Fjármála- og efnahagsráðuneyti

887/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 178/2018, um auglýsingu innkaupa á útboðsvef, viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa og innkaup samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um opinber innkaup. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 6. gr. og hljóðar svo:

Þegar innkaupum á fyrirhuguðu verki eða þjónustu er skipt upp í fleiri sjálfstæða samninga skal miða við samanlagt virði allra samninganna. Sama á við þegar innkaupum á vöru af svipaðri tegund er skipt upp í fleiri sjálfstæða samninga. Sé samanlagt virði allra samninganna yfir viðmiðunar­fjár­hæðum skal líta svo á að verðgildi hvers og eins samnings sé einnig yfir viðmiðunarmörkum.

Þrátt fyrir að heildarvirði samninga sem greinir í 1. mgr. sé yfir viðmiðunarfjárhæðum er heimilt að gera einstaka samninga án útboðs fyrir allt að 20% af samanlagðri heildarfjárhæð allra samnings­hluta ef áætlað verðmæti viðkomandi samningshluta, án virðisaukaskatts, er lægra en 10.408.000 kr. vegna vöru eða þjónustu og 130.100.000 kr. vegna verks.

2. gr.

Reglugerðin er sett með heimild í 122. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 27. september 2019.

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Hrafn Hlynsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica