Fjármálaráðuneyti

998/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 470/1991, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sendimanna erlendra ríkja. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Utanríkisráðuneytið afgreiðir beiðni um endurgreiðslu og skal beiðni vera á því formi sem utanríkisráðuneytið ákveður. Ásamt beiðni skal senda utanríkisráðuneytinu frumrit reikninga sem endurgreiðslubeiðni er byggð á. Reikningar skulu vera í samræmi við ákvæði 20. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Utan­ríkis­ráðu­neytið gengur úr skugga um að endurgreiðslubeiðni uppfylli skilyrði reglugerðar þessarar og sendir frumrit samþykktrar beiðni til Fjársýslu ríkisins sem annast endurgreiðslu. Afrit samþykktrar endurgreiðslubeiðni er send til umsækjanda ásamt frumriti reikninga.

Ekki verður um endurgreiðslu að ræða nema heildarfjárhæð hvers einstaks reiknings nemi a.m.k. 7.000 kr. með virðisaukaskatti. Utanríkisráðuneytið skal heimila endur­greiðslu innsendra reikninga vegna fastra mánaðarlegra reikningsviðskipta nái heildar­fjárhæð slíkra reikninga a.m.k. 7.000 kr. með virðisaukaskatti.

Utanríkisráðuneytið skal afgreiða beiðnir um endurgreiðslu 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember ár hvert. Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef beiðni um endurgreiðslu berst utanríkisráðuneytinu eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.

Reikningar þeir sem endurgreiðslubeiðni er byggð á skulu vera greiddir. Til staðfestingar á greiðslu skal greiðslukvittun fylgja greiddum reikningum.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts samkvæmt reglugerð þessari er háð því að heimaland viðkomandi sendiráðs, eða sendierindreka, veiti gagnkvæman endurgreiðslurétt til íslenskra sendiráða eða sendierindreka.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2010.

Fjármálaráðuneytinu, 4. desember 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Sóley Ragnarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica