfalt bókhald, eru skyldir til að færa sjóðbók, aðalbók með efnahagsreikningi og viðskiptamannabók eða eingöngu sjóðbók, ef heildarvelta er minni en kr. 100 000.00 á ári, sbr. B. og C.-liði 11. gr. reglugerðar nr. 15/1960. Þeir, sem eigi eru bókhaldsskyldir skv. framansögðu, skulu geyma reikninga og kvittanir fyrir útborgunum, svo og launaseðla (launagreiðsluumslög) innleggsnótur o. þ. h., en séu slík gögn fyrir innborgunum ekki látin í té, þá að skrá hjá sér allar innborganir fyrir seldar vörur, vinnu eða þjónustu svo og aðrar innborganir þann dag, sem greiðsla er móttekin. Þá ber og hverjum framtalsskyldum aðila að geyma samninga, bréf og önnur gögn, sem framtal hans varða.
84. gr.
Allir embættismenn og aðrir, er einhver störf hafa á hendi í almenningsþarfir, stjórnendur banks og sparisjóða, hlutafélaga og annarra félaga og stofnana, eru skyldir að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og skýrslur, er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té, svo sem skýrslur um starfslaun, skuldabréf, vaxtabréf, hlutabréf og arð, þar með talin fríhlutabréf og annað, sem til arðgreiðslu getur talizt, um vaxtabréf í bönkum, sparisjóðum og öðrum lánsstofnunum, um úthlutaðan tekjuafgang, innstæður í stofnsjóðum og vexti af þeim, um greiðslur fyrir innlendar afurðir, um dánarbú og þrotabú, arfgreiðslur og fyrirframgreiðslur upp í arf, úthlutanir úr þrotabúum, þinglestur og skráningu á afsölum, skuldabréfum, kaupmálum og alts konar samningum. Enn fremur matsgerðir, eftirrit af uppkveðnum dómum og úrskurðum, breytingar á firmaskrám, bifreiðaskrám og skipaskrám, seld verzlunarleyfi og iðnleyfi, skrár á launamiðum í tvíriti yfir lögskráningartíma sjómanna og vikufjölda slysatrygginga sjómanna á bátum undir 12 rúmlestir brúttó, sbr. 39. gr. A. fyrstu mgr., um greiddan skatt og útsvör, skemmtanaskatt og framleiðslutoll, um breytingar á fasteignamati, um jarðabætur og jarðræktarframlag, um innflutning o. s. frv. Hlutaðeigandi embættismenn og aðrir fyrst nefndir aðilar skulu hver fyrir sig, eftir því sem við á um hvert atriði, láta í té umræddar skýrslur og upplýsingar, bæði almennt og um nafngreinda einstaka gjaldendur, eftir því sem nauðsynlegt verður talið. Beini skattstjóri slíkum fyrirspurnum til aðila utan skattumdæmis síns, er þó nauðsynlegt, að upplýsinga sé krafizt varðandi nafngreinda gjaldendur.
Þeir, sem hafa menn í þjónustu sinni, er taka kaup fyrir starf sitt, eru og skyldir til, hvort sem þeir reka atvinnu eða ekki, að skýra frá því, ókeypis og íumbeðnu formi, hvert kaup þeir greiða hverjum manni, þar með talin stjórnarlaun, endurskoðunarlaun, ágóðaþóknun, gjafir, dagpeningar, bifreiðastyrkir, risnufé o. þ.h., enn fremur öll hlunnindi, svo sem fæði, húsnæði, fatnaður, o. þ. h. Skylt er að gefa skýrslu um kaup starfsmanna, þótt í beiðni um hana sé ekki sundurliðað um hverja starfsmenn sé spurt. Nú eru laun greidd fyrir milligöngu annars manns og vinnuveitandi því eigi fær um að láta framangreindar upplýsingar í té, og hvílir þá skyldan á milligöngumanni.
Fjármálaráðherra úrskurðar ágreining um skyldu manna til að láta af hendi skýrslur þær og upplýsingar, sem um ræðir í þessari grein. Skattyfirvöldum ber því að skýra fjármálaráðherra þegar frá því, ef þeim er neitað um þær, eða dregið er um þörf fram að láta þær í té, sbr. 115. gr. A.
Hvenær sem skattstjóri eða umboðsmaður hans telur þess þörf, getur hann krafizt þess, að framteljendur leggi fram bókhaldsgögn sin og/eða önnur gögn, sem framtal var samið eftir, sbr. 83. gr., til athugunar, er framtal er sannreynt eða endurskoðað. Ríkisskattstjóri hefur og ætið aðgang að bókum banka, sparisjóða og annarra peningastofnana fyrir sig og þá menn, er. hann felur að rannsaka skuldir, inneignir, verðbréfaeign og annað, sem lýtur að efnahag gjaldþegns.
85. gr.
Eignir, skuldir, tekjur og frádrátt skal telja fram sundurliðað, þannig að séð verði m. a.:
1. Hvaða eignir aðili á, þ. e. hvaða fasteignir, hvaða skip, hvaða flugvélar, hvaða búpening, hvaða vélar o. s. frv., sbr. 51. gr., og hvernig eignirnar eru metnar til eignarskatts, sbr. 57. gr.
2. Hverjum aðili skuldar, sbr. 53. fir., og hvers konar skuldir er um að ræða, sbr. t. d. 55. gr.
3. Hvaða tekjur aðili hafði, þ. e. tekjur af hvaða atvinnurekstri, hvaða sjálfstæðri starfsemi, hvaða eignum, hvaða einstökum verknaði eða öðrum atvikum, launatekjur o. s. frv., sbr. II. kafla. Tekjuupphæðir tilgreinist skv. því, sem greitt er í peningum eða skv. skattmati, eftir því sem við á. Einnig skal tilgreint frá hverjum tekjurnar voru, ef eyðublöð bera með sér, að svo skuli gert.
4. Hvaða frádráttarliði er um að ræða, sbr. IIL, IV. og V. kafla. Upphæðir skulu tilgreindar skv. því, sem greitt er í peningum eða skv. skattmati, eftir því sem við á. Vinnulaun, greiðslur fyrir innlendar afurðir o, annað, sem skylt að gefa sérstakar upplýsingar um, sbr. 84. gr., skal talið fram, þannig að unnt sé að bera saman við það, sem uppgefið er.
Þá skal og gefa upplýsingar um eignakaup og eignasölur, byggingakostnað, arfgreiðslur, eignir og tekjur hann yngri en 16 ára, greidda húsaleigu og heimilisaðstoð, fjölskyldustærð og sérhverjar aðrar upplýsingar, er máli skipta, til ákvörðunar tekna og eigna og álagningar skattanna.
Framtal skal gert á þar til gerðu skattframtalseyðuhlaði, sem skattstjórar og/eða umboðsmenn þeirra láta í té, sbr. 86. gr., og á fylgiskjölum með því, svo sem efnahagsreikningi, rekstrarreikningi, landbúnaðarskýrslu, húsbyggingarskýrslu o. s. frv., eftir því sem við á í hverju tilfelli.
Þeir, sem skyldir eru til þess að færa tvöfalt bókhald skv. lögum nr. 62/1933, skulu láta fylgja framtali sínu nákvæman rekstrar- og efnahagsreikning skv. bókhaldi sínu. Sama gildir um aðra, sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, þeir skulu og gera fulla grein fyrir heildartekjum og sundurliða rekstrarútgjöld, svo og eignir og skuldir, eftir því sem við á, sbr. 1. mgr. þessarar gr. Þeir, sem senda efnahagsreikning, skulu láta fylgja skrár um inneignir, verðbréf, útlán, útistandandi skuldir o. s, frv., svo og skuldalista. Þegar um er að ræða útistandandi skuldir fyrir seldar vörur, er þó þeim, sem færa tvöfalt bókhald, ekki skylt að tilgreina nöfn skuldara að slíkum skuldum undir kr. 3000.00. Þeir, sem landbúnað stunda, skulu útfylla landbúnaðar-framtalsskýrslu. Ef aðili rekur fjölþætta starfsemi, þá skal hann senda sérstakan rekstrarreikning fyrir hvern þátt starfseminnar.
Ef á rekstrar- og/eða efnahagsreikningi skattþegns eða öðrum fylgiskjölum með framtali eru einhverjar upphæðir, sem ekki eru í samræmi við ákvæði skattalaganna og þessarar reglugerðar, t. d. fasteignir færðar á kostnaðarverði en ekki fasteignamati, tekjuskattur og tekjuútsvar fært til frádráttar o. s. frv., þá skal úr því bætt með áritun á reikningana eða fylgiskjölin eða sérblað með þeim. Lokatölur reikninganna eða annarra fylgiskjala með framtali, þ. e. hreinar tekjur eða tap, hreinar eignir eða eignahalla, þannig leiðréttar, skal síðan færa á skattframtalseyðublaðið sjálft. Þó skulu tekjur skv. 19. gr. (ráðstöfun varasjóðs) og frádráttur skv. 47. gr. (varasjóðstillag) færðar sérstaklega á framtalseyðublaðið og leiðrétting á lokatölum við það miðuð. Frádrátt skv. 41., 42. og 43. gr. 2. mgr. (fjölskyldufrádrátt) skal framteljandi ekki færa sjálfur á skattframtalseyðublaðið, heldur aðeins upplýsingar um fjölskyldustærð.
Skattstjóra ber að skora á hvern einstakan framteljanda að láta í té nánari sundurliðanir eða aðrar skýringar, ef skattstjóri telur þess þörf, og er framteljanda skylt að verða við þeirri áskorun, sbr. 89. gr.
86. gr.
Fjármálaráðherra lætur gera skattframtalseyðublöð og önnur eyðublöð, er til þurfa. Ríkisskattstjóri sendir þau til skattstjóra og/eða umboðsmanna þeirra. Skattstjórar og/eða umboðsmenn þeirra skulu láta framteljendum, er þess óska, í té skattframtalseyðublöð og önnur eyðublöð, er þeir þurfa til framtals, frá 1. janúar ár hvert. Skattframtalseyðublöð árituð með nafni framteljanda og heimili skulu skattstjórar og/eða umboðsmenn þeirra senda til allra þeirra, sem ætla má, að skattskyldir séu í umdæminu og skal útsendingu lokið í janúar ár hvert það snemma, að framteljendum megi telja unnt að skila eyðublöðunum útfylltum fyrir janúarlok. Eyðublöð til erlendis búsettra manna, ófjárráða manna, barna eða unglinga, dánar- og þrotabúa, skal senda þeim, sem skylt er að telja fram fyrir þessa aðila, sbr. 82. gr. Þeim, sem landbúnað stunda, skal send landbúnaðarskýrsla, húsbyggingarskýrsla til þeirra, sem eiga hús í smíðum o. s. frv.
Skattstjórar og/eða umboðsmenn þeirra skulu, við hver áramót, senda öllum atvinnurekendum í umdæminu og öðrum, sem laun greiða, eyðublöð til útfyllingar um kaupgreiðslur þeirra á árinu, jafnt til innan- og utansveitarmanna. Einni skal senda öllum hlutafélögum eyðublöð til útfyllingar um hlutabréfaeign og arðsúthlutun á árinu. Samvinnufélögum skal senda eyðublöð til útfyllingar um úthlutaðan tekjuafgang og um stofnsjóðsinnstæður og vexti af þeim. Enn fremur önnur þau eyðublöð og beiðnir um upplýsingar, sem með þarf, og mælt kann að vera fyrir um, svo sem aðrar þær upplýsingar, sem krafizt er skv. 84. gr.
Sá, sem eigi fær send eyðublöð á tilsettum tíma eða glatar þeim, skal sjálfur afla sér eyðublaða hjá skattstjóra eða umboðsmanni hans, enda leysir það ekki aðila undan þeirri skyldu að telja fram eða gefa aðrar þær skýrslur, sem honum má vera vitanlegt að lögskylt sé að gefa, þótt honum hafi eigi borizt eyðublöð innan tilsetts tíma.
87. gr.
Hver sá, sem framtalsskyldur er, sbr. 82. gr., skal fylla út skattframtalseyðublað og viðeigandi fylgiskjöl eftir beztu vitund og skrá þar á tekjur sínar síðastliðið ár (sbr. 11.-20. gr.), frádrátt (sbr. 21.-48. gr.), eignir og skuldir (sbr. 51.-60. gr.) og aðrar þær upplýsingar, er máli skipta, sbr. 85. gr. Staðfestir hann síðan framtalið með undirskrift sinni (dagsetningu, óskammstafað nafn og heimilisfang) og vottar að viðlögðum drengskap, að skýrslan sé gerð eftir beztu vitund. Fylgi framtali rekstrar- og efnahagsreikningar, skulu þeir staðfestir af framteljanda eða þeim, sem reikningana hefur samið. Reikningar félags skulu og staðfestir af stjórn þess og kjörnum endurskoðendum.
Framtalsskýrslur, ásamt tilheyrandi reikningum, landbúnaðarskýrslum, húsbyggingarskýrslum og öðrum fylgiskjölum, sbr. 85. gr., skulu komnar til skattstjóra eða umboðsmanns hans fyrir lok janúarmánaðar ár hvert. Þeir, sem hafa atvinnurekstur með höndum, þurfa þó eigi að hafa skilað framtalsskýrslu fyrr en fyrir lok febrúarmánaðar. Ef sérstaklega stendur á, getur skattstjóri eða umboðsmaður hans veitt frest til framtals til 28. febrúar. Þeim, sem stunda atvinnurekstur, má þó veita frest til 31. marz. Vátryggingarfélög þurfa eigi að skila framtali fyrr en 31. maí.
Nú er framteljandi sjálfur ófær að rita framtalsskýrslu, og er þá skattstjóri eða umboðsmaður hans skyldur að veita honum aðstoð til þess, en skylt er framteljanda að láta í té allar upplýsingar og gögn, til þess að framtalið verði rétt. Eigi er þó skattstjóra eða umboðsmanni hans skylt að aðstoða við framtöl til skatts eftir að framtalsfrestur er liðinn.
88. gr.
Þegar framtalsfrestur er liðinn, skal skattstjóri hefja endurskoðun framtala þegar í stað. Skal hann þá hafa aflað sér nauðsynlegra gagna og undirbúið þau til notkunar. Útsending fyrirspurna skv. 84. gr. og tilheyrandi eyðublaða, sbr. 86. gr., skal við það miðuð og svarfrestir settir með hliðsjón af því. Gögn, sem varða einstök framtöl, skulu að jafnaði geymd með því, en gögn varðandi marga framteljendur skulu geymd í skjalasafni skattstjóra í aðgengilegri röð.
Skattstjóra ber að athuga, hvort á framtali séu þær upplýsingar, sem fyrir er mælt í 85. gr., bera þær saman við önnur gögn, einnig gera samanburð á framtölum gjaldanda frá ári til árs og þar með athuga sérstaklega, hvort samræmi er milli efnahags skattþegns í ársbyrjun og árslok skv. framtölum miðað við framtaldar hreinar tekjur eða tap og sennilega eigin eyðslu, svo og gera sérhverjar aðrar athuganir, er máli skipta.
Enda þótt fyrirtæki sé rekið með tapi eða framtaldar eignir og tekjur nái ekki skatti, ber skattstjóra eigi að síður að athuga framtalið og úrskurða það.
89. gr.
Skattstjóri skal leggja tekjuskatt og/eða eignarskatt á gjaldanda skv. framtali hans. Þó skal skattstjóri leiðrétta augljósar reikningsskekkjur í framtali svo og einstaka liði, ef þeir eru í ósamræmi við gildandi lög og fyrirmæli. Enn fremur er skattstjóra heimilt að leiðrétta einstaka liði, ef telja má, að óyggjandi upplýsingar séu fyrir hendi, en gera skal skattþegni strax viðvart um slíkar breytingar. Nú er framtalsskýrsla eða einstakir liðir hennar ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg eða skattstjóri telur þurfa nánari skýringar á einhverju atriði, og skal hann þá skora á framteljanda að láta í té skýringar eða gögn, er á skortir, innan ákveðins tíma, og er framteljanda skylt að verða við áskorun skattstjóra. Ef skattstjóri fær fullnægjandi svar, leggur hann skatt á skv, framtali og framkomnum skýringum.
Fáist eigi fullnægjandi svar, skal skattstjóri áætla tekjur og eign skattþegns, eftir beztu vitund og ákveða skatta hans í samræmi við þá áætlun. Niðurstöðu skal jafnan tilkynna skattþegni skriflega. Enn fremur skal skattstjóri láta fylgja greinargerð um málið, er hann sendir ríkisskattstjóra framtal skattþegns þess, er í hlut á. Ef eigi er kunnugt um dvalarstað framteljanda eða umboðsmanns hans, má skattstjóri, ef svo er ástatt sem í 3. málsl. þessarar mgr. segir, áætla tekjur hans og eign án þess að gera honum viðvart.
Nú er einhver sá, er enga skýrslu gefur, og skal þá skattstjóri áætla tekjur hans og eign svo ríflega, að ekki sé hætt við, að upphæðin sé sett lægri en hún á að vera í raun réttri.
Hafi skattstjóri grun um, að stórfelld skattsvik hafi verið framin, skal hann hefja rannsókn þegar í stað og tilkynna ríkisskattstjóra jafnframt um rannsóknina. Ef skattstjóri telur, að einhverjar leiðréttingar eða breytingar á framtali skv. 1. mgr. þessarar gr. stafi af því, að framteljandi hafi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi skýrt rangt frá, sbr. 112. gr., þá skal skattstjóri, jafnframt því að gera umræddar leiðréttingar eða breytingar á framtalinu, tilkynna ríkisskattstjóra það, sbr. 113. gr.
90. gr.
Hver sá, sem skýrt hefur frá tekjum sinum eða eignum lægri en vera ber og því greitt minni skatt en honum ber skylda til, skal greiða eftir á skattupphæð þá, sem undan var dregin. Þó skal eigi reikna skatt gjaldanda að nýju lengra aftur í tímann en 6 ár. Ef um var að ræða brot þau, sem um getur í 112. gr., skal gjaldandi enn fremur sæta viðurlögum skv. þeirri gr., sbr: 113. gr.
Nú hefur skattþegn eigi talið fram til skatts og skattar því áætlaðir, en siðar kemur í ljós, að áætlun hefur verið af 1ág, svo og ef skattþegni hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum og eignum, og skal þá reikna skatt gjaldanda að nýju, þó ekki lengra aftur í tímann en 4 ár. Sama gildir, ef skattþegn vantar á skrá, nema um sé að ræða brot þau, sem um ræðir í 112. gr., en þá skal reikna skatt hans að nýju eins og í 1. mgr. þessarar gr. segir.
Þegar skattur er reiknaður að nýju skv. þessari gr., skal gæta ákvæða 89. gr., eftir því sem við á.
Skatt álagðan skv. þessari gr. skal tilkynna gjaldanda í ábyrgðarbréfi og innheimtumanni samtímis, og telst skatturinn í gjalddaga fallinn 10 dögum eftir að bréfið til gjaldanda var póstlagt. Jafnframt skal gefa gjaldanda kost á að kæra álagninguna. Um kærufresti fer skv. ákvæðum 92. og 94. gr. Kæra frestar þó ekki eindaga skattsins, sbr. 98. gr.
Að kæruúrskurði loknum skal skattstjóri tilkynna kæranda úrslitin í ábyrgðarbréfi og innheimtumanni breytingu á upphæð skattsins, ef um var að ræða. Skatthækkanir skv. þessari gr. skulu því aðeins gerðar, að hin undandregna eða vanreiknaða upphæð tekjuskatts eða eignarskatts nemi minnst kr. 100.00 hvert einstakt ár.
Skattstjóri skal tilkynna ríkisskattstjóra um skattálagningu skv, þessari gr. og taka sérstaklega fram, ef hann telur að um sé að ræða brot þau, sem um getur í 112. gr., sbr. 113. gr. Þá skal skattstjóri einnig tilkynna ríkisendurskoðanda um skattálagningu þessa.
X. KAFLI
Um skattskrár, kærur, úrskurði, störf ríkisskattanefndar og ríkisskattstjóra og eftirlit fjármálaráðuneytisins.
91. gr.
Fyrir lok maímánaðar skulu skattstjórar hafa lokið ákvörðun tekna og eigna og samið skattskrá fyrir hvert sveitarfélag í umdæminu, en í henni skal tilgreina tekjuskatt og eignarskatt hvers gjaldanda. Skattskrá skal lögð fram eigi síðar en 1. júní. Skal hún liggja til sýnis 2 vikur á hentugum stað í hverju sveitarfélagi. Skattstjóri eða umboðsmaður hans auglýsir í tæka tíð, hvar skattskrá liggur frammi.
92. gr.
Nú telur einhver skatt sinn eigi rétt ákveðinn, og getur hann þá sent skriflega kæru sína yfir því til skattstjóra eða umboðsmanns skattstjóra, í Reykjavik innan 15 daga, en í öðrum skattumdæmum innan 30 daga, frá því er skattskrá er lögð fram. Heimilt er þó skattstjóra að taka til greina munnlegar kærur, ef um augljósar reikningsskekkjur eða þess konar er að ræða.
93. gr.
Innan mánaðar frá lokum kærufrests skal skattstjóri hafa úrskurðað kærur skv. 92. gr. og leiðrétt skattskrá skv. úrskurðum þeim, er hann hefur fellt, og tilkynnt kærendum úrslitin. Að því búnu sendir hann skrána til ríkisskattstjóra. Skattstjóri skal enn fremur, er hann hefur úrskurðað kærur, senda hlutaðeigandi innheimtumanni ríkissjóðs skrá um þá, er gjalda eiga tekju- og eignarskatt í því lögsagnarumdæmi, og ríkisendurskoðanda eftirrit af þeirri skrá.
Komi í ljós innan tveggja ára frá því, að skattskrá var framlögð, að þær heimildir, sem skattstjóri hefur farið eftir við leiðréttingu framtals, sbr. 89. gr., eru rangar, skal hann leiðrétta það af sjálfsdáðum eða við kæru, þótt hún komi eigi fram fyrr en kærufrestur er liðinn. Skattlækkanir skv. þessari mgr. skulu þó því aðeins gerðar, að lækkun tekjuskatts eða eignarskatts nemi minnst kr. 100.00 hvert einstakt ár. Tilkynningu um slíkar breytingar skal skattstjóri senda gjaldanda, innheimtumanni, ríkisskattstjóra og ríkisendurskoðanda.
94. gr.
Úrskurði skattstjóra má skjóta til ríkisskattanefndar. Kærufrestur til ríkisskattanefndar skal vera í Reykjavik 15 dagar frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra, en í öðrum skattumdæmum 30 dagar.
Fjármálaráðherra hefur heimild til að skjóta úrskurðum skattstjóra til ríkisskattanefndar án tillits til kærufrests.
Kærur skulu vera bréflegar og studdar nauðsynlegum gögnum.
Skattþegni eða umboðsmanni hans er heimilt að flytja mál sitt fyrir ríkisskattanefnd á þeim tíma, er nefndin tekur til, áður en úrskurður gengur um kæruatriði. Heimilt er ríkisskattanefnd að leyfa, að málflutningur skuli vera munnlegur.
95. gr.
Úrskurðir ríkisskattanefndar á kærum skv. 94. gr, skulu vera rökstuddir. Nefndin skal leggja úrskurð á kærur fyrir októberlok og tilkynna innheimtumanni skattsins og aðilum úrslit tafarlaust. Breytingar á sköttum skal og tilkynna ríkisendurskoðanda.
Úrskurður ríkisskattanefndar er fullnaðarúrskurður.
Ágreining um skattskyldu má bera undir dómstóla.
96. gr.
Ríkisskattanefnd skal m. a.:
1. Meta til tekna fæði, húsnæði o. fl., sbr. 13. gr. B.
2. Setja reglur um mat á eigin húsaleigu, sbr. 14. gr. A. 2.
3. Meta fæði starfsfólks til frádráttar hjá bændum o. fl., sbr. 23. gr. 4. Meta námskostnað til frádráttar, sbr. 35. gr. A.
5. Meta fæðiskostnað sjómanna á íslenzkum fiskiskipum til frádráttar, sbr. 39. gr. B.
6. Ákveða verð á búpeningi, sbr. 57. gr. C.
7. Taka til meðferðar mál, sem fyrir hann eru lögð af ríkisskattstjóra, sbr. síðustu mgr. 97. gr.
97. gr.
Ríkisskattstjóri skal hafa eftirlit með störfum skattstjóra og sjá um, að sem bezt samræmi sé í skattákvörðunum hvarvetna á landinu. Hann skal leiðbeina skattstjórum um allt, er að skattákvörðun og skattframtali lýtur, m. a. með því að senda þeim jafnharðan eftirrit af þeim úrskurðum ríkisskattanefndar, sem almennt gildi hafa.
Ríkisskattstjóri getur af, sjálfsdáðum rannsakað hvert það atriði, sem framkvæmd reglugerðar þessarar varðar, og getur í því skyni krafizt aura upplýsinga hjá skattstjórum, umboðsmönnum þeirra, lánsstofnunum og öðrum þeim, er í 84. gr. greinir.
Nú telur ríkisskattstjóri ástæðu til að breyta ályktun skattstjóra um skattákvörðun, og getur hann þá, þótt eigi hafi verið kært, lagt málið fyrir ríkisskattanefnd, sem breyta má ákvörðun skattstjóra og gera gjaldþegni skatt að nýju. Ætíð skal nefndin gera gjaldþegni viðvart, áður en hún breytir skattgjaldi hans, án þess að yfir hafi verið kært.
98. gr.
Áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu frestar ekki eindaga tekjueða eignarskatts né leysir undan neinum þeim viðurlögum, sem lögð eru við vangreiðslu hans. En ef skattur er lækkaður eftir úrskurði eða dómi eða niður felldur, skal endurgreiðsla þegar fara fram. Víkja má frá ákvæði 1. málsl., ef sérstaklega stendur á, skv. ákvörðun ríkisskattstjóra.
99. gr.
Fjármálaráðuneytið hefur eftirlit með því, að skattstjórar og ríkisskattanefnd ræki skyldur sínar og fylgi réttum reglum í starfi sínu. Hefur það rétt til að fá sendar framtalsskýrslur og leita umsagnar og skýringa ríkisskattanefndar og skattstjóra á öllu því, er framkvæmd þessara laga varðar.
XI. KAFLI
Um ábyrgð og innheimtu.
100. gr.
Lögreglustjórar (í Reykjavik Gjaldheimtan, sbr. reglugerð nr. 95/1962) skulu innheimta tekju- og eignarskatt á manntalsþingum ár hvert.
Í þeim umdæmum, sem það þykir henta að dómi ráðherra, skal þó heimilt að innheimta tekju- og eignarskatt á þann hátt, er hér segir:
1. Með fimm jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1, apríl, 1. maí og 1. júní, skal innheimta til greiðslu upp í skatta yfirstandandi árs hjá::
.hverjum gjaldanda fjárhæð jafnháa allt að helmingi skatta, sem honum bar að greiða næst liðið ár. Nú hafa tekjur gjaldanda á gjaldárinu verið lægri en á næsta ári áður, svo að nemi 30% eða þar yfir, eða ástæður hans versnað með öðrum hætti svo mjög, að vænta megi þess, að mun lægri skattar verði lagðir á hann en árið áður, og getur hann þá krafizt lækkunar á greiðslum skv. þessum tl. Skattstjóri ákveður lækkunina. Nú verður ljóst, þegar álagningu lýkur, að gjaldandi hefur þegar greitt meira en álögðum sköttum nemur, og skal þá endurgreiða það, sem ofgreitt var, ásamt 1/2 % vöxtum fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem féð var í vörzlum innheimtumanns.
2. Álagða skatta, að frádregnu því, sem greitt hefur verið skv. 1. tl., ber gjaldanda þá að greiða með fimm sem næst jöfnum greiðslum þann 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.
3. Vangreiðsla að hluta skv. þessari gr. veldur því, að skattar gjaldandans á gjaldárinu falla í eindaga 15 dögum eftir gjalddagann, þó ekki fyrr en 15. næsta mánaðar eftir að álagningu er lokið.
Nú er skattur hækkaður svo seint, að tilkynning um það hefur eigi náð innheimtunni fyrir gjalddaga skv. 1. mgr. þessarar gr., sbr. 90. gr., eða í tilefni af kæru til ríkisskattanefndar, sbr., 94. og 95. gr., ellegar vegna þess, að ríkisskattstjóri hafi lagt málið fyrir ríkisskattanefnd, sbr. 97. gr., þá telst sú skatthækkun í gjalddaga fallin 10 dögum eftir að gjaldanda var tilkynnt um hækkunina og skal hún tilkynnt í ábyrgðarpósti.
Taka má skattana lögtaki ásamt dráttarvöxtum, sbr. 101. gr., hjá gjaldanda skatt- sjálfum eða öðrum þeim, sem bera ábyrgð á greiðslu hans, sbr. 102.-108. gr. og skatta- 1. mgr. 109. gr.
Kæra frestar ekki greiðsluskyldu né leysir undan neinum þeim viðurlögum, sem lögð eru við vangreiðslu skatts, en ef skattur er lækkaður eða felldur niður, skal endurgreiðsla þegar fara fram, sbr. 98. gr. Dráttarvexti má þá einnig endurgreiða.
101. gr.
Nú er skattur eigi greiddur innan mánaðar frá gjalddaga og skal þá greiða dráttarvexti af því, sem ógreitt er, 1/2 % fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem liður þar fram yfir frá gjalddaga. Sé skattur eigi greiddur fyrir næstu áramót eftir að hann var álagður, skal greiða 1 % dráttarvexti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem greiðsla dregst frá þeim áramótum.
102. gr.
1. Hjón bera gagnkvæma ábyrgð á greiðslu skatta, sem á þau eru lagðir, enda séu skatt þau samvistum, þegar álagning fer fram.
2. Þeir, sem hafa á hendi fjárforræði ólögráða manna, bera ábyrgð á skattgreiðslu þeirra (t. d. foreldri fyrir börn sín, kjörbörn og fósturbörn). Skiptaráðendur, skiptaforstjórar eða skiptanefndir bera ábyrgð á skattgreiðslu búa (dánarbúa, þrotabúa). Erfingjar er skipta búi sjálfir, bera ábyrgð á skattgreiðslu búsins.
3. Aðalumboðsmenn erlendra félaga eða stofnana, sem hér eiga að greiða skatta, bera ábyrgð á greiðslu þeirra fyrir þessa gjaldendur.
4. Stjórnendur hlutafélaga og annarra félaga eða fyrirtækja, sem greiða erlendis heimilisföstum aðilum arð af hlutafé eða stofnfé í félögum eða fyrirtækjum hér á landi, skulu við greiðslu halda eftir sem svarar skatti af arðinum og tilsvarandi hlutafjáreign eða stofnfé. Ef hlutaðeigandi aðilar vanrækja þetta og greiða apríl, eigi skattinn, bera þeir sjálfir ábyrgð á greiðslu hans.
5. Við greiðslu út úr landinu á launum, biðlaunum eða styrk úr ríkissjóði, frá opinberri stofnun innlendri eða öðrum innlendum aðilum, skal halda tekjuskatti eftir, þ. e. greiða fjárhæðirnar að frádregnum skatti.
6. Óheimilt er að slíta félagi og úthluta eignum þess fyrr en skattar þess hafa að fullu verið greiddir fyrir allan starfstíma félagsins.
7. Um ábyrgð kaupgreiðanda á sköttum starfsmanna fer skv. 103. og 104. gr.
8. Um ábyrgð á þinggjaldi og útsvari útlendinga hérlendis svo og íslenzkra ríkisborgara, sem eru á förum úr landi, fer skv. 105.-109. gr., sbr. 115. gr. C.
103. gr.
1. Kaupgreiðendur ábyrgjast, að gjaldendur, sem þeir greiða kaup, standi skil á sköttum, álögðum á gjaldárinu, á réttum gjalddögum, eða þegar kaup fellur til útborgunar eftir gjalddaga, og er kaupgreiðanda rétt og skylt að halda eftir af kaupinu til greiðslunnar, enda hafi áður komið fram krafa til kaupgreiðanda um, að hann haldi eftir af kaupinu fyrir greiðslunni.
2. Sé ákveðið að haga innheimtunni á þann veg, sem segir í 1. tl., skal senda hverjum kaupgreiðanda í tæka tíð tilkynningu um skatta þeirra gjaldenda, sem kaupgreiðandi greiðir fyrir og sends jafnframt þríritaða kvittanaeyðublaðabók, er sýni glöggt, að um skatta sé að ræða. Skal kaupgreiðandi láta gjaldanda í té slíka kvittun í hvert sinn, er hann greiðir upp í skatta sína. Samriti af kvittuninni ber kaupgreiðanda að skila um leið og hann afhendir greiðsluna til innheimtumanns.
3. Orðið kaup tekur til hvers konar kaups, launa, aflahlutar eða annarrar þóknunar, þar á meðal eftirlauna, hvort sem greitt er skv. vinnusamningi, ákvæðisvinnusamningi eða öðrum samningum eða ákvörðunum.
4. Kaupgreiðandi telst sérhver sá, sem innir framangreindar greiðslur af hendi, hvort heldur fyrir sjálfan sig eða aðra, þar á meðal kaupgreiðslustöðvar.
5. Innheimtumaður getur og gert kröfu um, að kaupgreiðendur haldi eftir af kaupi gjaldanda til greiðslu á eldri sköttum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði.
6. Til lúkningar greiðslum skv. 5. tl. skal þó ekki haldið eftir meira en 1/5 hluta af því kaupi, sem til útborgunar á að koma hverju sinni, hjá gjaldanda, sem á fyrir heimili að sjá, en ella 1/3 hluta. Nú skuldar gjaldandi skatta, eldri en frá síðasta gjaldári, og getur innheimtumaður þá ákveðið, að hærri hlutfallstölu skuli haldið eftir af kaupi hans upp í skattana.
7. Allir kaupgreiðendur skulu, þegar innheimtumaður krefst þess, skyldir til að láta í té skýrslu, munnlega eða skriflega, eftir því sem hann óskar, um nöfn starfsmanna, sem taka kaup hjá þeim, stöðu þeirra, fæðingardag og ár, heimilisfang, launakjör, upphæð kaups, hvernig kaup er greitt, gjalddaga og önnur atriði, sem innheimtumaður óskar að fá vitneskju um vegna innheimtu skatta af kaupi. Krefja má um framangreindar skýrslur munnlega eða skriflega, svo og með almennri auglýsingu. Innheimtumaður setur kaupgreiðendum frest til að skila skýrslum.
8. Allir, sem hafa með höndum atvinnurekstur með aðkeyptu vinnuafli daglaunafólks, skulu að kröfu innheimtumanns skyldir til að sends kaupskrár sínar eða afrit af þeim það snemma, að unnt sé að gera kröfu um greiðslu á sköttum þeirra, er við kaupi eiga að taka, áður en til útborgunar kemur.
9. Kaupgreiðandi, sem skyldur er að halda eftir af kaupi skv. því, er í gr. þessari segir, skal við hverja útborgun, þar með taldar hvers konar greiðslur upp í kaup, draga af kaupi gjaldanda fjárhæð, er nægi til greiðslu skv. 1. tl., af heimilt er honum að draga af kaupi skv. 5. og 6. tl., svo og 20% af kaupi daglaunafólks skv. 8. tl., þó ekki af lægri kaupfjárhæð en 100 krónum, og skila innheimtumanni því, sem þannig er haldið eftir, innan sex virkra daga frá útborgunardegi, og er sú greiðsla bindandi fyrir gjaldandann. Nú er kaup greitt að einhverju leyti í öðru en peningum, svo sem fæði, húsnæði eða öðrum hlunnindum, og skulu þá þessi hlunnindi talin með kaupgreiðslu á því verði, sem þau eru metin til skatts.
10. Nú hættir gjaldandi að taka kaup hjá kaupgreiðanda, er krafinn hefur verið um greiðslu upp í skatta hans, áður en umkrafin skattskuld er að fullu greidd, og skal kaupgreiðandi þá tafarlaust tilkynna innheimtumanni brottför gjaldandans, hvenær hann hafi farið og hvert, ef vitað er.
11. Gjaldandi og kaupgreiðandi mega ekki slíta vinnusamningi fyrir það eitt, að krafizt hefur verið greiðslu opinberra gjalda af kaupi gjaldanda.
12. Ef kaupgreiðandi:
a. vanrækir að láta innheimtumanni í té umkrafðar skýrslur og upplýsingar um gjaldendur innan tiltekins frests,
b. greiðir gjaldanda kaup án þess að halda eftir þeirri fjárhæð, sem skylt var skv. þessari gr.,
c. skilar eigi til innheimtumanns eða umboðsmanna hans svo sem segir í 9. tl.,
d. tilkynnir ekki brottför gjaldanda svo sem segir í 10. tl.,
þá ábyrgist hann sem geymslufé þá fjárhæð, sem var haldið eftir hjá gjaldanda upp í skuld hans, en sem eigin skattskuld það, sem halda hefði mátt eftir, ef kaupgreiðandi hefði ekki vanrækt skyldur þær, sem honum bar að rækja skv. þessari gr. Má gera lögtak hjá kaupgreiðanda til tryggingar þessum skuldum eftirsömu reglum og gera hefði mátt lögtak hjá gjaldanda sjálfum. Enn fremur getur kaupgreiðandi sætt viðurlögum skv. 115. gr. B.
13. Gjaldandi, sem ofgreitt hefur skatta til kaupgreiðanda skv. þessari gr., á rétt til endurgreiðslu beint frá innheimtumanni, hvort sem kaupgreiðandi hefur skilað sköttunum eða ekki.
104. gr.
Á sama hátt og með sömu viðurlögum og í 103. gr. segir, getur innheimtumaður krafizt greiðslu skatta af kaupi gjaldanda hjá kaupgreiðanda í öðru sveitarfélagi, svo og skýrslna, sbr. 7. og 8. tl. 103. gr., um starfsmenn, sem skatta ber að greiða í innheimtuumdæminu. Skal það gert með bréfi til viðkomandi kaupgreiðanda.
105. gr.
Þeir, sem hafa í þjónustu sinni útlendinga, sem hér dvelja um stundarsakir eða hafa landvistar- og atvinnuleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, hvort sem þá ber að telja heimilisfasta hér á landi eða ekki, sbr. 1. gr. 2. mgr., og greiða þeim kaup, hverju nafni sem nefnist, bera ábyrgð á greiðslu þinggjalds þeirra og útsvars eins og um eigið þinggjald eða útsvar væri að ræða. Nú eru kaupgreiðendur gjaldanda fleiri en einn á hinu sama ári og bera þeir þá hlutfallslega ábyrgð, miðað við þá fjárhæð, sem þeir hafa greitt honum í kaup.
Til tryggingar þessari ábyrgð skal kaupgreiðanda heimilt að halda eftir allt að 20% af kaupi gjaldanda. Ef kaup gjaldanda er hærra en sem svarar kr. 6000.00 á mánuði, skal kaupgreiðanda þó heimilt að halda eftir allt að 35% af kaupinu.
Kaupgreiðandi skal tilkynna viðkomandi skattyfirvaldi mánaðarlega um kaupgreiðslu til þeirra, sem um ræðir í þessari gr.
Tryggingarfé því fyrir sköttum og útsvari, sem kaupgreiðandi heldur eftir skv. þessari gr., skal hann skila til viðkomandi innheimtumanna innan viku frá útborgunardegi.
Ef fjárhæð sú, sem heimilt er að halda eftir til að fullnægja skyldu til greiðslu skatta og útsvars skv. þessari gr., er sýnilega af há eða af lág, getur gjaldandi eða innheimtumaður, svo og kaupgreiðandi, snúið sér til skattstjóra og farið fram á, að hann úrskurði um, hve miklu skuli haldið eftir af kaupi gjaldanda til að standast téðar greiðslur. Ábyrgð kaupgreiðanda á þeim greiðslum, sem umfram kunna að vera þá upphæð, sem haldið er eftir skv. úrskurðinum, fellur niður, enda hafi kaupgreiðandi skýrt rétt frá málavöxtum.
Jafnskjótt og skattar og útsvar gjaldanda hafa verið ákveðnir, skal innheimtumanni skylt að endurgreiða gjaldanda það, sem af mikið kann að hafa verið haldið eftir af kaupi.
106. gr.
Nú er íslenzkur ríkisborgari eða einhver þeirra útlendinga, sem um ræðir í 105. gr., á förum af landi brott, og skal honum þá skylt að tilkynna hlutaðeigandi skattstjóra um það, með a. m. k. einnar viku fyrirvara, og sé kaupgreiðanda kunnugt um brottförina, ber honum einnig að tilkynna um hana. Jafnframt gefur kaupgreiðandi hlutaðeigandi skattstjóra skýrslu um allar kaupgreiðslur til gjaldanda á brottfararárinu.
Skattstjóri ákveður síðan skatt gjaldanda skv. ákvæðum þessarar reglugerðar og útsvar hans, sbr. lög nr. 22/1956, og tilkynnir síðan kaupgreiðanda, gjaldanda sjálfum og innheimtumanni um álagninguna þegar í stað.
107. gr.
Óheimilt er að selja þeim, sem um getur í 106. gr., sbr. 105. gr., þ. e. útlendingum og íslenzkum ríkisborgurum, farmiða eða taka þá til flutnings til útlanda, nema færðar séu sönnur á með vottorði innheimtumanns, að þinagjöld og útsvar bæði undanfarinna ára og einnig fyrir þann hluta brottfararársins, sem liðinn er, sé að fullu greidd eða trygging sett fyrir greiðslu.
Einnig er útgerð skips. eða flugfélagi óheimilt að leysa starfsmann Sinn úr þjónustu erlendis, nema þinggjöld hans og útsvar hafi verið greidd eða trygging sett fyrir greiðslu.
Nú hefur eigi verið gætt ákvæða 1. eða 2. mgr, þessarar gr., og er þá útgerð hlutaðeigandi skips eða flugvélar ábyrg fyrir greiðslu þinggjalda og útsvars viðkomandi farþega eða starfsmanns sem eigin þinggjöldum og útsvari. Hver sá aðili, er með ólöglegu atferli kann að vera valdur að því eða meðsekur, að einhver komist úr landi án þess að greiða að fullu þinggjöld og útsvar, ber einnig sams konar ábyrgð.
Lögreglustjóra og útlendingaeftirliti er heimilt að banna farþegum að fara úr landi, hafi eigi verið gætt ákvæða 1. mgr. þessarar gr. við sölu farmiða. Einnig geta sömu aðilar bannað brottför annarra en farþega, ef ætla má, að þeir eigi ólokið skatt- eða útsvarsgreiðslum hér á landi.
108. gr.
Nú fer maður af landi brott um stundarsakir og bregður ekki heimilisfesti hér, og skal þá heimilt að leyfa honum far, án þess að ákveða honum áður skatt skv. lögum nr. 22/1956, enda setji hann að dómi viðkomandi innheimtumanna næga tryggingu fyrir greiðslu þinggjalda og útsvara.
Víkja má frá ákvæðum 1. mgr. þessarar gr., telji innheimtumaður eigi þörf sérstakrar tryggingar, eða ef sérstaklega stendur á.
Fjármálaráðherra getur veitt undanþágur frá ákvæðum 106. og 107, gr. að því er varðar íslenzka námsmenn, sem erlendis eru heimilisfastir, en koma hingað til
109. gr.
Gjöld þau, er um ræðir í 105.-108. gr., má taka lögtaki hjá gjaldanda sjálfum, svo og þeim er ábyrgð bera á þinggjöldum og útsvari skv. 105. og 107. gr., enn fremur hjá þeim, er taka á sig ábyrgð á greiðslu vegna þeirra, er getur í 108. gr., sbr. 115. gr. C.
Nú notar ráðherra heimild þá, sem sett er í 10. gr. laga nr. 22/1956, um skatt- og útsvarsgreiðslur útlendinga, gjaldenda, sem eru á förum úr landi o. fl., til sameiningar á innheimtu þinggjalda og útsvara og gilda þá ákvæði 105.-108. gr., fyrri mgr. þessarar gr. og 115. gr. C. einnig að því, er varðar innheimtu útsvaranna.
11. gr.
Reglur þær, sem settar eru í 100. og 101. gr. um gjalddaga og dráttarvexti og í 103. og 104. gr. um skyldur kaupgreiðenda til að halda eftir af kaupi til skattgreiðslu, iðandi skulu einnig gilda um innheimtu annarra þinggjalda en tekju- og eignarskatts og má farar- taka slík gjöld lögtaki í einu lagi.
XII. KAFLI
Um viðurlög.
111. gr.
Ef skattþegn telur ekki fram eignir sínar og tekjur eða bætir ekki úr göllum, sem á framtali eru, þótt hann hafi fengið áskorun um það frá skattstjóra, skal með fara sem hér segir: Ef áætlun skattstjóra er kærð innan tilskilins frests, má því aðeins lækka hana, að hún sé hærri en raunverulegar tekjur og eign skattþegns að viðbættum 25%, og má aldrei miða skatta gjaldþegns við lægra skattmat en raunverulegar tekjur hans og eign að viðbættum 25%. Ef sú ákvörðun er kærð, má þó aldrei miða skatta gjaldþegns við lægra skattmat en raunverulegar tekjur hans og eign að viðbættum 25%. Nú hefur framtalsskýrsla borizt, eftir að framtalsfrestur er liðinn, en áður en gengið er frá skattskrá, og skal þá miða skattmat við raunverulegar tekjur og eign að viðbættum 25%.
Ákvæðum þessarar gr. þarf þó ekki að beita, ef skattþegn sýnir fram á, að óviðráðanleg atvik hafi hamlað því, að hann gæti gert framtalsskýrslu, bætt úr göllum á framtali eða sent framtalsskýrslu í tæka tíð.
112. gr.
Nú skýrir maður af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt frá einhverju því, er máli skiptir um tekjuskatt hans eða eignarskatt, og skal hann þá sekur um allt að því tífalda skattupphæð þá, sem undan var dregin. Sektina skal þó aldrei miða við meira en 6 ár alls.
Nú verður slíkt uppvíst við meðferð dánarbús, og skal þá greiða úr búinu tvöfalda þá upphæð, er á vantar.
Fyrir endurtekin og stórfelld skattsvik má dæma menn í allt að 2 ára varðhaldsvist.
113. gr.
Fjármálaráðherra úrskurðar skattsektir skv. 112. gr., nema hann eða hinn seki óski, að málinu sé vísað til dómstólanna.
Ef skattstjóri telur, að skattur hafi verið undandreginn á þann hátt, sem í 112. gr. segir, skal hann tafarlaust láta ríkisskattstjóra í té vitneskju um það og senda honum öll gögn í málinu. Ríkisskattstjóri framsendir síðan málið til fjármálaráðherra ásamt greinargerð sinni, og skal hann jafnframt láta viðkomandi gjaldanda vita um, að máli hans hafi verið vísað til fjármálaráðherra, svo að gjaldandi geti sent skýringar og gert kröfu til þess, að máli hans verði vísað til aðgerða dómstólanna. Sama gildir, eftir því sem við á, ef ríkisskattanefnd eða ríkisskattstjóri telja, að skattur hafi verið undandreginn á þann hátt, sem í 112. gr. segir.
114. gr.
Skiptaréttur (skiptaráðendur) og skiptaforstjórar skulu. að viðlögðum dagsektum skv. úrskurði fjármálaráðherra, gefa skattstjóra skýrslu um fjármuni látinna manna, ef fjármunirnir nema \meira en kr. 10 000.00. Skattstjóra ber að tilkynna fjármálaráðherra, ef neitað er um, eða óhæfilegur dráttur eða tregða er á að láta slíkar skýrslur í té.
115. gr.
A. Ef einhver gegnir ekki skyldu sinni skv. 84. gr. eða skorast undan að láta þar nefndar skýrslur af hendi, eða verður ekki við kröfu um framlagningu bókhaldsgagna ellegar tregðast við að veita aðgang að bókum, sem um ræðir í síðustu mgr. 84. gr., þá getur fjármálaráðherra lagt við dagsektir, unz skyldunni er fullnægt. Skattstjóra eða eftir atvikum ríkisskattstjóra ber að tilkynna fjármálaráðherra, ef neitað er um ellegar óhæfilegur dráttur eða tregða verður á að fullnægja skyldum þeim, sem greindar eru í 84. gr.
B. Ef kaupgreiðandi vanrækir að halda fé eftir upp í þinggjöld, skila innheimtufé eða umkröfðum skýrslum skv. 103. og 104. gr., má auk þess, sem segir í nefndri grein, einnig beita sektum, ef eigi er úr bætt innan hæfilegs frests, er innheimtumaður ákveður.
C. Brot gegn ákvæðum 105.-108. gr. varða sektum allt að kr. 100 000.00.
116. gr.
Skattstjórum, ríkisskattanefnd og umboðsmönnum skattstjóra er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því, er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur af efnahag gjaldþegna.
Hið sama er um þá, er veita skattstjórum, ríkisskattanefnd og ríkisskattstjóra aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um framtalsskýrslur manna.
Allir þeir, sem um ræðir í þessari grein, skulu undirrita drengskaparheit um að gæta þagnarskyldunnar, sbr. 78. gr., og skulu skattstjórar, ríkisskattanefnd og ríkisskattstjóri brýna fyrir starfsmönnum sínum og öðrum aðstoðarmönnum, hvað við liggur, ef þagnarskyldan er rofin, sbr. 136. gr. laga nr. 19/1940.
117. gr.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála.
118. gr.
Sektir skv. reglugerð þessari renna í ríkissjóð, og má innheimta þær með aðför.
VIII. KAFLI
Ýmis ákvæði.
119. gr.
Heimilt er skattstjóra að taka til greina umsókn skattþegns um lækkun tekjuskatts og/eða veita slíka lækkun af eigin hvötum skv. þeim reglum, sem settar eru í 49. gr. Um hvenær slík lækkun skuli veitt og um eftirlit ríkisskattstjóra með slíkum lækkunum, sjá 50. gr.
120. gr.
Heimilt er fjármálaráðherra að breyta tímaákvörðunum og frestum þeim, sem um ræðir í IX., X., og XI. kafla, eftir því sem þörf krefur.
121. gr.
Nú hafa undirskattanefndum eða yfirskattanefndum verið falin sérstök störf skv. lögum eða reglugerðum, og skulu þá skattstjórar þeir, sem skipaðir verða eftir reglugerð þessari, leysa þau störf af hendi, unz öðruvísi verður ákveðið.
122. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimildum í lögum nr. 70 28. apríl 1962 og lögum nr. 22 9. marz 1956, öðlast gildi þegar í stað.
Jafnframt eru úr gildi felldar eftirtaldar reglugerðir:
Nr. 147 30. desember 1955, nr. 166 15. október 1957, nr. 196 13. desember 1958, nr. 58 15. apríl 1960, nr. 70 10. maí 1960, nr. 179 1. ágúst 1960, nr. 41 15. marz 1961 og nr. 86 24. maí 1963 svo og ákvæði annarra reglugerða og auglýsinga, er brjóta í bága við reglugerð þessa.
Fjármálaráðuneytið, 31. desember 1963.
Gunnar Thoroddsen.
Sigtr. Klemenzson.