Viðskiptaráðuneyti

643/2000

Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 350/1997, um prófnefnd vátryggingamiðlara, námskeið og próf til þess að mega stunda miðlun vátrygginga. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. orðast svo:
Námskeið skal að jafnaði halda annað hvert ár. Þó er eigi skylt að halda námskeið nema a.m.k. 10 þátttakendur hafi staðfest þátttöku sína með greiðslu staðfestingargjalds. Prófnefnd ákveður það efni sem prófað er úr og hvernig því er skipt upp á námshluta. Til grundvallar ákvörðun sinni hefur prófnefnd til hliðsjónar að væntanlegir vátryggingamiðlarar skuli búa yfir þekkingu í eftirtöldum námsgreinum:

1. Almenn atriði.
1.1 Starfsskyldur vátryggingamiðlara. Neytendaréttur.
1.2 Bótaábyrgð vátryggingamiðlara. Refsilöggjöf.
1.3 Framkvæmd vátryggingamiðlunar.
2. Almenn lögfræði.
2.1 Lög um vátryggingastarfsemi og lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
2.2 Lög um vátryggingarsamninga.
2.3 Skaðabótaréttur. Bótaúrræði.
2.4 Samningaréttur.
3. Vátryggingagreinar.
3.1 Sjúkra- og slysatryggingar.
3.2 Líftryggingar.
3.3 Almennar ábyrgðartryggingar.
3.4 Eignatryggingar.
3.5 Ökutækjatryggingar.
3.6 Flutningatryggingar.
4. Önnur atriði.
4.1 Áhættumat. Áhættumeðferð.
4.2 Iðgjaldaákvörðun. Ágrip af tryggingastærðfræði.
4.3 Tjónsuppgjör.
4.4 Fjármagnsmarkaðurinn. Ávöxtun fjármagns. Lífeyrissjóðir. Lífeyrissparnaður.

Heimilt er prófnefnd að færa námsgreinar á milli hluta svo og að bæta einni grein við hvern námshluta eða fækka um eina grein. Telji nefndin nauðsyn á frekari tilfærslu eða endurskoðun námsgreina skal hún leita samþykkis ráðherra vátryggingamála.


2. gr.
1. mgr. 6. gr. orðast svo:
Heimilt er prófnefnd að veita lögfræðingum undanþágu frá prófi í greinum 2.3 og 2.4.


3. gr.
1. mgr. 7. gr. orðast svo:
Próf skulu að öllu jöfnu haldin þegar yfirferð er lokið í hverjum námshluta fyrir sig. Skal próftími vera þrjár klukkustundir úr hvorum námshluta 1 og 4 og fjórar klukkustundir úr hvorum námshluta 2 og 3. Vægi einstakra námsgreina á prófi skal tilkynnt a.m.k. 7 virkum dögum fyrir próf.


4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 81. gr. og 98. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum, og öðlast hún þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 29. ágúst 2000.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica