4. gr. orðast svo:
Námskeið skal að jafnaði halda annað hvert ár. Þó er eigi skylt að halda námskeið nema a.m.k. 10 þátttakendur hafi staðfest þátttöku sína með greiðslu staðfestingargjalds. Prófnefnd ákveður það efni sem prófað er úr og hvernig því er skipt upp á námshluta. Til grundvallar ákvörðun sinni hefur prófnefnd til hliðsjónar að væntanlegir vátryggingamiðlarar skuli búa yfir þekkingu í eftirtöldum námsgreinum:
1. | Almenn atriði. |
1.1 Starfsskyldur vátryggingamiðlara. Neytendaréttur. | |
1.2 Bótaábyrgð vátryggingamiðlara. Refsilöggjöf. | |
1.3 Framkvæmd vátryggingamiðlunar. | |
2. | Almenn lögfræði. |
2.1 Lög um vátryggingastarfsemi og lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. | |
2.2 Lög um vátryggingarsamninga. | |
2.3 Skaðabótaréttur. Bótaúrræði. | |
2.4 Samningaréttur. | |
3. | Vátryggingagreinar. |
3.1 Sjúkra- og slysatryggingar. | |
3.2 Líftryggingar. | |
3.3 Almennar ábyrgðartryggingar. | |
3.4 Eignatryggingar. | |
3.5 Ökutækjatryggingar. | |
3.6 Flutningatryggingar. | |
4. | Önnur atriði. |
4.1 Áhættumat. Áhættumeðferð. | |
4.2 Iðgjaldaákvörðun. Ágrip af tryggingastærðfræði. | |
4.3 Tjónsuppgjör. | |
4.4 Fjármagnsmarkaðurinn. Ávöxtun fjármagns. Lífeyrissjóðir. Lífeyrissparnaður. |