Fjármála- og efnahagsráðuneyti

441/2013

Reglugerð um notkun staðlaðra eyðublaða við birtingu opinberra útboðsauglýsinga. - Brottfallin

1. gr.

Við gerð og birtingu tilkynninga og auglýsinga um opinber innkaup og samninga, sbr. 78.-81. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, ber að hafa hliðsjón af fyrirmyndum þeim sem birtar eru sem viðaukar við gerðir sem vísað er til í 2. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi ESB-gerð, sem vísað er til í XVI. viðauka (Opinber innkaup) samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 842/2011 frá 19. ágúst 2011 um að taka upp stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup og um brottfall reglugerðar (EB) nr. 1564/2005, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 226/2012 frá 7. desember 2012.

3. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 842/2011 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16/2013, 14. mars 2013, bls. 299. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 226/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 18/2013, 21. mars 2013, bls. 34.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 78. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, öðlast þegar gildi og kemur í stað reglugerðar nr. 540/2012 um notkun staðlaðra eyðublaða við birtingu opinberra útboðsauglýsinga samkvæmt lögum um opinber innkaup.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. apríl 2013.

F. h. r.

Guðmundur Árnason.

Guðrún Ögmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica