Prentað þann 31. mars 2025
971/2016
Reglugerð um staðlað eyðublað fyrir samevrópska hæfisyfirlýsingu og stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup yfir EES viðmiðunarfjárhæðum.
1. gr.
Reglugerð þessi er sett í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 127/2016 frá 3. júní 2016 og nr. 99/2016 frá 29. apríl 2016 um að bæta við XVI. viðauka EES-samningsins (Opinber innkaup) eftirfarandi reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/7 um staðlað eyðublað fyrir samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðanda og 2015/1986 um að taka upp stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup.
2. gr.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/7 frá 5. janúar 2016 um staðlað eyðublað fyrir samevrópska hæfisyfirlýsingu bjóðanda og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1986 frá 11. nóvember 2015 um að taka upp stöðluð eyðublöð fyrir birtingu tilkynninga við opinber innkaup og um niðurfellingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 842/2011. Reglugerðirnar eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44 frá 18. ágúst 2016, bls. 445 og nr. 27 frá 12. maí 2016, bls. 2034.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 122. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, tekur þegar gildi og kemur í stað reglugerðar nr. 441/2013 um notkun staðlaðra eyðublaða við birtingu opinberra útboðsauglýsinga.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 2. nóvember 2016.
F. h. r.
Sigurður H. Helgason.
Hrafn Hlynsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.