1. gr.
Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 6. gr. og hljóðar svo:
Þegar innkaupum á fyrirhuguðu verki eða þjónustu er skipt upp í fleiri sjálfstæða samninga skal miða við samanlagt virði allra samninganna. Sama á við þegar innkaupum á vöru af svipaðri tegund er skipt upp í fleiri sjálfstæða samninga. Sé samanlagt virði allra samninganna yfir viðmiðunarfjárhæðum skal líta svo á að verðgildi hvers og eins samnings sé einnig yfir viðmiðunarmörkum.
Þrátt fyrir að heildarvirði samninga sem greinir í 1. mgr. sé yfir viðmiðunarfjárhæðum er heimilt að gera einstaka samninga án útboðs fyrir allt að 20% af samanlagðri heildarfjárhæð allra samningshluta ef áætlað verðmæti viðkomandi samningshluta, án virðisaukaskatts, er lægra en 10.408.000 kr. vegna vöru eða þjónustu og 130.100.000 kr. vegna verks.
2. gr.
Reglugerðin er sett með heimild í 122. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. september 2019.
F. h. r.
Sigurður H. Helgason.
Hrafn Hlynsson.